Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Side 41

Fréttatíminn - 15.04.2011, Side 41
Balotelli bakaður af bauninni HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS FERÐAÆVINTÝRI Í FERMINGARGJÖF Silva ferðasjónaukar 10X25 vandaðir, léttir og handhægir. Verð: 7.990 kr. Polar FT4 púlsmælir Tilvalið fyrir þá sem vilja púlsmæli með innbyggðu æfingakerfi. Innbyggt armbandsúr. Vatnshelt allt að 30 m. Fermingartilboð: 15.990 kr. Garmin eTrex Legend HCx Handhægt GPS-tæki. Möguleiki að bæta Íslandskorti í tækið. Verð fyrir 39.990 kr. Fermingartilboð 29.990 kr. Íslandskortið kostar 18.990 kr. aukalega. ÍSLE N SK A /S IA .I S /U TI 5 42 12 0 3/ 11 R eal Madrid og Barcelona munu mætast fjórum sinnum á næstu sautján dögum. Liðin mætast í spænsku úrvalsdeildinni á morgun, laugardag, í Madríd. Fjórum dögum seinna eigast svo liðin við í úrslitum spænsku bikarkeppninnar á Mestella-leik- vanginum í Valencia. Að því loknu taka við tveir leikir í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Sá fyrri er 27. apríl og seinni leikurinn er 3. maí. Eftir þessa fjóra leiki kemur væntanlega í ljós hvort tímabilið stendur undir væntingum hjá Jose Mourinho, þjálfara Real, sem hefur sjaldan staðið uppi titlalaus í lok keppnis- tímabils sem þjálfari. Þ eir eru ungir, efnilegir og hæfileikaríkir framherjar og voru báðir keyptir til Manchester-liðanna fyrir tímabilið. Þar lýkur senni- lega því sem Mexíkóinn Javier Hern- ández hjá Manchester United og Ítalinn Mario Balotelli hjá Manchester City eiga sameiginlegt. Annar þeirra hefur varla stigið feilspor á knattspyrnuvellin- um en hinn hefur haft allt á hornum sér frá því hann steig fæti á enska grund. Chicharito, eða Litla baunin eins og Javier Hernández er gjarna nefndur, hefur staðið sig framar björtustu vonum frá því hann kom til Manchester United í fyrrasumar frá Chivas í Mexíkó fyrir sex milljónir punda. Nánast ókeypis miðað við aðra leik- menn í hans gæðaflokki. Það vissu allir að hann gæti skorað en engan renndi grun í um hversu fljótur hann yrði að laga sig að hraðanum í ensku úrvalsdeild- inni. Hernández hefur reynst United gulls ígildi. Mörk hans hafa mörg hver verið afar mikilvæg. Hann hefur skorað sigurmörk í sjö leikjum í vetur, þar á meðal í tveimur leikjum í meistaradeild- inni, gegn Valencia í riðlakeppninni og Marseille í 16-liða úrslitum þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri. Auk þess skoraði hann annað mark United gegn Chelsea á miðvikudag- inn var þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Þessi síbrosandi Mexíkói hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna United á þessu tímabili og hefur Sir Alex Ferguson líkt honum við ekki ómerkari mann en Norð- manninn Ole Gunnar Sol- skjær. Mario Balotelli, eða Super- Mario eins og hann er kallaður þegar hann er í stuði, hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum. Karatespörk í andstæðingana í miðjum leik, óútskýrt ofnæmiskast, slagsmál við áhorfendur á götu og rifrildi við þjálfara hafa stolið senunni frá knatt- spyrnuhæfileikum kappans sem eru þó umtalsverðir. Balotelli er hins vegar með þroska fimm ára barns og á meðan hann þroskast þarf City-liðið sennilega að bíða eftir að hann blómstri og upp- fylli þær væntingar sem til hans voru gerðar. Ljóst er að Hernández og Balotelli verða í eldlínunni á morgun því Wayne Rooney er í banni og Carlos Tevez er meiddur. oskar@frettatiminn.is  knattspyRna ManchesteR-slaguR á WeMbley Mario Balotelli Man. City Þjóðerni: Ítalskur Viðurnefni: Super-Mario Aldur: 20 ára Hæð: 1,89 m Þyngd: 88 kg Númer: 45 Verð: 24 milljónir punda Leikir/mörk: 14 (4 vara- maður)/6 (í úrvalsdeild) Javier Hernández Man. Utd Þjóðerni: Mexíkóskur Viðurefni: Chicharito/Litla baunin Aldur: 22 Hæð: 1,73 m Þyngd: 62 kg Númer: 14 Verð: 6 milljónir punda Leikir/mörk: 22 (12 vara- maður)/11 (í úrvalsdeild) Fjórir El Clasíco á 17 dögum Mikið mun mæða á Lionel Messi og Cristiano Ro- naldo í leikjunum fjórum. Þeir hafa samanlagt skorað 88 mörk á tímabilinu, Messi 48 mörk í 46 leikjum og Ronaldo 40 í 45 leikjum. N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es Tveir ungir og efnilegir framherjar, Javier Hernández hjá Manchester United og Mario Balotelli hjá Manchester City, verða í sviðsljósinu á morgun, laugardag, þegar liðin mætast í undanúrslitum enska bikarsins. íþróttir 33 Helgin 15.-17. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.