Prentarinn - 01.11.2005, Qupperneq 8

Prentarinn - 01.11.2005, Qupperneq 8
Bœkurnar ofan frá. Takið eftir hvernigfilman liður i gegn um allar Hópurinn í París ogfyrir framan EJfeilturninn, nema hvað! bœkurnar. hvers? Pabbi Kjartans hljóm- borðsleikara í Sigur Rós er búinn að vera á námskeiði hér og mjög áhugasamur og hann hefur verið að binda heima og strákurinn sjálfsagt ekki komist hjá því að taka eftir hvað pabbi hans væri að gera. Mjög líklegt að þaðan sé hugmyndin komin. Einn daginn datt hann Jónsi hérna inn á gólf og vildi fá Ragnar til að binda þetta en það var allt of stuttur tími og ómögulegt fyrir einn mann að gera þetta. Hann var að leita að öðru vísi efnum en Oddi hafði boðið honum uppá. J: Var þetta umslag unnið héma heima? G: Ég er ekki viss um það. Það em engar upplýsingar á disknum en þetta er alveg heil bók og mjög flott. En þetta er ekki allt. Álafosskórinn, sem við erum í ásamt foður Kjartans, var fenginn til að syngja inn á eitt lagið á plötunni, Emilíana Torrini er líka með mjög fallega hönnun á sínum diski. Fólk sem er í útgáfustarfsemi á að kynna sér alla möguleika á því sem bók- band býður uppá. 25 ára afmæli Þann 2. nóvember s.l. voru 25 ár síðan Félag bókagerðarmanna var stofnað og var af því tilefni efnt til afmælisveislu í félagsheimilinu á Hverfisgötu 21. Jón Atli Jónasson rithöfúndur og leikritaskáld las úr bók sínni í frosti og veitti gestum innsýn í áhugamál sitt sem er söfnun bóka. Hann giskaði á að safn hans teldi u.þ.b. 7000 bækur og geri aðrir betur. Formaður félagsins Sæmundur Árnason flutti stutta tölu um félagið og gat þess að ef hann ætti að tæpa á öllum helstu atriðum í sögu félagsins dygði kvöldið ekki til þess og sleppti gestum með ca. 10 mínútna ræðu! Um músíkina sá Tríó Haraldar en það skipa þeir Jakob Viðar og Snorri en þeir eru að góðu kunnir fyrir spilamennsku á við- burðum FBM. M.a. hafa þeir leikið á jólaböllum félagsins. Veislugestir sem voru um 40 gerðu góðum veitingum og kaffi- drykkjum góð skil en í tilefni afmælisins gerði KaffiTár afmælis- kaffidrykk sem nefnist Prentarinn. Sœmundur Arnason formaður flutti stutta rœðu i tilefni dagsins. Efst til vinstri eru þeir Snorri og Jakob Viðar sem léku við hvern sinn fingur. 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.