Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 8
Margeir Pétursson á leiðinni fyrir dómstóla vegna skulda- mála.  Skuldamál arion banki gegn margeiri PéturSSyni Margeiri stefnt vegna skuldamála Deila um skuldajöfnun á milli Arion banka og félags í eigu Margeirs Péturssonar Arion banki hefur stefnt félaginu Margeiri Péturs- syni ehf. og eiganda þess, Margeiri Péturssyni, fyrr- verandi stjórnarformanni og stærsta eiganda MP-banka, til greiðslu skuldar að fjár- hæð kr. 60 milljónir. Um er að ræða skuld þar sem Mar- geir er í ábyrgð fyrir Margeir Pétursson ehf. Að því er Fréttatíminn kemst næst telur Margeir að uppgjör félags- ins við þrotabú Kaupþings á ýmsum afleiðusamningum hafi verið jákvætt og því eigi að skuldajafna á milli Arion og félagsins. Á þetta fellst bankinn ekki og hefur því stefnt Margeiri og félaginu. Margeir stofnaði MP banka árið 1999 en varð frá að víkja þegar nýir eigendur eignuð- ust bankann fyrir skömmu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  dómSmál óuPPgert lán Actavis stefnir Róbert Wessman Aðilar eru ósammála um stöðu þeirrar kröfu og því er málið því miður á leið fyrir dómstóla. l yfjarisinn Actavis Group hf. hefur stefnt Róbert Wessman, fyrr- verandi forstjóra félagsins, til greiðslu skuldar upp á tæplega 300 milljónir króna. Málið hefur verið dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Um er að ræða lán upp á 240 milljónir sem Róbert fékk fyrir nokkrum árum hjá fé- laginu vegna kaupa á hlutabréfum í því með veði í bréfunum sjálfum. Þegar Actavis var tekið af markaði sumarið 2007 við yfirtöku Björgólfs Thors Björgólfssonar hurfu veðin fyrir láninu og því var gerður nýr lánasamn- ingur. Sá samningur var á gjalddaga í lok nóvember 2009 og hefur Róbert ekki greitt krónu af láninu sem var þá komið upp í 272 milljónir með áföllnum vöxtum. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýs- ingafulltrúi Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, sem er enn stærsti hlut- hafi fyrirtæksins í gegnum félagið Nitrogen DS, vildi ekki tjá sig um málið né heldur Actavis. Árni Harðarson, lögmað- ur Róberts, staðfestir við Fréttatímann að hann eigi í málaferlum vegna kröfu sem Actavis telur sig eiga á hendur honum. „Aðilar eru ósammála um stöðu þeirrar kröfu og því er málið því miður á leið fyrir dómstóla. Ljóst er að Björg- ólfur Thor á í vök að verjast í upp- gjöri sínu við íslenskt sam- félag og virðist ekki mikla fyrir sér að beita bolabrögðum í þeirri vegferð,“ segir Árni. Þetta er ekki eina málið þar sem félög á vegum Björgólfs Thors og Róberts Wessman takast á fyrir dóm- stólum. Fréttatíminn greindi frá því fyrir skömmu að BeeTeeBee Ltd, sem er í eigu Björg- ólfs Thors, hefði stefnt Róbert sjálfum og Burlington Worldwide Limited til greiðslu 1,2 milljarða skuldar. Forsaga þess máls er að BeeTeeBee Limited lánaði Burlington upphæðina árið 2005 til tveggja ára og framlengdi lánið, sem Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir, um tvö ár, til nóvember 2009. Í samtali við Fréttatímann þá sagði Árni Harðar- son að Róbert liti svo á að gengið hefði verið frá þessu láni með skuldajöfnun vegna 4,6 milljarða króna kröfu sem Róbert telur sig eiga á hendur félögunum Novotor Pharma Holding og Novator Pharma Holding Luxemburg, sem eru að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors, vegna vanefnda á árangurs- tengdum greiðslum eftir að hann hætti sem forstjóri Ac- tavis árið 2008. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Tæplega 300 milljóna króna lán fallið í gjalddaga. Róbert segir lánið hluta af skuldauppgjöri. Róbert Wessman þarf að verjast Actavis í dómsal. 8 fréttir Helgin 18.-20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.