Prentarinn - 01.03.1997, Side 17

Prentarinn - 01.03.1997, Side 17
LESENDABRÉF Frá Prenttæknistofnun^ segja að margar ágætis tillögur komu fram sem þarf að athuga bet- ur. Ef hægt er að taka saman í stuttu máli framtíðarstefnu Prenttækni- stofnunar má segja að hún sé að: • Auka þekkingu og hæfni starfs- manna og stjórnenda í íslenskum upplýsinga- og fjölmiðlaiðnaði sem leiði til meiri gæða, framleiðni og starfsánægju. • Stuðla að góðri grunnmenntun starfsfólks í upplýsinga og fjöl- miðlaiðnaði sem geri því kleift að nýta sér breytingar á tækni og mark- aðsaðstæðum. Markmiðum sínunr nær Prenttækni- stofnun með því að stofna til nám- skeiða, bóklegra og/eða verklegra fyrir starfsfólk í upplýsingaiðnaði til þess að: • Gefa starfsmönnum kost á að auka verkþekkingu sína og til að kenna með þátttöku og þjónustu við starfs- greinaráð upplýsinga- og fjölmiðla- greina, samstarfi við aðra skóla o.fl. A næstunni verður unnið að því að starfsemi Prenttæknistofnunar nái til alls upplýsinga- og fjölmiðla- geirans og að Prenttæknistofnun verði leiðandi skóli á því sviði. Til þess er m.a. stefnt að fjölgun eig- enda og/eða samstarfsaðila og með auknum umsvifum. Það er því ljóst að mikið starf er framundan og verður gaman að glíma við ný verkefni á næstu miss- erum. Aðsókn að námskeiðum núna á haustönn hefur ekki verið eins og þegar best er án þess að það valdi stjórnendum sérstökum áhyggjum. Haustin eru alltaf annatími hjá prentfyrirtækjum og má búast við að fólk hafi minni tíma aflögu til þess að sækja námskeið. Nú þegar er haf- inn undirbúningur fyrir vorönnina Nú liefur Prent- tœknistofmm starfað í sex ár. Hún er orðin föst í sessi og er von- andi búin að sanna ágœti sitt fyrir sem flestum. Aðsókn að nám- skeiðum hefur verið mikil og lít- ið virðist draga úr henni þó að við hjá Prent- tœknistofnun séum alltaf að búast við að markaðurinn mettist og aðsókn fari að minnka. Þrátt fyrir gott gengi má ekki sofna á verðinum og huga þarf að framtíðarstefnu Prenttæknistofn- unar. Upphafleg stefna Prenttækni- stofnunar var: Að auka þekkingu og hæfni starfsmanna og stjómenda í íslensk- um prentiðnaði þannig að árangur- inn verði aukin gæði og framleiðni, samfara meiri starfsánægju. Rétt þótti að Prenttæknistofnun gerði framtíðaráætlun (stefnuáætl- un) til að vera viðbúin þeim breyt- ingum sem munu verða á næstu árum. Leitað var til fólks með sem víðtækasta þekkingu jafnt á meðal atvinnurekenda og launþega. Einnig var leitað til fólks sem tengist prent- iðnaðinum óbeint eins og innflytj- enda, Háskólans, Starfsmenntafé- lagsins o.fl. Það voru alls 30 manns sem tóku sér frí frá hefðbundnum störfum og Davíð Lúðvíksson leggurfólki lífsreglumar. Heimir Óskarsson, Guðný Þórarinsdóttir, Ólafur Örn Jónsson og Georg Páll Skúlason eru þungt liugsi yfir blöðunum. unnu einn dag í þágu framtíðar prentiðnaðarfólks. Það var Davíð Lúðvíksson frá Samtökum iðnaðar- ins sem stjómaði fundinum. Strax í upphafi fundarins hófu menn sig til hugarflugs og komu fram margar til- lögur að verkefnum. Þær vora eins HJORTUR og gerist og gengur misjafnar að GUÐNASON gæðum og innihaldi en óhætt er að þeim ný vinnubrögð í nýrri tækni. • Bjóða þeim upp á nám vegna sér- hæfðra starfa. • Gefa þeim kost á upprifjun fyrra náms og bæta þeim upp grann- menntun hafi henni verið ábótavant. Ennfremur tekur Prenttæknistofn- un virkan þátt í umbótum og endur- skipulagningu menntakerfisins, t.d. og verður að venju boðið upp á ný námskeið. Aldrei verður of oft brýnt fyrir fólki að vera duglegt að halda menntun sinni við og víkka enn frekar sjóndeildarhringinn með því að sækja sem fjölbreyttust nám- skeið. Þannig tryggir fólk atvinnu sína og verður verðmætara á at- vinnumarkaðinum. • PRENTARINN ■ 1 7

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.