Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 21

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 21
Nýtt frá Nordisk Grafisk Union Verkalýðssögusafnið í Tammer- fors fær menningarverðlaun NGU Nordisk Grafisk Union hefur frá 1990 árlega veitt menningarverðlaun að upphæð 30.000 sænskar krónur. Verðlaunin má veita einum eða fleiri félögum í aðildarsamböndum NGU, listamönnum, menningarfrömuðum eða samtökum. Stjórn NGU hefur ákveðið að menningarverðlaun NGU árið 1992 verði veitt Verkalýðssögusafninu í Tammerfors. Þetta safn varðveitir verkalýðsmenningu og hóf starfsemi í lok 8. áratugarins. Safnið fær, varðveitir, rannsakar og sýnir hluti og hugverk sem varða sögu og hefðir verkalýðsins. Áhuginn beinist einkum að hinu iðnvædda borgarsamfélagi, sem hefur valdið miklum breytingum á vinnunni, hög- um verkalýðsins og verkalýðshreyf- ingunni. Félag bókagerðarmanna í Finnlandi hefur tekið að sér að afhenda Verka- lýðssögusafninu í Tammerfors menn- ingarverðlaunin við hentugt tækifæri. Því má bæta við að safnið mun líklega bæta styrknum við fjársöfnun sem hafin er. Meiningin er að reyna að kaupa safninu fastan samastað. Tillögur NGU um starfsáætlun EGF Á aðalfundi Evrópusambands bóka- gerðarmanna (EGF) í Lundúnum 1991 var m.a. ákveðið að endurskoða starfsáætlunina. Vegna þessa hefur EGF í ár sent út fyrirspurnir um skoð- anir aðildarsambandanna á nýrri starfsáætlun. Nordisk Grafisk Union (NGU) hefur samhæft sjónarmið norrænu sam- bandanna. Niðurstaðan er sérstök til- laga í sex liðum, sem varða eftirfar- andi: Evrópubandalagið eftir 1992; Frelsi verkalýðsins yfir landamærin; Verkalýðsréttindi í samsteypum; Fjöl- þjóðlegir kjarasamningar, Alþjóðlegar verkfallsaðgerðir og Vinnurétturinn og EB. Hverjum lið lýkur með ákveðinni afstöðu. Hvað varðar iðnnám, framhalds- og endurmenntun hafa NGU-samböndin einnig ákveðnar skoðanir á því hvað eigi að taka með í starfsáætlunina. Því má bæta við að stjórn EGF á að vinna tillögu að starfsáætlun á grund- velli tillagna aðildarsambandanna. Til- lagan verður send til umsagnar áður en framkvæmdarnefndin ákveður starfsskrána endanlega í október. Tilnefningar NGU í starfshópa Að tilhlutan Alþjóðasambands bóka- gerðarmanna (IGF) og Evrópusam- bands bókagerðarmanna (EGF) hefur Nordisk Grafisk Union (NGU) tilnefnt norræna fulltrúa í tvo vinnuhópa innan sambandanna. Ritta Erö Hansen frá danska prent- arafélaginu er tilnefnd í starfshóp um umhverfismál. Þessi hópur mun m.a. fást við þurrkun með útfjólubláum geislum, fernis, lökk og hættuleg leys- iefni. Anders Skattkjær frá félagi bóka- gerðarmanna í Noregi er tiinefndur í starfshóþ um iðnfræðslu. Vel heppnuð ráðstefna NGU um framhalds- og endurmenntun Nordisk Grafisk Union hélt þriggja daga litla ráðstefnu í Óðinsvéum - Danmörku. Öll átta aðildarfélögin sendu fulltrúa þangað og var ráð- stefnunni stjórnað af skipulagsritara NGU, Sture Björnqvist. Fjöldi þátttakenda var takmarkaður við 14 þar sem markhópurinn var ein- ungis þeir sem sjá um iðnfræðslumál- in hjá samböndunum. Ráðstefnan byggðist því á framlagi þátttakenda. Markmiðið var að komast að sameig- inlegum niðurstöðum og tillögum um hvernig aðildarsambönd NGU gætu sameiginlega unnið betra starf að fræðslumálum í framtíðinni. Ráðstefnan, sem var hin fyrsta sinnar tegundar, komst að sameigin- legum niðurstöðum á 10 sviðum og munu flestar þeirra fylgja tillögum til starfsáætlunar Evróþusambands bókagerðarmanna. í stuttu máli má nefna að NGU-ráð- stefnan fjallaði og var einhuga um: Inntak grunnnámsins, framhalds- og endurmenntun og ný fræðslusvið. Ennfremur stöðupróf, menntun at- vinnulausra félaga og alþjóðlega menntun. Fjármögnun menntunar og menntunarstefna voru einnig tvö mik- ilvæg mál. Því má bæta við að ráðstefnugestir heimsóttu grafísku framhaldsmennt- unarmiðstöðina í Óðinsvéum. Tillaga NGU að starfsáætlun IGF Eftir Lundúnarráðstefnuna verður starfsáætlun IGF einnig tekin til end- urskoðunar. Sú endurskoðun verður þó líklega umfangsminni en hjá EGF. Aðildarsambönd IGF hafa verið beðin um tillögur að efni. Stjórn NGU hefur því sett á laggirn- ar vinnuhóþ til að útbúa tillögur, en í honum eru Ole Kidmose, Danmörku, Pentti Levo, Finnlandi, Finn Erik Thoresen, Noregi og Sture Björnqvist, Svíþjóð. PRENTARINN 2.12. '92 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.