Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 38
38 matur Helgin 18.-20. mars 2011
Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld
Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. www.weber.is
Frábær hjálparáhöld til pizzugerðar frá Weber
Þ ótt pizzan sé vissulega ítölsk (frá Napóli) er hún sennilega einn vinsælasti matur ver-aldar í dag, að undanskildum hrísgrjónum
auðvitað. Bandaríkin fá þó sjálfsagt heiðurinn af
velgengni hennar og útbreiðslu, þökk sé vinæld-
um skyndibitans. Í dag borðar Kaninn einar 350
sneiðar á sekúndu eða um 12 kíló á mann á ári –
sem er slatti. Við hér á Fróni erum þó engir auk-
visar þegar kemur að pizzuáti. Veitingastaðurinn
Hornið kynnti Íslendingum fyrir góðum pizzum
í Hafnarstrætinu í upphafi níunda áratugarins og
hið geysivinsæla Pizzahús við Grensásveg fór svo
að senda okkur hana heim og það varð ekki aftur
snúið.
Margaritha-pizzan er vinsæl meðal barna og
svo eru tæp 40% seld með pepperoni. Konur kjósa
helmingi oftar grænmeti á bökuna en karlar sem
vilja gjarna kjöt, og mikið af því. Í Japan er smokk-
fiskur vinsæll, á Indlandi engifer og tofu, í Brasi-
líu grænar baunir og í Rússlandi er vinsælasta
áleggið blanda gerð úr sardínum, túnfiski, makríl,
laxi og lauk. Ástralar kjósa hins vegar rækju og
ananas en í Sádi-Arabíu er aðeins valið nautakjöt.
Eflaust er þetta lykilþáttur í vinsældum pizz-
unnar – maður gerir bara það sem manni þykir
best. Þótt margir líti á pizzu sem skyndibita getur
góð pizza eftir manns eigin kenjum verið hinn
mesti lúxusmatur. Það er líka snilld að para vín
með pizzum, sérstaklega rauðvín; maður notar
einfaldlega það álegg sem maður telur passa best
við það glas sem maður hefur í hendi í það skiptið.
Í raun er frelsið algjört í þessum efnum; það má
velja ýmsa osta, grænmeti, kjöt, sósur og fleira.
Og ekki gleyma því að pizzur þurfa ekki endilega
alltaf að vera með tómatsósu. Það er frábært að
nota olíur sem sósu líka.
Tími fyrir heimabakaða lúxuspizzu
Hér koma
nokkrar
góðar sem
hver á sinn
máta er
sannkölluð
veisla
Tómatsósa (sjá uppskrift),
ferskur mozzarella, grill-
aður kjúklingur, portobello-
sveppir, pesto og basil – þessi
er matarmikil og ákaflega
bragðgóð. Þekið botninn með
tómatsósunni, rífið ferskan moz-
zarella ofan á, raðið á kjúklingi
og sveppum og bætið á pesto eft-
ir smekk. Þegar pizzan er bökuð
er ferskt basil sett ofan á.
Tómatsósa, þykkar sneiðar af
mozzarella, pepperoni (eða
kryddpylsa að eigin vali),
tómatar og basil. Þekið botninn
með tómatsósunni, raðið
þykkum sneiðum af mozzarella
og tómötum á pizzuna. Þegar
pizzan er klár er gott að bæta
fersku basil á.
Tómatsósa, ítölsk skinka (prosciut-
to), klettakál og parmesan. Þekið
botninn með tómatsósunni, rífið
ferskan mozzarella ofan á og bakið.
Prófið að setja skinkuna á þegar ca. ein
mínúta er eftir, annars er gott að setja
skinkuna og klettakálið þegar
pizzan er bökuð.
Stráið síðan rifnum
parmesan ofan á og
smá slettu af ólívuolíu.
Ólívuolía, parmesan, kartöfluskífur og rós-
marín. Setjið góða olíu á botninn (extra virgin
ólívuolíu eða bragðbætta með trufflum eða
hvítlauk), stráið rifnum parmesan ofan á, þar næst
þunnum sneiðum af kartöflum. Stráið rósmaríni og
parmesan ofan á og bakið. Að bakstri loknum er
gott að krydda með salti og ólívuolíu.
Ólívuolía, bragðmikill ostur (gamall gouda,
geitaostur eða annar mygluostur), portobello-
sveppir og rauðlaukur. Setjið góða olíu á botninn,
rífið góðan ost ofan á, portobello-sveppi og
rauðlauk, e.t.v. rósmarín.
Deigið
Pizzudeigið skiptir
miklu máli og er gjarna
þrætuepli fjölskyldunn-
ar, sérstaklega þegar
kemur að því hvort það
sé of þunnt (stökkt) eða
of þykkt (brauðlegt).
Það er um að gera að
prófa sig áfram en það
sem skiptir mestu er að
deigið sé vel hnoðað og
ekki of þurrt. Of blautt
deig er erfitt viðureignar
og klísturkennt, en ef
það er hæfilega blautt,
verðlaunar það mann
margfalt til baka.
Napólí-deig
5 bollar hveiti
1¾ tsk. salt
1 tsk. ger
1¾ bolli volgt vatn
Blandið saman og
hnoðið í 4-5 mínútur.
Leyfið deiginu að jafna
sig í 5 mínútur og
hnoðið aftur í 2-4
mínútur. Best er deigið
ef það rétt nær að festa
sig við skálina. Ef það er
of klístrað, bætið þá við
smá hveiti, ef það er of
stíft er gott að bæta við
1-2 msk. af vatni. Þegar
deigið er vel hnoðað,
setjið það í skál og lokið
með plastfilmu, látið
hefast við stofuhita í
30 mín., geymið svo í
ísskáp yfir nótt. Best
er svo að taka deigið
úr ísskápnum 2 tímum
áður en það er bakað.
Ef deigið á að notast
samdægurs má láta það
standa í 60-90 mínútur
við stofuhita. Skiptið
því í sex kúlur sem
fletjast svo út í botna á
hveitistráðu borði.
Sósan
Þótt aðgengið að til-
búnum pizzusósum
sé gott þá verður að
segjast að það er
best að sleppa þeim
og búa til sína eigin,
sem er afar einfalt.
Kaupið tómata í dós
og bragðbætið að
eigin smekk, t.d.
með 1-2 pressuðum
hvítlauksgeirum,
ólívuolíu og smá
salti. Með þessu fæst
gott tómatbragð
sem nýtur sín með
þeim áleggstegund-
umum sem fyrir
valinu verða. Fyrir
þá sem vilja bragð
af oregano eða basil
er auðvitað ekkert
mál að bæta því
út í, en einnig má
krydda pizzurnar
sjálfar fyrir þá sem
það vilja.
Baksturinn/ofninn
Lykilatriði við
pizzubakstur er
mikill hiti. Til að sem
bestur árangur náist
þarf að baka pizzuna
hratt, bæði að ofan
og neðan, þ.e. fá
botninn stökkan og
áleggið vel eldað.
Hægt er að kaupa
litla pizzuofna sem
einfaldlega eru
geymdir uppi í hillu
og skellt á borðið
þegar á að baka.
Þeir eru með góðum
steinbotni og ná
ákaflega háum hita.
Á góðum degi klárar
ofninn einfalda böku
á 3-4 mínútum.
Pizzusteinar
eru mjög
góðir til
að ná
botn-
inum
stökkum og góðum.
Hægt er að fá ýmsar
tegundir af þeim.
Lykilatriði þegar
nota á pizzustein í
ofni er að nota undir-
og yfirhita og hafa
steininn neðarlega í
ofninum.
Það er líka frábært
að grilla pizzur. Til
þess má notast við
sérstaka pizzusteina,
t.d. frá Weber. Passa
bara að steinninn
sé sjóðandi heitur
þegar pizzan fer á
hann og alls ekki
hafa grillið opið
nema rétt þann tíma
sem tekur að smella
henni á steininn.
Osturinn
Vinsælast er
eflaust að nota
tilbúinn pizzuost
í pokum og skella
honum á bökurnar
sínar, slíkt er auð-
vitað hið besta
mál. Með ferskum
mozzarella-osti
opnast hins vegar
leiðin að hinni
fullkomnu pizzu
því ekkert jafnast
á við þennan
mjúka og milda ost
á pizzuna. Þegar
hann er settur
beint á sósuna
og pizzan bökuð
við háan hita,
blandast sósan og
osturinn svo yndis-
lega saman að
leitun er að öðru
eins góðgæti.
Weber pizzusteinn.