Prentarinn - 01.10.2000, Page 7

Prentarinn - 01.10.2000, Page 7
og prófarkalesarinn sem breytti því í rós. Hvers vegna, spurði ég hann, eru þessar dækjur orðnar að rós- um? Hann hafði aldrei séð þetta orð og ákvað að það væri ásláttar- villa. Asláttarvilla? I fyrirsögn og síðan fjórum sinnum í textanum? Já. Næst þegar þú þekkir ekki orð, viltu þá hringja í mig? Gerði hann það? Nei. Næst vissi hann ekki að spýtur koma úr trjám og breytti skógarhöggs- manni í skósmið. Það var önnur stafsetningarvilla, áleit hann, sem hlykkjaðist í gegnum 180 dálksentimetra. Prófarkalesarastéttin hefur yngst, það finnur maður á aldri þeirra orða sem hún leyfir manni að hafa í textanum. Islenzkar kon- ur hafa ekki lengur barm. I setn- ingunni „augun skella á miðaldra börmum“ er barmurinn gerður út- lægur og verður að „bömum“. Þannig breytist saga um samskipti kynjanna í hæpna frásögn af kyn- ferðislegri áreitni við börn. Ég velti fyrir mér, hvort hún - það var hún - hefði leyft sögunni að standast, ef ég hefði skrifað „tog- inleitar túttur". Hefði hún kannast við það? Zetu-áráttan er haldin blindu offorsi. I ferðaleiðbeiningum hverfur zetan úr erlendu bæjar- nafni. 800 kílómetmm norðar er annar bær, sama nafn, nema með essi. Ég vona, að enginn hafi not- fært sér leiðbeiningamar. Þeir hafa þá orðið undrandi. Um daginn leiðrétti ég, í átt- unda sinn, villu sem viljasterkur setjari setti inn í fyrstu bókina mína. Hann breytti „lífsvon" í „lífsvön". Það var samtaka álit setjara og tveggja prófarkalesara, að á sjöunda áratugnum hefði engin kona átt sér lífsvon og jafn- óðum og ég breytti vön í von, breyttu þeir því tilbaka. Nú er bókin lögð af stað til Litháen og ég eygi von um að þar eigi vonin sér lífsvon. Auðvitað geta verið menn í Litháen með skoðanir á íslenzkri tungu. Þó held ég að þeir noti aðrar leiðir til að grafa undan rituðu máli. Það getur ekki annað verið, en að þeir kunni eitt- hvað fyrir sér í samsærinu gegn rithöfundum. Kannski eiga þeir lím, sem ræðst gegn sjálfu sér sex vikum eftir bókband og þá hrynja kiljumar sundur. I næsta áfanga endurútgáfunnar hlakka ég til að koma aftur fyrir kafla, sem féll niður í einni bók- inni. Svo kemur að því að í enn annarri fari loks að vaxa grenitré. I henni var skógur greinitrjáa. Ekki gleyma vLðhaldinu Athugið að tölvunámskei& sem á&ur voru haldin í tölvuskóla Prenttæknistofnunar eru núna haldin hjá Margmiðlunarskólanum Faxafeni 10 sími 588 0420 www.mms.is Þar njótiá þið sömu kjara á námskeiðum og áður hjá Prenttæknistofnun. Photoshop GXtarkXPress FreeHand Vefsmíði Grafísk hönnun Skönnun Flash Dreamweaver 3D Studio MAX og mörg fleiri! Prenttæknistofnun Faxafen 10 • Sími 588 0720 • www.pts.is PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.