Prentarinn - 01.11.2005, Page 5

Prentarinn - 01.11.2005, Page 5
Odda til Þýskalands og hann setti saman smá pistil fyrir mig og fer hann hér á eftir. „Þann 15. sept. fór ég til Druckerei Carl Ziegler sem er prentsmiðja í litlu þorpi, Neckar Bischofsheim, sem er skammt frá Heidelberg. Þangað fór ég í mánuð sem skiptiprentari sem þýðir að prentari ffá Ziegler kom í Odda í mánuð. Þessi hugmynd fór af stað á fullu fyrr á árinu, aðallega fyrir tilstuðlan Þorsteins Torfasonar framleiðslustjóra, Ragnars Kristjánssonar deildar- stjóra og Emu Arnardóttur starfs- mannastjóra. Stjóm Odda tók vel í þessa hugmynd og var Þorsteini falið að finna fyrirtæki í Þýska- landi sem væri til í þetta. Prent- tækni- og Fræðslusjóður veitti styrk til að mæta kostnaði sem óhjákvæmilega fylgir svona verk- efni. Ziegler var fyrsta fyrirtækið sem var boðið þetta af þýska „bókagerðarfélaginu" og slógu þeir strax til. Þetta hafa verið mjög fróðlegar og skemmtilegar vikur og margt öðmvísi en ég á að venjast. Hér eru 2 prentvélar, hvor tveggja Heidelberg Speedmaster CD með vatnslakk- junimm, önnur 4 lita en hin 6 lita. Þessi prentsmiðja er mikið í miðaprentun allskonar og oft er um mikla stönsun, rifgötun eða fellingu að ræða sem þeir ffarn- kvæma „inline“ eða um leið og prentað er. Þá má lýsa þessu í stuttu máli þannig að í stað blankets er sett plastplata sem millimetrafólía er fest á eftirá. Stansinn eða rifgötunaijárn hafa verið staðsett og límd á fólíuna með hliðsjón af prentörk. A pressucylinder eru límdir jakkar til verndar cylindrunum. Það sem ég sá af þessu kom mjög vel út, þó stundum hafi verið um stór upplög að ræða. Einnig voru þeir að prufa sig áffam í dripp-off lakkaðferð sem er þannig að prentað er með dual-effekt olíu- lakki það sem ekki á að vatns- lakkast, því þegar vatnslakkið prentast ofan á olíulakkið festist það ekki við og getur þetta komið mjög vel út. Þarna er einnig bók- band með brotvélum, heftivélum, fræsara ofl. en stærstu verkefni bókbandsins eru þó skafmiðar ýmiskonar. Þar eru miðamir númeraðir og silfur skaf-fólía limd yfir. Meðal þeirra stærstu viðskiptavina í þessu er Nin- tendo. Meðan á dvöl minni stóð gisti ég hjá forstjóra prentsmiðjunnar, Joakim Bloss, konu hans Angelu og börnum, Mattus, Jana og Linus. Þetta var alveg hreint yndislegt fólk sem var að sýna mér allt það helsta hér í kring og get ég seint þakkað þeim fyrir gestrisnina og þann vinskap sem þau sýndu mér.“ Matthias hreifst rnjög af íslensbi náttúru. er að prenta eitt verk þá bíður næsta verk og jafnvel tvö og menn eru famir að ganga frá pappír í verkin löngu áður. Það er ekki verið að skera af ríspakkn- ingum rétt áður en það á að prenta. Það er gengið frá papp- írnum, stokkað og lagt til í tíma til þess að stoppa aldrei prentvél- ina. Hér er dálítið öðmvísi mórall. I Þýskalandi er mórallinn þannig á vinnustaðnum að vinna er vinna og snafs er snafs og við höldum þessu aðskildu. íslend- ingar virðist mér mjög símaglað- ir. Hér tala menn mikið í sima í vinnunni og svo eru þeir með headphone á hausnum sem geta virkað truflandi en á móti kemur að Islendingar eru mjög ffamar- lega í tæknimálum og hér er tölvulæsi mikið sem er ekki í Þýskalandi. Þýskur yfirmaður sem labbaði í gegn um svona fyrirtæki, hann myndi ömgglega taka eftir þessu. Munurinn á svona gömlu iðnaðarsamfélagi eins og er i Þýskalandi og svo hér er sá að í Þýskalandi hafa menn lagt mikið uppúr því að stytta vinnudaginn og menn eru ein- beittir i vinnunni svo það geti gengið eftir. Hvað finnst þér wn svona skipti? - Þetta opnar augun fyrir öðru- vísi vinnufyrirkomulagi og það er alveg ógleymanlegt að koma hingað. Mitt áhugamál er útivera og ég er búinn að fara víða og langar mikið að koma hingað aftur með fjölskylduna. Ingjaldur t.h. með þýskum kollega. Ég búinn að fara á Snæfells- nes, Jökulsárlón, gullna þríhyrn- inginn og í Þórsmörk, þetta er búið að vera alveg æðislegt. Ég er ekki mikið fyrir að fara á bari. Barir em alls staðar eins í öllum löndum. Það er margt miklu merkilegra á íslandi en barir. Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? - Mig langar bara að þakka öllum hér í Odda fyrir þetta tækifæri, að fá að koma hingað. Þetta er búið að vera mjög fint. Ingjaldur skiptir yfir til Ziegler Eins og fram kom áður fór Ingjaldur Valdimarsson prentari í PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.