Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 52

Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 52
52 dægurmál Helgin 18.-20. mars 2011 Það var ekkert vandræða- legt við þetta. JEPPADEKK BFGoodrich Reykjanesb æ Rey kjavík Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - 420 3330 Sérfræðingar í bílum L eikarinn Bjartur Guð-mundsson birtist í fyrsta sinn sem persónan Hlölli í gaman- þáttunum Makalaus á Skjá einum á fimmtudagskvöld og innkoma hans fór vart fram hjá nokkrum áhorfanda þar sem kappinn berháttaði sig fyrir framan tökuvélarnar í atriði þar sem Hlölli lendir í klónum á hinni kræfu og vergjörnu Ósk, bestu vinkonu aðalpersónunnar Lilju. „Jájá, mikið rétt, ég var alveg alls- ber,“ segir Bjartur hinn hressasti. „Tökuliðinu var haldið í lágmarki á meðan á þessu stóð svo að það myndaðist ekki einhver vandræðaleg stemning þarna. En þetta var hins vegar einhvern veginn aldrei neitt mál. Tökufólkið er allt fagfólk fram í fingurgóma og fókusinn var allur á að gera þetta bara vel og að þetta kæmi allt eðlilega út. Það var ekkert vandræðalegt við þetta.“ Bjartur segir að atriðið hafi í eðli sínu kallað á að hann sýndi allt. „Ég sá þetta ekki áður en þátturinn fór út og treysti mér nú ekki til þess að lofa því að allt verði sýnt,“ sagði Bjartur á útsendingarkvöldinu en hann átti þó síður von á því að það allra heilagasta slyppi við að verða viðrað á öldum ljósvakans. „Tökurnar voru í það minnsta þannig að allt var í mynd.“ Bjartur var þó með öllu kvíðalaus fyrir útsendinguna á fimmtudags- kvöld og sagðist ekki hafa séð neina sérstaka ástæðu til að vara fólk við því að hann gæti mögulega birst á tillanum á skjánum. „Ég er búinn að búa konuna mína undir þetta og þá allra nánustu. Þetta hefur þá bara komið hinum á óvart og ég vona að það hafi ekki verið of mikið sjokk.“ -þþ  bjartur Guðmundsson Fór úr öLLu í makaLaus Ekkert vandræðalegt við að sýna það allra heilagasta I lmvötn listakonunnar og ilmhönnuðarins Andreu Maack eru nú fáanleg í tíu löndum. Ilmvötnin eru íslensk-frönsk og eiga uppruna sinn að rekja til myndlistarverka Andreu. Þau eru þrjú talsins; Smart, Craft og Sharp. Önnur tvö eru væntanleg seinna á árinu. Andrea er einn af fjölmörgum styrkþegum Aurora hönnunarsjóðsins en Rannsóknarmiðstöð skapandi greina hjá Við- skiptafræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í vikunni árangursmat á starfsemi Hönnunarsjóðs Auroru og Kraums tónlistarsjóðs. Andrea hefur í tvígang hlotið styrk úr hönnunar- sjóði Auroru, sem veitti henni mikla hjálp við fram- leiðsluna. „Þegar ég sótti fyrst um styrk hjá Auroru var ilmurinn sjálfur tilbúinn, en umgjörðin ekki. Okkur vantaði fjármagn til að þróa vöruna betur, umbúðirnar, markaðssetningu og fleira. Í það fór fyrsti styrkurinn sem mér var veittur úr sjóðnum. Ég hafði loksins fjármagn til að klára það sem ég var byrjuð á,“ segir Andrea. „Eftir að ég fékk fyrsta styrkinn fór boltinn að rúlla. Þegar ég fékk síðari styrkinn var varan tilbúin og hann var því helst notaður í markaðs- setningu og kynningu erlendis. Styrkirnir tveir hafa hjálpað mér mikið og komið mér þangað sem ég er í dag. Ég er gríðarlega þakklát.“ -kp  andrea maack FLeIrI ILmIr á LeIðInnI Selur ilmvötn í tíu löndum Tökum á Makalaus lauk fyrir viku og Bjartur heldur nú að mestu til í Borgarnesi þar sem hann leik- stýrir mennt- skælingum í Dark Side of the Moon sem byggist á sam- nefndri plötu Pink Floyd. Powerade, einbeiting og enginn svefn Listmálararnir Sigtryggur B. Baldvinsson og Þorri Hrings- son opna um helgina sýningu á nýjum verkum í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Þeir eiga það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna á nánast ofurraunsæjan ljósmynda- legan hátt. „Stundum er þetta eins og realismi en stundum verða verkin mjög abstrakt. Á þessari sýningu eru reyndar flest verkin í fyrri flokknum,“ segir Sigtryggur um sinn hluta sýningarinnar. Vatn er í aðalhlutverki í verkum Sigtryggs, þar á meðal í mann- hæðar hárri mynd sem kennd er við Fjaðrá. Að sögn Sigtryggs var sú mynd máluð í tveimur löngum lotum. „Þetta voru tvær sólar- hringslangar tarnir, sem snerust um einbeitingu, Powerade og skort á svefni. Til að ná þessari áferð mátti málningin ekki storkna meðan á vinnunni stóð.“ Sýning þeirra félaga kallast Varanlegt augnablik. Hún var í Listasafninu á Akureyri í byrjun árs en verður opnuð í Hafnarborg á laugardag klukkan 15.  haFnarborG sIGtryGGur oG ÞorrI Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.