Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 15.04.2011, Blaðsíða 46
Bella Donna Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL S Sjá má hið frumstæða eðli karlkynsins í ýmsum athöfnum, jafnvel þótt konur reyni að draga úr helstu göllum þess með mildri leiðsögn, hvort heldur um er að ræða bræð­ ur, eiginmenn eða syni. Sjálfsagt reyna dæt­ ur líka að vísa feðrum sínum þröngan veg dyggðarinnar þegar þær vaxa úr grasi, sjá að jafnvel pabbinn er ekki alveg fullkominn. Fátt held ég að fari meira í taugarnar á konum, svona í daglegri umgengni við karla, en hve þeim er gjarnt að pissa út fyr­ ir klósettskálina. Það kemur konum sífellt á óvart hversu litla stjórn drengir á öllum aldri hafa á því líffæri sem helst skilur þá frá hinu göfuga kyni meyja og kvenna sem setjast pent á klósettsetu skálarinnar og hitta í mark. „Getið þið ekki reynt að miða ofan í kló­ settið,“ sagði kona mín gjarna við mig og syni okkar í uppvexti þeirra, langþreytt á pissi sem fór hringinn í kringum klósettið en síður ofan í það. Þetta var áður en til­ hlýðilegt þótti að karlar þrifu klósett og skúruðu kringum skálar. „Það eru strák­ arnir sem spræna út um allt,“ sagði ég og skýldi mér á bak við guttana. „Þeim er yfirleitt svo mikið mál, loksins þegar þeir nenna að renna frá, að bunan stendur í allar áttir. Svo gleyma þeir sér og eru að hugsa um eitthvað allt annað, rétt á meðan þeir eru að pissa. Þú verður að tala við þá og segja þeim að einbeita sér að því sem þeir eru að gera.“ Með þessu vísaði ég allri ábyrgð á málinu frá mér og á strákana og móður þeirra. Fráleitt taldi ég að þeir ættu að setjast á klósettsetuna, það væri réttur þeirra sem útbúnir væru svo góðu pissutaui frá náttúrunnar hendi að brúka það. Skylda feðra væri að kenna sonum sínum að pissa standandi. Auðvitað er þetta karlrembulegt viðhorf, en við það verður að una. Það verð­ ur að tjalda því sem til er. Staða mín versnaði hins vegar þegar strákarnir urðu stórir og fluttu að heiman. Eftir voru í heimili konan og yngri börnin, dætur okkar tvær. Allar settust þær með sama pena hættinum á klósettið og pissuðu ekki út fyrir. Ég var einn eftir af hinu frum­ stæða kyni. „Þetta er skrýtið,“ sagði konan, jafn hissa og refurinn í Dýrunum í Hálsa­ skógi þegar hann borðaði vondu piparkök­ urnar, „strákarnir eru farnir að heiman en samt er pissað út fyrir. Kannt þú einhverja skýringu á þessu, minn kæri?“ Ég leiddi spurninguna hjá mér enda var kannski ekki ætlast til að ég svaraði. Sam­ búð okkar hjóna er orðin það löng að minn betri helmingur veit að sumu verður ekki breytt. Þar á bókstaflega við að gömlum hundi verður ekki kennt að sitja. Jafnvel þótt við búum svo vel að vera með um­ framklósett í íbúðinni hefur mér ekki verið vísað þangað. Á vinnustöðum vilja konur hafa sérklósett, að minnsta kosti þar sem því verður við komið. Þá er minni hætta á að þær þurfi að fara í stígvél, vilji þær pissa. Hið nýjasta er þó, ef marka má fréttir, að konur sjái í auknum mæli til þess að karlar stígi alls ekki fæti inn á þau baðherbergi sem þær brúka. Hótelið Bella Sky í Kaup­ mannahöfn, hið stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum, verður opnað um miðjan næsta mánuð. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru í aðdraganda byggingar glæsi­ hótelsins kom fram að það fyrsta sem kon­ ur kanna þegar þær ganga inn í hótelher­ bergi er baðherbergið. Án þess að það komi sérstaklega fram í frásögnum, má draga þá ályktun að karlarnir tékki fyrst á míní­ barnum og sjónvarpstækinu. En konunum dugar ekki aðeins að kanna baðherbergið og hversu mikið hafi verið pissað út fyrir. Draumurinn er að karlar hafi aldrei stig­ ið fæti sínum inn í þann helgidóm, aldrei sprænt á setuna, lokið, klósettkassann eða gólfið allt um kring. Því verður sérhæð fyrir konur á sautj­ ándu hæð Bella Sky. Karlabann þar verður klárt og kvitt. Konurnar ganga því hvorki í né setjast á piss. Og ekki nóg með það; bað­ herbergin verða útbúin stórum baðkerum, kraftmiklum sturtuhausum, förðunarspegl­ um og lífrænum sápum og kremum. Skýr­ ing er að vísu ekki gefin á því af hverju kon­ ur þurfa kraftmeiri sturtuhausa en karlar, en látum það liggja milli hluta. Konudekrið endar ekki með lífrænu sáp­ unum og kremunum á sautjándu hæðinni því á rúmum þar verða fleiri púðar en geng­ ur og gerist, nóg af herðatrjám og spegl­ ar með þeim hætti að þær sem þar verða herbergjaðar geta tekið sig út frá öllum hliðum. Sloppar, inniskór, afskorin blóm og kvennatímarit verða líka hluti af staðal­ búnaði dyngja á þessari merku hæð, sem að sjálfsögðu kallast Bella Donna. Kannski leggur þetta línur til framtíðar, að körlum verði hreinlega meinaður að­ gangur að salernum kvenna. Fyrir þá verði hins vegar útbúin einföld speglalaus míg­ ildi, hvort sem er á heimilum eða annars staðar, þar sem þeir geta sprænt að vild, út og suður. Kannski er þetta ekki alslæm hugmynd og henni fylgir að sönnu hæfilegt ábyrgð­ arleysi, eins og hentar karlkyninu. Engin elsku mamma – og alls engin Bella Donna. Te ik ni ng /H ar i Nýjungar frá Milda NÝTT Milda til þeytingar og matargerðar inniheldur einungis 26% fitu. Bragð og áferð eins og besti rjómi en bara fituminni. Veldu léttari kost í þína matargerð, veldu Milda. Fært til bókar Forsetaræði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lék á als oddi á blaðamannafundi daginn eftir að Íslendingar felldu úr gildi lögin um Icesave. Á fundinum og í yfirlýsingu forsetans skaut hann í allar áttir. Bretar og Hollendingar fengu sitt, íslensk stjórnvöld og forystumenn í atvinnulífi. Ekki er víst að fundur forsetans hafi glatt forráðamenn ríkisstjórnarinnar sérstaklega. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sig- fússon geta illa leynt gremju sinni í hans garð. Ráðherrarnir telja væntanlega að það sé frekar hlutverk ríkisstjórnarinnar að fást við þau verkefni sem við blasa eftir að þjóðin felldi sinn dóm en vera kann að forsetinn meti það svo að hann sé færari um það en þeir. Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, er á þeirri skoðun að forsetaræði hafi tekið við af fulltrúalýðræði á Íslandi. Ekki er víst að forsetanum leiðist slíkar yfirlýsingar né þær að hann, með synjunum sínum á lögum frá Alþingi, sé orðinn valdamesti stjórnmálamaður landsins. Óhætt er að minnsta kosti að segja að Ólafur Ragnar sé kóngur þeirra funda sem hann boðar til á setri sínu. Flestum eru í fersku minni orðaskipti forsetans og Jóhanns Hauks- sonar, blaðamanns á DV, eftir að forsetinn ákvað í annað sinn að synja Icesave-lögum staðfestingar. Blaðamaðurinn reið ekki feitum hesti frá þeim leik. Hvort Jóhann var á fundi forsetans á sunnudaginn skal ósagt látið en hafi svo verið hafði hann sig í það minnsta ekki áberandi í frammi. 38 viðhorf Helgin 15.-17. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.