Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 6
www.skjargolf.is GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX! Elínu Jóns­ dóttur, forstjóra Bankasýslu ríkisins, finnst of margir starfa við fjármálaþjón­ ustu á Íslandi.  FjármálaFyrirtæki aðlögun eFtir hrun S tarfsmönnum í íslenskum bönkum hefur ekki fækkað mikið þrátt fyrir að umsvif bankakerfisins íslenska hafi dregist verulega saman eftir hrunið haustið 2008. Tölur sem Fréttatíminn hefur undir hönd- um sýna að á meðan umsvif bankakerfisins hafa skroppið saman um tæp 80% hefur starfsmönnum aðeins fækkað um 20%. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur gert athuga- semdir við þetta atriði í skýrslum sínum um íslenskt fjár- málalíf og Bankasýsla ríkisins, sem fer með meirihluta ríkisins í Landsbankanum og nokkrum sparisjóðum, lýsti einnig yfir áhyggjum sínum af því í skýrslu sinni í fyrra. Þar var bent á að hlutfall starfsmanna í fjármálaþjónustu væri það fjórða hæsta í Evrópu á eftir löndum eins og Lúxemborg og Sviss og hærra en í Bretlandi, þar sem ein stærsta fjármálamiðstöð heims er. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslunnar, segir í sam- tali við Fréttatímann að það sé umhugsanarvert hversu hátt hlutfall íslensks vinnuafls sé starfandi í fjármála- þjónustu miðað við hversu mikið umsvifin hafa minnkað. „Það er ljóst að það hafa orðið breytingar á starfsum- hverfi bankanna, allt er orðið erfiðara. Það er samdráttur í inn- og útlánum, álögur á bankana hafa hækkað og við höfum rætt þetta ítrekað við fólkið sem situr í stjórn bankanna fyrir okkar hönd,“ segir Elín. Hún segir marga gera sér grein fyrir stöðunni og nauðsyn þess að skera burt fituna. „Það er líka eðlilegt að krafan komi frá hluthöfum frekar en stjórnendunum sjálfum enda er þetta ekki skemmtilegt verkefni,“ segir Elín og bætir við að Bankasýslan muni beita sér á þann hátt að setja bönkunum raunhæf rekstrarmarkmið frekar en að krefjast einstakra aðgerða. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Óeðlilega hátt hlutfall vinnandi fólks í bönkum Starfs­ mönnum í bönkum fækkar ekki þrátt fyrir minni umsvif. Alþjóða gjald- eyris- sjóðurinn hefur gert athuga- semdir við þetta atriði í skýrslum sínum ... var bent á að hlutfall starfs- manna í fjármála- þjónustu væri það fjórða hæsta í Evrópu ... Byltingarkenndur sparslspaði Í vikunni var tilkynnt að byltingarkenndur sparslspaði frá Flügger hefði unnið til fyrstu verðlauna í einni stærstu og virtustu hönnunar­ samkeppni heims, „Red dot design award“. Í fyrra sigraði iPad frá Apple í sömu keppni. Hið danska Flügger­fyrirtæki er vel þekkt á Íslandi en auk málningar og verkfæra framleiðir það veggfóður. Þriggja ára þróunarvinna er að baki spaðanum góða. Hann er 33 prósent léttari en samsvarandi verkfæri. Á ári sparar það málurunum vinnu sem svarar mörgum tonnum við að lyfta spaðanum. Flügger­spaðinn sigraði samkeppnisaðilana í sínum flokki, en í honum voru 4.433 vörutegundir frá 60 löndum. Hjón keyptu bíl númer 100 og 101 Hjónin Guðbjörg Benónýsdóttir og Gunnar Sizemore lentu í skemmtilegri uppákomu í síðustu viku þegar þau fengu afhenta tvo Chevrolet Spark­ bíla frá Bílabúð Benna. Bílarnir voru númer 100 og 101 í röðinni af Chevrolet­bílum sem hafa selst á Íslandi á árinu og fengu hjónin blómvönd frá umboðinu að því tilefni. -óhþ Helgin 18.­20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.