Fréttatíminn - 18.03.2011, Qupperneq 34
Tveir mætir menn komu á framfæri athugasemdum um orðalag í
greinarkorni um ágæta bók Þorgríms Gestssonar um Laugarnes-
ið. Annar taldi ofsagt að afi og amma Þorgríms, sem settust að í
Laugarnesi 1915, hefðu verið „leiðtogar“ í hópi þeirra sem settust
að á svæðinu frá Rauðará að Bústöðum á liðinni öld á eignafestu-
löndum. Það er rétt að eignafestulönd voru komin í notkun miklu
fyrr og þau hjón voru ábúendur á nær þúsund ára býli. Það er áréttað hér með að þar
var munur á þótt ekki verði bakkað með að Þorgrímur og Ingibjörg Þóra hafi verið
leiðtogar fyrir byggðina á þessum slóðum lengi – í ýmsum skilningi.
Hin athugasemdin við greinarkornið laut að gáleysislegu tali um arfleifð Geirs Zoëga
og var varpað fram þeirri spurningu hvort nokkuð stæði eftir af húsum hans, utan
þau sem hann byggði börnum sínum. Jú, kvað karl einn úr bænum; hesthúsið hans og
hlaðan stendur milli húsanna við Ránar- og Vesturgötu og var lengi heimili Gunnars
Huseby. Þá var reyndar ótalin lengjan neðst á Vesturgötunni norðanmegin: pakkhúsin,
sem þekktust eru sem Naust, og beggja vegna tvö hús sem Geir ku hafa reist. Sóma
borgaryfirvalda er í því efni borgið þótt þau hafi heimilað stórbygginguna sem Karl í
Pelsinum reisti norðan við Vesturgötulengju Geirs ... alltof stóra -pbb
Áréttingar og leiðrétting
Bókardómur IS(not)
F imm pólskir ljósmyndarar fengu jafn marga íslenska rithöfunda til liðs við sig, ferðuðust um Ís-
land 2010 og er afrakstur þess sam-
starfs sýning og bók. Hingað komu
nokkrir af ljósmyndurum Póllands af
yngri kynslóðinni sem allir tilheyra
hópnum Sputnik photos. Þeir kynntust
eigin augum, gegnum linsuna og með
leiðsögn, frásögn og samfylgd íslensku
höfundanna landi sem þeir þekktu bara
af orðspori, klisjum auglýsinganna, og
fyrir þeim opnaðist nýr heimur sem
rímaði illa við yfirskin ferðaiðnaðarins.
Bókin, sem dregur sumpart saman í
eitt texta og mynd, er fallegur gripur og
verður klárlega eftirsóttur safngripur,
svo lítið er upplagið. Hún er ekki til sölu
en fæst gegn styrk til sýningarhaldsins,
en verkefnið er ríkulega styrkt af ýmsum
evrópskum sjóðum. Textar Hermanns,
Huldars, Kristínar, Sindra og Sigurbjarg-
ar birtast að mestu á ensku en að litlum
hluta á íslensku og eru í öllum tilvikum
hugleiðing/ferðasaga, vitrun í nýjum
félagsskap og vitneskja um gestinn sem
leitar uppi þau sjónrænu minni sem kalla
hæst á hann.
Þannig liggur leið tveggja í Árnes-
hrepp á Ströndum, annað par þræðir
sambýli vatns og þjóðar, tvö leita uppi
ófreska menn, tveir einangraða staði
og einangrað fólk – svarthvítt stöff – og
Huldar sest upp í bíl; hvað annað? Þetta
er að öllu leyti vel heppnað verk. Hér má
greinilega sjá að gestir líta okkur öðrum
augum gegnum linsuna en okkar menn:
Hráleikinn er háværari og hin mynd-
rænu mótíf koma á óvart þótt í bland
flækist kunnugleg minni úr íslenskri
samtímaljósmyndun. Mest þykir mér til
ferðalagsmynda Rafals Milach og Mic-
hals Luczak koma.
Textavinnsla íslensku höfundanna er
heimabrugg. Áhugasvið þeirra fimm
er afar mismunandi og komið á erlenda
tungu verður hluti textans heimóttar-
legur, það bregður fyrir blygðun í
honum, einhverri afsökun fyrir að vera
til, posttveirnúllnúllátta-trámað étur
okkur að innan um sinn. En þau skilja öll
konseftið og eru að reyna að skoða okkur
að utan; líklega hafa myndir samferða-
manna þeirra komið þeim á óvart, rétt
eins og þær koma okkur á óvart.
Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði
Póllands og EES/EFTA-ríkjanna, Ís-
lands, Liechtenstein og Noregs. Á heima-
slóðum gestanna fer sýningin um Danzig
hina fornu og í apríl verður opnuð sýning
í Bielsko-Biala og í Varsjá í júní. Andrzej
Kramarz er sýningarstjóri og ritstjóri
bókarinnar IS(not).
Hugleiðingar sýningarstjóranna um
goðmagn eyjunnar og eðli hennar eru
þeim öllum hugstæð. Í verki er verið að
skoða jaðarinn á álfunni, norðan við okk-
ur er hjarnið og ísbreiðan. Huldar orðar
það svo að við förum úr borginni til að
sjá skrýtna fólkið sem við höfum komið
okkur upp sem er þó bara við sjálf. Sýn-
ingin og bókin er því merkilegur spegill
sem við skulum skoða okkur til ánægju; í
Breiðholti eða Hveragerði. Við þangað.
IS(not)
Hermann Stefánsson
Huldar Breiðfjörð
Kristín Heiða Kristinsdóttir
Sindri Freysson
Sigurbjörg Þrastardóttir
Rafal Milach
Agnieszka Rayss
Jan Brykczynski
Michal Luczak
Adam Panczuk
Sputnik Photos 2011
Hinir dauðu
Viðar Sundstöl
Kristín R. Thorlacius þýddi
175 bls.
Uppheimar 2011
34 bækur Helgin 18.-20. mars 2011
Bókardómur HInIr dauðu VIðar SundStöl
Betri næring – betra líf
eftir Kolbrúnu Björnsdótt-
ur grasalækni vippar sér
í efsta sætið á heildarlista
Eymundsson. Í forgrunni
er meltingarstarfsemin en
góð virkni hennar mun
vera undirstaða góðrar
heilsu og vellíðanar.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Gagnrýnendur greinir á um
ágæti sviðsetningar Stefáns
Baldurssonar óperustjóra á
Öllum sonum mínum sem byggir
reyndar á þeim hræðilegu
sögum sem kunnar eru af illa
byggðum og gölluðum orustu-
flugvélum sem fóru niður á
stríðsárunum. Þetta er þriðja
sviðsetningin á Sonunum. Sú
fyrsta, á vegum LR, var skömmu
eftir frumsýninguna vestanhafs.
Stefán valdi verkið á svið
snemma á árum sínum í þjóð-
leikhússtjórastól og nú er það
sýnt þriðja sinni.
Annað meistaraverk amer-
íska natúralismans mun reyndar
vera á leiðinni á svið í
Þjóðleikhúsinu: Long
Days Journey into
Night eða Húmar
hægt að kveldi eða
Löng er dags för inn
í nótt eftir því hver
þýðir verkið. Í fyrra
fréttist að Þórhildur
Þorleifsdóttir ætlaði
að sækja um styrk til
leiklistarráðs til að
setja verkið á svið
í eigin nafni með Arnari Jóns-
syni, Hilmi Snæ og Atla Rafni í
hlutverkum þeirra Tyrone-feðga
og átti Guðrún Gísla að leika
móðurina. Hvort Þórhildur
hefur sótt um og
ekki fengið fer
engum sögum af;
leiklistarráð styrkir
helst tilraunaverk-
efni fyrir yngra
liðið, ekki útlend
meistaraverk með
fullorðnum leik-
urum. Sýnir sagan.
En nú berast
þær fréttir að
sýningin komi upp
í Þjóðleikhúsinu, sem þýðir þá
að Þórhildur er þar komin aftur
til starfa – og Hilmir Snær líka.
Hin þrjú eru reyndar fastráðnir
leikarar í húsinu hvort eð er. -pbb
Amerískir meistarar á íslensk svið
Tveir bræður í skóginum Pólskar myndir, íslensk orð
Síðasta laugardag var opnuð ljósmyndasýning hér syðra sem hafði verið uppi mánuðinn fyrr
í Hofi Akureyrar. Sunnan heiða er henni tvískipt milli sýningarstaða, Listasafns Árnesinga í
Hveragerði og Gerðubergs í Breiðholtinu. Sýningin ber enskt heiti IS(not) eða (EI)land. Hún er
nýstárleg, fallega uppsett og opnar okkur nokkuð aðra sýn á land og þjóð en við erum vön.
Samfara henni kemur út bók og henni fylgir mynddiskur.
Hér má
greinilega sjá
að gestir líta
okkur öðrum
augum gegn-
um linsuna en
okkar menn:
Hráleikinn er
háværari og
hin myndrænu
mótíf koma
á óvart þótt í
bland flækist
kunnugleg
minni úr ís-
lenskri sam-
tímaljós-
myndun.
BetrI nærIng –
Betra líF
Mannlíf við Sund
Eugene O’Neill,
höfundur Long Days
Journey into Night.
Hinir dauðu nefnist ann-
ar hluti af þríleik Viðars
Sundstöl sem kom út
nýlega hjá forlagi Upp-
heima. Sundstöl mætti
hingað upp í vikunni til
að tékka á fjölmiðlaflór-
unni og kynna bálkinn.
Fyrsta bókin um Lance
Hansen kom út í fyrra,
Land draumanna, og
kynnti okkur þennan
þumbaralega löggumann við Miklavatn á slóðum
norskra landnema og índíánaættbálka. Þar kom í
sögunni að Lance mátti hafa sig allan við að skoða
dráp á norskum strák þar við vatnið í skógi og þótt
honum bættist liðstyrkur frá Noregi dugði það
ekki til. Ódámurinn sem drap drenginn og svívirti
fannst ekki. Lance kynnti okkur fyrir helstu vinum
sínum, bróður, dóttur, fyrrum eiginkonu, gamalli
kærustu og tengdaföður í þessari fyrstu bók sem
var, eftir á að hyggja, langur inngangur að meiri
tíðindum. Sem kemur nú í ljós. Lance var sökker
fyrir gömlum sögum – í fyrstu bókinni var hann
upptekinn af hundrað ára sögu – nú og svo hafði
hann illan bifur á bróður sínum; grunaði hann um
manndráp, jafnvel morð.
Í miðbókinni um hina dauðu fer Lance í veiði-
ferð með bróður sínum. Það er vetur og þeir eru
einir inni í barrskógaþykkninu þar sem kunnugir
menn villast. Gamlir svipir eru á ferðinni: aldar-
gömul saga er rakin í skáletri – og við fylgjumst
með Lance á rápi um veiðilendurnar – þeir bræður
fá sér kaffi og halda áfram leit – sinn í hvoru lagi að
bráð. Þá skellur á ógnvekjandi veður – sams konar
hitastig og olli ísingunni á sjó hér á miðunum –
niður fellur regn sem frýs um leið og það lendir á
jörð. Yfir allt leggst klakabrynja. Lance fer að verða
viss um að hann sé ekki einn ...
Hinir dauðu er fantavel skrifuð bók, spennandi
og tælandi í þýðingu Kristínar Thorlacius. Hún
verður nánast óbærilega spennandi er á líður og
Sundstöl kann mikið fyrir sér í nákvæmum lýs-
ingum á veðurfari í skóglendi, myrkri og kulda.
Nógu lofi var hlaðið á Land draumanna; Riverton-
verðlaununum norsku og tilnefningu til Glerlykils-
ins 2009. Þessi saga er miklu merkilegri í frásögn
og sniði, svolítið mórölsk í samslætti tveggja tíma
– Kain og Abel og það allt – en flottur krimmi. pbb
Viðar Sundstöl
Úr myndröðinni Hid-
den people eftir Adam
Panczuk en fyrir hana
hreppti hann annað
sæti í ljósmynda-
keppninni Picture of
the Year International
nú í febrúar.
Opið Alla daga frá 12:00 til 18:00