Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 22

Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 22
Ég hætti ekki fyrr en ég fæ barn. Það er bara þannig. Ef þú ert ekki með leg hefurðu engin úrræði. Konur mega ekki ráða því sjálfar hvort þær vilja ganga með barn fyrir þig. Ég var alltaf mjög andsnúin stað-göngumæðrun. Ég tel mig vera femínista og fannst þetta alls ekki vera rétt leið. Þegar ég áttaði mig á því að við hjónin ættum nánast enga mögu- leika á að eignast barn á Íslandi fór ég að lesa mér til um staðgöngumæðrun og hef breytt algjörlega um afstöðu,“ segir íslensk kona sem á þá ósk heit- asta að eignast barn. Hún hefur átta sinnum farið í tæknifrjóvgun og þau hjónin hafa verið í ættleiðingarferli í sex ár. Nú er svo komið að þau geta ekki lengur sótt um ættleiðingu sökum aldurs. Þau vilja því leita til staðgöngu- móður í Bandaríkjunum og vegna þess að íslensk lög heimila ekki slíkt þora þau ekki að koma fram undir nafni. Hjónin telja síðasta hálmstráið vera að íslensk stjórnvöld leyfi staðgöngu- mæðrun eða nái samningum við lönd sem heimili fólki á fimmtugsaldri að ættleiða börn. Eftir langa baráttu eru hjónin ekki bjartsýn á að slíkt gerist. „Ég hætti ekki fyrr en ég fæ barn. Það er bara þannig.“ Konan getur ekki, af líffræðilegum ástæðum, eignast barn en hún hefur með aðstoð Artmedica gert margar til- raunir til þess að verða þunguð. „Þetta hafa verið erfið ár með gríðarlegum sveiflum, erfiðum hormónameð- ferðum og miklum gráti. Ég hef bætt á mig 30 kílóum á þessum tíma og verið í miklu ójafnvægi.“ Hún gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega fyrir sinnuleysi í ættleiðing- armálum. Þau setji sáralitla fjármuni í málaflokkinn og hafi látið félagið Íslenska ættleiðingu afskipt í áraraðir. „Íslensk stjórnvöld hafa staðið í vegi fyrir því að við höfum getað ættleitt. Ég lít svo á að við höfum verið dregin á asnaeyrunum öll þessi ár. Lögum og skilyrðum er reglulega breytt og dómsmálaráðuneytið hefur ekki beinlínis verið hjálplegt.“ Hjónin vilja nú leita aðstoðar stað- göngumóður til að eignast börn og horfa þá til Bandaríkjanna þar sem fleiri íslensk pör hafa nýtt sér stað- göngu. Í mörgum fylkjum Banda- ríkjanna er staðgöngumæðrun leyfð. Fyrirtækið Circle Surrogacy í Boston er eitt þeirra sem íslensk hjón hafa leitað til. Á vefsíðunni circlesurrogacy. com má sjá upp á hvaða þjónustu fyrirtækið býður og kostnaðinn við hana. Fyrirtækið er með eggja- og sæðisbanka og hefur milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir pör og einhleypa. Fyrirtækið annast líka trygginga- mál og pappírsvinnu fyrir verðandi foreldra. „Hversu oft sem maður hefur brennt sig, kemst maður aldrei undan því að vona að einn daginn eignumst við barn. Það skrítna er hvað vonin getur verið sterk og skýtur rótum eins og fóstur í hjartastað. Þegar ég frétti af þessu með staðgönguna í Bandaríkj- unum leið mér eins og hjartað í mér hefði tekið kipp. Ég gat varla sofið,“ segir konan sem nú vinnur að því að fjármagna slíka ferð. Hún býst við að kostnaðurinn geti farið upp í 20 millj- ónir króna en þar af sé lögfræðikostn- aður, tryggingar og sjúkrahúskostn- aður stór hluti. Staðgöngumóðirin fái sjálf einhverjar milljónir. „Ég vil halda báðum þessum mögu- leikum opnum, ættleiðingu og stað- göngu, en það er auðvitað hrikalegt að þurfa að fara á svig við lögin til að eignast barn,“ segir hún að lokum og ítrekar algjört úrræðaleysi sitt. Í ris Lind Sæmundsdóttir, lög- fræðingur og félagi í Staðgöngu, telur umræðuna um staðgöngu- mæðrun á Íslandi vera á villi- götum. Rökrætt sé um öfgafull dæmi en baráttufólk fyrir staðgöngu hér á landi vilji fara allt aðrar leiðir. Baráttan snúist ekki um að fólk geti keypt yfirráð yfir líkama staðgöngumóður. Þvert á móti, konur eigi að hafa þann sjálfsagða rétt að taka ákvarðanir um eigin líkama og stjórna því hvort þær vilji ganga með barn fyrir aðra. Konur hafa ekki þetta val hér á landi þar sem staðganga er óheimil. „Við viljum að full staðganga verði heimiluð í velgjörðarskyni fyrir fólk sem af líffræðilegum ástæðum getur ekki eignast börn með eðlilegum hætti. Við viljum að staðganga verði samþykkt undir ströngum skilyrðum. Aldrei sé um greiðslu til staðgöngumóður að ræða og hvatinn geti því ekki verið fjárhagsleg- ur. Eini ávinningur staðgöngumóður sé ánægjan af því að hjálpa öðrum að eign- ast barn. Við vitum um konur hér á landi sem eru tilbúnar að gera það. Konur sem hafa gengið með fleiri en eitt barn og vita vel um hvað málið snýst. Félagið Staðganga er alfarið á móti staðgönguiðnaði og að réttindi kvenna í bágum félagslegum aðstæðum séu mis- notaðar.“ Í málamyndasamböndum til að eignast barn Íris Lind hefur glímt við veikindi og þess vegna velt fyrir sér þeim möguleika að leita aðstoðar staðgöngumóður. Hún seg- ir málið sér kært af mörgum ástæðum og hún eigi vinkonur þar sem önnur vilji ganga með barn fyrir hina. „Lagaumhverfi um eggjagjöf heimil- ar samkynhneigðri konu að ganga með barn sambýliskonu sinnar. Þannig verða þær báðar löglegar mæður barnsins sem fæðist. Eins og lögin eru í dag bjóða þau upp á að gagnkynhneigðar konur í sam- böndum með karlmönnum skrái sig í sambúð með öðrum konum með þetta eitt að markmiði. Sæði getur komið úr mönnunum þeirra.“ Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að gagnkynhneigt par á Íslandi hafi skil- ið á pappírum til að undirbúa barneign með þessum hætti. Konan ætli að skrá sig í samband með annarri konu sem vill verða staðgöngumóðir fyrir parið. Engin kúgun Félagið Staðganga styður þingsályktun- artillögu sem Ragnheiður Elín Árna- dóttir lagði fram í nóvember um að heim- ila staðgöngu í velgjörðarskyni. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur lengi reynt að eignast barn með konunni sinni. Hann er félagi í Stað- göngu og segir tillöguna stuðla að jafn- ræði því núverandi lög mismuni fólki eftir því hvers konar ófrjósemi það glími við. „Ef þú ert ekki með eggjastokka geturðu fengið gjafaegg. Konur fá að taka sjálf- stæða ákvörðun um hvort þær gefi egg og engum dettur í hug að þær séu kúgaðar til að gefa öðrum egg. Enda er það svo að konur þurfa oft að fá egg frá ókunnugum vegna þess að nánir aðstandendur treysta sér ekki til að gefa egg. Ef þú ert ekki með leg hefurðu engin úrræði. Konur mega ekki ráða því sjálfar hvort þær vilja ganga með barn fyrir þig. Þessir hópar hafa því ekki sömu réttindi og það skiptir sem sagt máli hvort þú ert með leg eða eggjastokka. Eins getur kona tekið ákvörðun um hvort hún vilji gefa úr sér nýra, sem er mun hættulegra en að ganga með barn. Engum dettur í hug að hún sé kúguð til að gera það. Engum dettur í hug að hér á Íslandi fari fram verslun með líffæri eða kynfrumur kvenna,“ segir hann og bendir á að stað- ganga sé yfirleitt gerð tortryggileg með þeim rökum að um kúgun á staðgöngu- móður sé að ræða. „Rannsóknir sýna að staðgöngumæðr- un gengur yfirleitt vel á Vesturlöndum og konur taka sjálfstæða og upplýsta ákvörð- un um að gerast staðgöngumæður. Laga- og siðfræðiráð ESHRE (European Society of Human Reproduction and Embryologi) ályktar að staðgöngumæðrun í velgjörð- arskyni sé viðurkennt úrræði fyrir kon- ur sem ekki geta gengið með barn. Og það er mikilvægt að koma því að að eng- inn líffræðilegur skyldleiki er milli stað- göngumóður og barns þegar um fulla staðgöngu er að ræða.“ Íris Lind segir að ákjósanlegast væri að yfirvöld tryggðu ófrjóu fólki sanngjarnt lagaumhverfi. Öll umgjörð um staðgöng- una yrði að vera fagleg og með aðkomu færustu sérfræðinga. „Staðgöngumóð- irin og framtíðarforeldrar yrðu að undir- gangast mat félagsfræðinga og sálfræð- inga svo að allir viti út í hvað er farið. Skilyrðin fyrir staðgöngu yrðu mörg. Möguleg staðgöngumóðir þarf að hafa eignast barn áður og meðganga og fæð- ing þarf að hafa gengið vel. Henni þarf að tryggja alla nauðsynlega ráðgjöf og allur hennar réttur þarf að vera tryggður.“ Lagt er til að úrræðið sé eingöngu fyrir íslenska ríkisborgara og staðgöngumæð- urnar yrðu einnig að vera íslenskir ríkis- borgarar. Það er til að koma í veg fyrir að fólk sæki hingað frá útlöndum til að notfæra sér úrræðið. Staðgöngumóðir legði ekki til kyn- frumur heldur verðandi foreldrar og gert yrði bindandi samkomulag um stað- göngumæðrunina. „Það er mikil synd að fólk þurfi að fara á svig við lögin. Þetta fólk hefur jafnan glímt við ófrjósemi af völdum sjúkdóma og jafnvel fengið synjun um ættleiðingu,“ segir Íris Lind að lokum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þráin eftir barni Íslensk hjón undirbúa ferð til Bandaríkjanna þar sem þau vilja fá aðstoð staðgöngumóður við að eignast barn. Hjónin geta hvorki eignast barn með tæknifrjóvgun né ættleiðingu. Vilja staðgöngu í velgjörðarskyni Konur eiga að hafa val um hvort þær vilji gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni án þess að greitt sé fyrir hjálpina. Það er skoðun félaga í Staðgöngu sem Þóra Tómasdóttir ræddi við. Íris Lind Sæmundsdóttir vill að yfirvöld tryggi ófrjóu fólki sanngjarnt lagaumhverfi. L jó sm yn d/ H ar i 22 fréttaskýring Helgin 18.-20. mars 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.