Prentarinn - 01.10.2000, Page 16

Prentarinn - 01.10.2000, Page 16
Rábstefna Prenttækni- stofnunar og norburlanda- deildar Xplor 6. septem- ber 2000. Um fátt hefur verið rætt af jafn- mikilli ákefð undanfarið og staf- ræna framtíð prentiðnaðarins. Stafræn prentun er möguleiki í út- gáfu prentaðs efnis sem margir eru að velta fyrir sér þessa dag- ana. Það þótti því tiivalið að efna til ráðstefnu um þessi mál. Reynt var að skoða málið frá sem flest- um hliðum og voru fyrirlesarar fengnir úr hinum ýmsu hlutum greinarinnar. Fyrsti fyrirlesarinn var Heimir Óskarsson frá Offsetþjónustunni og kallaðist hans fyrirlestur „I stafrænni prenttækni felast mörg tækifæri". Heimir taldi að tæki- færin fælust m.a. í styttri af- greiðslutíma, gagnagrunnstengdri prentun, minni upplögum og stuttum afgreiðslutíma. Pétur Pét- ursson frá Prentmeti talaði því næst um „Stafræna framtíð". Hann kom m.a. inn á að ntikil- vægt væri að vera opinn fyrir þeim nýjungum og tækifærum sem framundan væru. Jóhannes Vilhjálmsson frá Umslagi ræddi Ráðstefnugestir voru úrflestum greinum iðnaðarins. Keith T. Davidson um mikilvægi þess að gleyma ekki að frágangur prentverks væri mikilvægur þáttur í framleiðslu- ferlinu. Eftir kaffihlé ræddi Mar- grét Agústsdóttir frá Skaparanum um nauðsyn þess að góð sam- vinna og upplýsingaflæði væri á milli verkkaupa og seljanda staf- rænnar prentunar. Síðastur á mæl- endaskrá var Keith T. Davidson frá Xplor en hans fyrirlestur nefndist „Digital Publishing and the Future of Print“. Hann rakti m.a. sögu prentiðnaðarins og hvernig stafræn prentun hefði þróast frá einföldum leiser-prent- urum í flóknar stafrænar prentvél- ar. Hann taldi, eins og aðrir fyrir- lesarar ráðstefnunnar, að framtíð prentiðnaðarins væri björt og staf- ræn prentun væri aðeins viðbót við hefðbundna prentun þar sem stafræn prentun hentaði frekar til prentunar breytilegra upplýsinga í litlum upplögum en kæmi ekki í stað hefðbundinnar prentunar. Ráðstefnan endaði svo með umræðum um efni hennar og voru þar skiptar skoðanir eins og eðlilegt er. Rúmlega 50 manns sóttu ráðstefnuna. 16 ■ PRENTARINN Hjörtur Guðnason

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.