Prentarinn - 01.04.2003, Side 8
Við matarborðið, talið frá vinstri, Margrét Ásta Jónsdóttir, Guðmundur Hjörtur
Einarsson, Jóhann Petersen, Hafdís Hlöðversdóttir, Berglind Hafþórsdóttir, Rósmundur
Magnússon, Hólmar Þórhallsson og Emil H. Björnsson.
Starfsmannafélagiö
Prisma Prentco
/ prentsmiðjunni Prísma Prentco vinna 14 manns í heild með eigendum, starfs-
mannafélagið hjá okkur er ungt og vinnur þannig að einhver kemur með tillögu,
hún er rædd og svo er hún framkvæmd.
Á síðasta ári voru fyrstu skrefin tekin. Með óreglulegu millibili var haft bjórkvöld
en svo fór þetta af stað.
10. maí var ákveðið að
hafa grill eftir vinnu og að
sjálfsögðu þarf fólk eitt-
hvað til að renna matnum
niður með. Lukkaðist þetta
mjög vel, einn af okkur
hafði myndavél með sér í
vinnuna og eru þetta einu
myndirnar sem til eru af
þessum gleðskap okkar.
Sumarið gekk í garð og
fólk fer í sumarfrí en þegar
haustið var komið á
almanakinu þá varð það til
þess að við höfðum
bjórkvöld.
Fyrstu helgina í október
átti að vera árshátíð starfs-
mannafélagsins en við
frestuðum því um eina
helgi og örkuðum ásamt Hér er skemmtilegt, Hafdís Hlöðversdóttir og G. Hjörtur
okkar mökum á Broadway Einarsson.
Hjörtur Haraldsson fékk það hlutverk að grilla í
mannskapinn.
þar sem Viva Latino
skemmtidagskrá var.
Eigendur Prisma
Prentco buðu svo starfs-
mönnum og mökum á
jólahlaðborð rétt fyrir jól
á A. Hansen. Þetta var
gott byrjunarár fyrir okkur
en nú er næsta byrjað PRENTCO
og ekki var liðið mikið á
nýtt ár þegar við fórum eftir vinnu í keilu í
Keiluhöllinni. Var mjög góð mæting og spil-
að var á þremur brautum. Svo er það síð-
asta sem við gerðum það var að hafa
þorrablót með tiheyrandi mat og drykk í lok
þorra og okkur fannst þetta misgott.
Nú er sólin að hækka á lofti og ekki er
búið að setja neina dagsetningu fyrir hvað
verður næst.
8 ■ PRENTARINN