Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Page 4

Fréttatíminn - 18.03.2011, Page 4
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Uppþvottavél SN 45E201SK á frábærum kjörum. Hvít, 13 manna. Fimm kerfi. Tímastytting þvottakerfa. Íslenskur leiðarvísir. Tækifærisverð: 129.900 kr. stgr. (Verð áður: 159.900 kr.) Tækifæri A T A R N A Vítisenglastefna fyrir dómi Skaðabótmál tveggja meðlima hinna norsku Vítisengla gegn ís- lenska ríkinu er komið fyrir dómstóla. Oddgeir Ein- arsson, lögmaður mann- anna tveggja, segir að beðið sé eftir því að dómari verði settur á málið svo að málsmeð- ferð geti hafist. Menn- irnir tveir telja að þeir eigi rétt á skaðabót- um vegna brottvís- unar frá landinu árið 2008 sem þeir telja hafa verið ólöglega. Mikið fjaðrafok varð þegar þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Jóhann R. Benediktsson, meinaði hópi Vítisengla inngöngu í landið þá – ekki ósvip- að og norska lögreglan gerði við meðlimi MC Iceland fyrir tveimur vikum. -óhþ Rithöfundur rústar lúxusvillu Metsölurithöfundurinn Arnaldur Indriða- son stendur í ströngu þessa dagana. Hann situr ekki eingöngu við að skrifa nýjustu bók sína, sem kemur út 1. nóvember næstkomandi, heldur hefur hann einnig gert fokhelda lúxusvillu sem hann keypti á Seltjarnarnesi skömmu fyrir jól. Sést hefur til vörubíla flytja innréttingar og fleira frá húsinu. Arnaldur og fjölskylda búa í fallegu raðhúsi í Mýrinni á Seltjarnarnesinu og má búast við því að nokkrir mánuðir líði þar til nýja húsið verður íbúðar- hæft. CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Peysuveður Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið. Strekkingur af V og SV og nokkuð ein- dreginn éljagangur um mikinn hluta landSinS, þó ekki norðauStan- og auStantil. höfuðborgarSVæðið: Él veRðA og jAfn- vel SAMfelld SnjókoMA uM tíMA. hlánar um tíma SunnanlandS með rigningu og Slyddu, en annarS froSt og Víða einhVer Snjókoma yfir daginn. höfuðborgarSVæðið: Él eðA SnjókoMA fRAMAn Af degI, en úRkoMulAuSt SeInnI pARtInn. hægur Vindur að nýju. él, einkum SunnanlandS, en Sér til Sólar norðan- og auStanlandS. höfuðborgarSVæðið: SkýjAð og eItt- HvAð uM Él eðA lÉttA SnjókoMu í HItA vIð fRoStMARkIð. krumla vetrar gefur lítt eftir Mars er stundum skaðræðisvetrarmánuð- ur. Rétt eins og nú, þar sem heimskauta- loft úr vestri ræður ríkjum og mildara loft úr suðri sækir á. niðurstaðan er sú að það er bæði stormasamt og mikil úrkoma, oftast sem snjór en líka snarpar leysingar. enn ein lægðin virðist ætla að skjótast norðaustur yfir landið á laugardag, en að þessu sinni sleppum við við mesta vindinn. en úrkomusamt verður og lykilorð helgarinnar er sennilega éljagangur! 4 6 4 5 3 0 5 3 0 3 1 4 3 1 1 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður Sunnlendingar sýna í Ráðhúsinu Sunnlendingar ætla að kynna fjórðunginn með mikilli sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn undir yfirskriftinni Suður- land, já takk. Þar fylkja Sunnlendingar liði og kynna það sem efst er á baugi í fjórðungnum. Það eru Atvinnuþró- unarfélag Suðurlands, menningarfulltrúi Suðurlands og Markaðsstofa Suðurlands sem leiða verkefnið ásamt fjölda annarra, svo sem ferðamálafulltrúa, sveitarfélaga, handverkshópa og ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi. Innblásturinn fyrir sýninguna sækja Sunnlendingar til samkenndar sem gosið í eyjafjallajökli varð til að styrkja mjög á svæðinu. Alls ætla um sextíu aðilar að tefla fram flestu því besta sem finna má á Suðurlandi á sýningunni, sem verður opin klukkan 11 til 16. Handhafarnir þrír undir- rituðu í fjar- veru hans tvenn lög á öllu árinu, á sama degi – 22. júní.  Forsetaembættið Gjörðir handhaFa Forsetavaldsins Skrifuðu undir 31 lög á tveimur árum F orsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar eru hand-hafar forsetavalds og fara með valdið þegar forsetinn er erlendis. Sem hann er nokkuð oft eins og auglýsingar í Stjórnartíðindum bera vott um. Þannig var Ólafur Ragnar Grímsson erlendis í 59 daga á árinu 2009 samkvæmt Stjórnar- tíðindum, 94 daga á árinu 2010 og hefur verið erlendis 26 daga af þeim 77 dögum sem liðnir eru af þessu ári. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins fær hver handhafi forsetavalds um tuttugu þúsund krónur á dag í fjarveru forsetans og kostar dagurinn því íslenska ríkið sextíu þúsund krónur. Ef mið er tekið af ferða- lögum Ólafs Ragnars fengu handhafarnir greiddar samtals 3,5 milljónir 2009, 5,6 milljónir 2010 og hafa fengið 1,6 milljónir það sem af er þessu ári. Þetta gerir launa- uppbót upp á 97 þúsund til 208 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern handhafa eftir því hvaða ár er tekið. Árið 2009 voru handhafar forsetavalds- ins Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, og Árni Kolbeinsson, forseti Hæstaréttar. Forsetinn var í burtu 59 daga á því ári. Handhafarnir þrír undirrituðu í fjarveru hans tvenn lög á öllu árinu, á sama degi – 22. júní. Annars vegar var um að ræða lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, og hins vegar var um að ræða lög um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Alls staðfesti forsetaembættið 122 lög þetta ár og því undirritaði Ólafur Ragnar 98,4 prósent af öllum lögum sem sam- þykkt voru á árinu Árið 2010 jókst álagið töluvert á hand- hafana því Ólafur Ragnar var 94 daga á erlendri grund á því ári. Handhafarnir skrifuðu undir 29 lög í fyrra. Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar, skrifaði undir í öll skiptin, Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra skrifaði und- ir 26 sinnum, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, forseti Alþingis, skrifaði undir 23 sinnum, Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifaði undir sex sinnum sem staðgengill Ástu Ragnheiðar og Steingrímur J. Sig- fússon skrifaði þrívegis undir sem stað- gengill Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig skrifaði Steingrímur J. undir Icesave-lög- in sem forsetinn hafnaði 5. janúar í fyrra. Auk þess þurftu handhafarnir að rita einn forsetaúrskurð um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrif- stofur sem og bréf um að Alþingi kæmi saman til framhaldsaðalfundar. Forseta- embættið samþykkti 125 lög á árinu 2010 og því samþykkti Ólafur Ragnar 96 lög eða 76,8 prósent laganna. Á þessu ári hafa handhafarnir sam- þykkt þrenn lög í fjarveru forsetans. Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir hafa samþykkt öll þrenn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur sam- þykkt tvenn og Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir hefur samþykkt ein. Forsætisráðuneytið gat ekki gefið neinar upplýsingar um athafnir handhafa forsetavalds í fjarveru forseta heldur var blaðamanni bent á Stjórnartíðindi. Allar upplýsingar sem fram koma í þessari frétt eru fengnar þaðan. Þó gat ráðuneytið upp- lýst að handhafar inntu af hendi margvís- leg störf, meðal annars að vera í fylgdar- liði forsetans þegar hann fer erlendis – sem er að fylgja honum út á flugvöll. óskar hrafn þorvaldsson oskar@frettatiminn.is ólafur Ragnar grímsson, forseti íslands, er maður víðförull og því þurfa handhafar valds hans oft að vera til taks. Handhafar forseta- valds skrifuðu undir 31 lög á árunum 2009 og 2010. Alls samþykkti forsetinn 247 lög á þessum tveimur árum. Handhafar forsetavalds- ins fylgja forsetanum út á flugvöll þegar hann fer af landi brott. 4 fréttir Helgin 18.-20. mars 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.