Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 16
Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að geta upplýst hver af viðskiptavinum þess er notandi til- tekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, sem og tengingar notandans í sex mánuði. Í slenska ríkisstjórnin vill auka forvirkar rannsókn- arheimildir til handa lög- reglunni í baráttunni gegn skipulögðum glæpasamtök- um sem grunur leikur á að séu að skjóta rótum hér á landi. Umdeilt er hversu hraustlega verður geng- ið inn á friðhelgi einkalífs fólks ef frumvarp um þessar auknu heim- ildir lítur dagsins ljós. Meðal við- kvæmustu samskiptagagna fólks eru sms-skilaboð og tölvupóstar, oft mjög persónuleg gögn. Í lögum um fjarskipti frá árinu 2003 er skýrt kveðið á um varðveislu gagna við- skiptavina fjarskiptafyrirtækja með tilliti til friðhelgi einkalífsins. Þann- ig snýr tíundi kafli laganna að vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífsins. Þar segir í 42. grein að gögnum um fjarskiptaumferð not- enda, sem geymd eru og fjarskipta- fyrirtæki vinna úr, skuli eyða eða gera nafnlaus þegar þeirra er ekki lengur þörf við afgreiðslu ákveð- innar fjarskiptasendingar. Þó má geyma gögn sem eru nauðsynleg til reikningsgerðar fyrir áskrifendur og til uppgjörs fyrir samtengingu þar til ekki er lengur hægt að ve- fengja reikning eða hann er fyrnd- ur. Ákveðinn varnagli er þó sleginn því fjarskiptafyrirtækjum er skylt í þágu rannsókna og almannaörygg- is að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Björn Sveinsson, lög- fræðingur hjá Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS), sem hefur umsjón með framkvæmd fjarskiptalaga, segir í samtali við Fréttatímann að í því tilfelli sé ekki um að ræða eiginleg gögn heldur séu það tengi- upplýsingar sem fyrirtækin geymi. „Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að geta upplýst hver af viðskiptavinum þess er notandi tiltekins símanúm- ers, IP-tölu eða notendanafns, sem og tengingar notandans í sex mán- uði. Þeim er jafnframt óheimilt að nota þær upplýsingar eða afhenda öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi að fenginni heimild frá dómara,“ segir Björn. Það fékkst staðfest frá Símanum, Vodafone og Nova að öll fyrirtækin virða þessa sex mánaða reglu og gögnum er eytt þegar tímamörk geymslutímans eru liðin. Hann segir fjarskiptafyrirtækin hafa verklagsreglur um eyðingu gagna sem þau vinni eftir. „Við höf- um ekki skoðað það ítarlega hvern- ig fjarskiptafyrirtækin vinna eftir þessum reglum og umgangast við- skiptavini sína. Það er ekki útilokað að við hefjum rannsókn á því,“ seg- ir Björn og bætir við að stofnunin hafi ekki fengið neinar kvartanir frá viðskiptavinum fjarskiptafyrir- tækjanna vegna langs geymslutíma gagna. „Það er frekar að fólk vilji komast í gögn lengra aftur í tímann heldur en hitt,“ segir Björn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Símafyrirtæki geyma upplýs- ingar í hálft ár Lögregla og ákæruvald geta nálgast tengiupplýsingar um við- skiptavini símafyrirtækja sex mánuði aftur í tímann. Misjafnt er eftir fyrirtækjum hversu lengi gögn eins og sms-skilaboð og tölvupóstar eru geymd. Á s k r i f t í síma 578-4800 og á w w w.rit.is Tryggðu þér eintak á næsta blaðsölustað Hvernig umgangast fjarskiptafyrirtækin viðkvæm og oft mjög persónuleg gögn? Fréttatíminn sendi fyrirspurnir á þrjú stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins. Síminn Margrét Stefánsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Símans, segir í samtali við Fréttatímann að fyrirtækið hafi verklagsreglur um geymslu og eyðingu gagna líkt og lög um fjarskipti kveða á um og þær reglur hafi verið sendar til Póst- og fjarskiptastofnunar 1. mars síðastliðinn. Aðspurð um eftirfylgni innanhúss segir hún að verklagsreglur séu í flestum tilvikum byggðar inn í kerfi. „Ný gögn yfirskrifa þau eldri þegar skilgreindur geymslutími er liðinn og því þarf ekki að eyða gögnum sérstaklega,“ segir Margrét. Síminn geymir sms aðeins í þann tíma sem það tekur að koma þeim til viðskiptavinar. Tölvu- póstar á simnet.is eru geymdir á meðan póstfang er í notkun en tölvupóstar sem fara eingöngu í gegnum kerfi Símans eru ekki geymdir. Aðspurð hvernig Síminn tryggi trúnaðarleynd á gögnum viðskiptavina sinna segir Margrét að það sé gert með samningum við starfsmenn og verktaka, með varklagsreglum og þjálfun og með eftirliti og úttektum. Vodafone Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að Vodafone hafi sett sér ítarlega upplýsingaöryggisstefnu þar sem fram komi meðal annars eftirfylgni við verklags- reglur. „Vodafone geymir ekki innihald sms-skeyta við- skiptavina né heldur innihald tölvupósta sem fluttir eru um kerfin. Við erum með skráðar hjá okkur upplýsingar um SMS-skeytasendingar vegna gjaldfærslna, en innihald skeytanna skráist hvergi hjá okkur og enginn hér hefur tök á að sjá hvað fer manna á milli – ekki frekar en í símtölum í kerfinu okkar. Varðandi geymslu á tölvupósti sem er vist- aður hjá okkur – t.d. tölvupósti sem sendur er á internet. is-netföng – þá er vistun á honum algjörlega í höndum notandans. Póstur er vistaður á netþjónum hjá okkur, en ef notandinn sjálfur eyðir umræddum pósti þá er hann horfinn og ekki eru geymd af honum afrit. Kerfisstjóri hefur eftir krókaleiðum aðgang að þeim póstum en hefur einungis heimild til að nálgast hann að undangegnum dómsúrskurði um slíkt eða lögregla kallar eftir þeim í sam- ræmi við fjarskiptalög,“ segir Hrannar. Aðspurður hvernig Vodafone tryggi trúnaðarleynd á gögnum viðskiptavina sinna segir Hrannar að allir starfsmenn Vodafone séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart viðskiptavinum og hafi undirritað yfirlýsingu þess efnis. „Brot á þeirri trúnaðar- skyldu eru litin mjög alvarlegum augum. Að sama skapi á að vera tryggt að starfsmenn hafi ekki aðgang að öðrum upplýsingum en þeim sem þeir þurfa starfs sín vegna að komast í. Því má svo bæta við að umgengni starfs- manna um kerfin okkar er skráð og fyrir vikið er auðvelt fyrir stjórnendur að sjá hverjir hafa sótt trúnaðargögn, ef grunur kemur upp um misnotkun,“ segir Hrannar. Nova Margrét Tryggvadóttir hjá Nova segir að Nova hafi verklagsreglur og ákveðnir ferlar tryggi að starfsmenn og tæknikerfi virði þær reglur sem gilda um með- ferð gagna. Nova geymir ekki tölvupósta viðskiptavina sinna og sms-skilaboð eru geymd í nokkra mánuði, að sögn Margrétar. Aðspurð hvernig Nova tryggi trúnað- arleynd á gögnum viðskipta- vina sinna svarar Margrét að það sé gert með virkri vernd gagna, ferli við skráningu, takmörkuðu aðgengi að gögnum og trúnaðarkröfu til starfsmanna. 16 fréttir Helgin 18.-20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.