Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 41
Balotelli bakaður af bauninni HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS FERÐAÆVINTÝRI Í FERMINGARGJÖF Silva ferðasjónaukar 10X25 vandaðir, léttir og handhægir. Verð: 7.990 kr. Polar FT4 púlsmælir Tilvalið fyrir þá sem vilja púlsmæli með innbyggðu æfingakerfi. Innbyggt armbandsúr. Vatnshelt allt að 30 m. Fermingartilboð: 15.990 kr. Garmin eTrex Legend HCx Handhægt GPS-tæki. Möguleiki að bæta Íslandskorti í tækið. Verð fyrir 39.990 kr. Fermingartilboð 29.990 kr. Íslandskortið kostar 18.990 kr. aukalega. ÍSLE N SK A /S IA .I S /U TI 5 42 12 0 3/ 11 R eal Madrid og Barcelona munu mætast fjórum sinnum á næstu sautján dögum. Liðin mætast í spænsku úrvalsdeildinni á morgun, laugardag, í Madríd. Fjórum dögum seinna eigast svo liðin við í úrslitum spænsku bikarkeppninnar á Mestella-leik- vanginum í Valencia. Að því loknu taka við tveir leikir í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Sá fyrri er 27. apríl og seinni leikurinn er 3. maí. Eftir þessa fjóra leiki kemur væntanlega í ljós hvort tímabilið stendur undir væntingum hjá Jose Mourinho, þjálfara Real, sem hefur sjaldan staðið uppi titlalaus í lok keppnis- tímabils sem þjálfari. Þ eir eru ungir, efnilegir og hæfileikaríkir framherjar og voru báðir keyptir til Manchester-liðanna fyrir tímabilið. Þar lýkur senni- lega því sem Mexíkóinn Javier Hern- ández hjá Manchester United og Ítalinn Mario Balotelli hjá Manchester City eiga sameiginlegt. Annar þeirra hefur varla stigið feilspor á knattspyrnuvellin- um en hinn hefur haft allt á hornum sér frá því hann steig fæti á enska grund. Chicharito, eða Litla baunin eins og Javier Hernández er gjarna nefndur, hefur staðið sig framar björtustu vonum frá því hann kom til Manchester United í fyrrasumar frá Chivas í Mexíkó fyrir sex milljónir punda. Nánast ókeypis miðað við aðra leik- menn í hans gæðaflokki. Það vissu allir að hann gæti skorað en engan renndi grun í um hversu fljótur hann yrði að laga sig að hraðanum í ensku úrvalsdeild- inni. Hernández hefur reynst United gulls ígildi. Mörk hans hafa mörg hver verið afar mikilvæg. Hann hefur skorað sigurmörk í sjö leikjum í vetur, þar á meðal í tveimur leikjum í meistaradeild- inni, gegn Valencia í riðlakeppninni og Marseille í 16-liða úrslitum þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri. Auk þess skoraði hann annað mark United gegn Chelsea á miðvikudag- inn var þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Þessi síbrosandi Mexíkói hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna United á þessu tímabili og hefur Sir Alex Ferguson líkt honum við ekki ómerkari mann en Norð- manninn Ole Gunnar Sol- skjær. Mario Balotelli, eða Super- Mario eins og hann er kallaður þegar hann er í stuði, hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum. Karatespörk í andstæðingana í miðjum leik, óútskýrt ofnæmiskast, slagsmál við áhorfendur á götu og rifrildi við þjálfara hafa stolið senunni frá knatt- spyrnuhæfileikum kappans sem eru þó umtalsverðir. Balotelli er hins vegar með þroska fimm ára barns og á meðan hann þroskast þarf City-liðið sennilega að bíða eftir að hann blómstri og upp- fylli þær væntingar sem til hans voru gerðar. Ljóst er að Hernández og Balotelli verða í eldlínunni á morgun því Wayne Rooney er í banni og Carlos Tevez er meiddur. oskar@frettatiminn.is  knattspyRna ManchesteR-slaguR á WeMbley Mario Balotelli Man. City Þjóðerni: Ítalskur Viðurnefni: Super-Mario Aldur: 20 ára Hæð: 1,89 m Þyngd: 88 kg Númer: 45 Verð: 24 milljónir punda Leikir/mörk: 14 (4 vara- maður)/6 (í úrvalsdeild) Javier Hernández Man. Utd Þjóðerni: Mexíkóskur Viðurefni: Chicharito/Litla baunin Aldur: 22 Hæð: 1,73 m Þyngd: 62 kg Númer: 14 Verð: 6 milljónir punda Leikir/mörk: 22 (12 vara- maður)/11 (í úrvalsdeild) Fjórir El Clasíco á 17 dögum Mikið mun mæða á Lionel Messi og Cristiano Ro- naldo í leikjunum fjórum. Þeir hafa samanlagt skorað 88 mörk á tímabilinu, Messi 48 mörk í 46 leikjum og Ronaldo 40 í 45 leikjum. N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es Tveir ungir og efnilegir framherjar, Javier Hernández hjá Manchester United og Mario Balotelli hjá Manchester City, verða í sviðsljósinu á morgun, laugardag, þegar liðin mætast í undanúrslitum enska bikarsins. íþróttir 33 Helgin 15.-17. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.