Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 46

Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 46
46 tíska Helgin 18.-20. mars 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Smáa letrið mikilvægast Snyrtivörurnar sem ég nota gagnast mér ágætlega. Sjampó sem lyktar vel, púður sem hylur og maskari sem framfylgir þeim litlu kröfum sem ég geri. Meira þarf ég ekki. Ég fjárfesti yfirleitt í sömu vörunum og pæli lítið í innihaldinu. Um daginn datt ég inn í samræður nokkurra stelpna sem ræddu um snyrtivörur; hverjar ætti að nota og hverjar ætti ekki að nota. Þar lærði ég alls konar ný orð og nýjar áherslur. Áherslur sem ég hafði lítið sem ekkert hugsað út í og voru fjarlægar öllu því sem ég pæli í dagsdaglega. Þarna fékk ég heldur betur að heyra hve inni- hald snyrtivara skipti miklu máli og hve nauð- synlegt væri að velja vandlega eftir því. Mikil- vægt er að þær séu úr náttúrulegum efnum, lausar við eiturefni sem oft er troðið í þessar vörur. Já, aldrei nokkurn tíma hef ég gefið mér tíma, lesið smáa letrið á snyrtivörunni sem ég ætla að fjárfesta í eða skilað henni vegna þess að hún innihélt nokkur para ben – eitt af eitur- efnunum sem ég hafði aldrei heyrt um. Það er skrítið hvað maður veit lítið um svona lagað. Þetta ætti í rauninni að skipta okkur meira máli og okkur ætti ekki að vera sama hvað við berum á okkur. Því efnin sem við ber- um á okkur leita inn í húðina og þar af leiðandi í blóðið. Þess vegna eru bestu snyrtivörurnar þær sem við getum sett ofan í okkur. Carrie Bradshaw helsta fyrirmyndin Kristveig Lárusdóttir er tvítug og stundar nám á viðskipta- og hagfræðibraut í Mennta- skólanum í Kópavogi. Með náminu vinnur hún á elliheimilinu Sunnuhlíð, sem og í Þjóð- leikhúsinu. Í frítímanum finnst henni allra skemmtilegast að ferðast og dansa og hefur mikinn áhuga á tísku og tónlist. „Stíllinn minn er svolítið rokkaralegur, blandaður í glamúr. Ég legg þó mikið upp úr því að fötin sem ég klæðist séu þægileg og kaupi aðallega það sem mér finnst sjálfri flott. Ég kaupi fötin mín helst í útlöndum og Urban Outfitters og H&M eru í miklu uppáhaldi. Mín helsta fyrirmynd þegar kemur að tísku er Carrie Bradshaw. Hún er alltaf flott og hefur verið í miklu uppáhaldi síðustu ár. Þótt hún sé ekki til í alvöru er stílistinn hennar snillingur. Svo skoða mikið af tískubloggum, sérstaklega síður eins og lookbook.nu og Carolinesmode.com. Annars fæ ég helst innblástur frá fólkinu á götunni. Alls staðar að.“ 5 dagar dress Föstudagur Skór: Dúkkuhúsið Sokkabuxur: H&M Kjóll: Dúkkuhúsið Skinn: Asos Eyrnalokkar: Top Shop Armband: Flóamarkaður Nei er ekkert svar Á síðustu miss- erum hefur söngvarinn Kanye West stundað tísku- sýningar af miklu kappi. Hann hefur setið á fremsta bekk á hverri tískusýningunni af annarri, flogið milli borga og er oftar en ekki heið- ursgestur sýn- Nýtt lakk slær í gegn Máttur auglýsinganna er augljóslega magnaður. Þegar tískufrömuðurnir hjá Chanel koma með nýtt naglalakk á markaðinn fer það beint á toppinn. Í fyrra gerði brúna naglalakkið Chanel 505 allt vitlaust og var kosið naglalakk ársins 2010. Önnur hver kona var lökkuð á tám og fingrum með þeim lit. Lakkið kláraðist víðs vegar um heim og voru haldin uppboð fyrir þær sem vildu ekki missa af nýjasta trendinu. Í janúar setti Chanel á markaðinn nýjan lit sem fékk nafnið Chanel 513 og að sögn tískugagagnrýnenda mun liturinn að öllum líkindum verða vinsælli en sá forverinn. Liturinn er málmgrár með miklum glansi og ljómar stórkostlega. Rachel Zoe stílisti ársins Árið 2011 byrjar vel fyrir stjörnustílistann Rachel Zoe. Auk þess að eiga á von á sínu fyrsta barni í lok mars, hefur hún hlotið titilinn besti stílistinn 2010 af hendi The Hollywood Reporter. Hún er eftirsóttasti stílistinn meðal stjarnanna í Holly- wood og tekur tæplega 1,2 milljónir íslenskra króna fyrir hvert verkefni sem hún tekur að sér. Þetta er mikið fjárhagslegt stökk fyrir hana því fyrir nokkrum árum hafði hún aðeins tvær milljónir í árstekjur. Rachel hefur unnið fyrir stjörnur á borð við Nicole Richie, Cameron Diaz, Keira Knightley og fleiri. Í vor mun hún kynna nýja fatamerkið The Rachel Zoe Collection þar sem hægt verður að kaupa flíkur sem hún hefur hannað. ingarinnar. Hins vegar lenti hann í leiðinlegri uppákomu á tískuviku í París í síðustu viku. Hann hafði ekki fengið boðskort á tískusýningu Alexanders McQueen, leit á það sem leiðinda mistök og mætti á sýn- inguna. Þar ver honum vinsamlega vísað frá en hann tók ekki mark á því svari og laumaði sér inn baksviðs, ánægður með að fá innsýn í nýj- ustu línu McQueens. Miðvikudagur Skór: Zara Sokkabuxur: Gina Tricot Kjóll: H&M Jakki: Top Shop Hálsmen: Verk vinkonu Veski: H&M Fimmtudagur Skór: Mania Buxur: Urban Outfitters Bolur: Top Shop Jakki: H&M Eyrnalokkar: H&M Mánudagur Skór: Converse Leggings: Zara Bolur: Vero Moda Skyrta: Asos – strákadeild Jakki: Sautján Þriðjudagur Skór: Fókus Buxur: Top Shop Bolur: Top Shop Toppur: Urban Outfitters Jakki: Top Shop

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.