Prentarinn - 01.11.2005, Síða 12
vinnu hjá íslandsbanka. Þetta var
rétt eftir sameiningu Islands-
banka við FBA. Þar tók ég yfir
deild sem hét netþróun og var
sem sagt forstöðumaður netþró-
unar. Þetta var eitthvað sem ég
vissi ekkert um, þ.e.a.s. þessi
tækni. Þama var ég kominn með
fimmtán eða sextán rafmagnsverk-
fræðinga og forritara í vinnu, 28
ára gamall, og ég vissi ekkert um
þetta en þetta snerist um það
hvemig Islandsbanki kom sér fyrir
með rafrænum hætti, netbankinn
til dæmis og alls konar
lausnir í því sambandi.
Þetta var mjög skemmti-
legt. Eg var
þarna í rúm-
Iega eitt ár.
Bjó þessa
deild svona
nokkum veginn til, réð inn fólk og
kom þessu af stað.
Hvað gerirðu svo þegar þú
hættir hjá Islandsbanka?
Þá fer ég til Össurar. Byrja hér
heima en verð svo svæðisstjóri í
Asíu og þessu fylgdu mikil ferða-
lög og ég fór víða. Ég var hjá
Össuri í þrjú ár og var að ferðast
á þeim tíma svona 170 til 190
daga á ári.
Eftir fyrsta árið var gangurinn
hjá fyrirtækinu þama á svæðinu
orðinn það góður að ég flutti til
Hong Kong og tók þá yfir það
sem við kölluðum austursvæði en
það var Austur-Evrópa, Rússland,
Kína og Asía, og ég var ábyrgur
fyrir starfseminni þar og kom
þessu af stað. Þetta var mjög stórt
verkefni og gaman að sjá hvað
gengur vel núna en þetta var rosa
slagur og ég held að t.d. eitt það
erfiðasta sem hægt er að gera í
bissniss i dag, það sé að vinna í
Kína. Össur er leiðandi fyrirtæki
á sínu sviði en á samt í mjög
harðri samkeppni. Þetta var
mikill skóli og maður lærði þarna
mikið á þessu öllu saman.
Er þetta ekki harðasti
kapítalismi í heimi?
Nákvæmlega, Kínverjar eru
alveg rosalegir. Ég var líka mikið
í Rússlandi og Saudi-Arabíu.
Maður var orðinn vel harðsoðinn
eftir þetta.
Þetta var mikil reynsla og góð-
ur skóli og þarna var ég þangað
til rétt fyrir síðustu jól.
Hvernig var að búa í Hong
Kong, er þetta ekki bara eins og
hver önnur vestrœn borg?
Hong Kong er ekki eins og
vestræn borg en hún er mjög
skemmtileg og mjög dýnamísk
borg og mikið í gangi þarna.
Hong Kong er æðislegur
staður. Við bjuggum ___________
þarna á eyju
fyrir utan
borgina og
lifistandardinn er
dálítið spes. Þarna ertu með
kokk og þjón sem býr heima hjá
þér og þetta er lífstíll sem maður
átti nú ekki von á að fá einhvern
tíma að upplifa og þaðan af síður
að geta hætt honum en það gekk
nú eftir. Þetta var allt saman
mjög skemmtilegt. Hong Kong er
að sumu leyti ekkert ólík Reykja-
vík. Stressið er svipað. Það er
hins vegar ekki mikil menning I
Hong Kong. Þarna snýst allt um
peninga og bissniss og efnis-
hyggjan alveg gífurleg. Þetta er
ekkert ólíkt því sem Island er að
færast út í. Ég er ekki að segja að
það sé gott en það stefnir svona í
það, virðist vera.
Hvernig eru Asiumenn, eru
þeir t.d. eins agaðir og af er
látið?
Þeir eru það nú eiginlega ekki.
Fólki finnst að Kínverjar séu að
hugsa í fimmtíu árum þegar við
erum að hugsa í fimm en það er
nú ekki þannig, þeir eru einmitt
svona „short term“ en hins vegar
eru þeir bara svo margir, þetta er
eins og mauraþúfa. Kínverjar eru
1300 milljónir og þarna er mikið
að gerast. Allir eru á hreyfingu,
að gera eitthvað og það hreyfa
sig helst allir í hver í sína áttina
og þegar svona margir hreyfa sig
í einu þá gerist það kannski
frekar hægt að okkur finnst.
Ogþá kemurðu heim?
Já, þá urðu eigendaskipti hér
hjá Iceland Express. Eignarhalds-
félagið Fons, Pálmi Haraldsson
og Jóhannes Kristinsson, keyptu
félagið og réðu Almar Örn
Hilmarsson sem forstjóra og
hann kom hér inn, fór að skoða
markaðsmálin og sölumálin og
var ekki ánægður með stöðu
mála. Við Almar erum æskufé-
lagar og hann hringdi í mig til
Hong Kong eða
reyndar til
Rússlands
því ég var
staddur
þar þá og
sagði að
hann vildi fá
mig heim, hann
þyrfti hjálp og hann væri
með djobb fýrir mig og ég var
kominn heim mánuði síðar með
konu og börn. Ég tek við hér sem
sölu- og markaðsstjóri og við
erum búnir að snúa fyrirtækinu
hér öllu við. Iceland Express var
í erfiðum málum á þessum tíma
en ástandið er miklu betra núna.
Núna í maí þegar Fons kaupir
Sterling þá fór Almar út og er
forstjóri þar og ég tek við sem
forstjóri hér.
Ég hef ekki alveg skilið við
námið. Ég er í doktorsnámi
í rekstrarhagfræði, er
svona að dunda
mér við það.
Ég er svona
hálfnaður
með
námið
og á rit-
gerðina
eftir. Ég
veit
ekkert
hvenær ég
klára þetta, ég
hef ekki
mikinn tíma
eins og er en vonandi get
ég klárað þetta á næstu árum.
En hvernig er það, ertu alveg
hœttur að spila?
Nei nei, ég á enn sett og spila
ennþá en það gefst nú að vísu
ekki mikill tími í það, hljóm-
sveitaræfingar og slíkt, en maður
er alltaf eitthvað að berja. Þegar
maður er búinn að eyða hálfri
ævinni í þetta þá hættir maður
ekki svo glatt. Þetta er baktería
sem maður nær aldrei úr sér.
En eins og staðan er í dag,
œtlarðu þá bara að vera hérna
áfram?
«... en þetta er ofboðslega
skemmtilegt fyrirtækí hérna
hjá lceland Express og
gengur mjög vel og fyrirtækið
vex og dafnar."
Ég er náttúrulega bara mála-
liði, er bara atvinnustjómandi og
miðað við það sem ég er búinn
að fá að reyna, þá á ég kannski
ekki von á að vera lengi í neinu
og á kannski von á að færa mig
eitthvert en þetta er ofboðslega
skemmtilegt fyrirtæki hérna hjá
Iceland Express og gengur mjög
vel og fyrirtækið vex og dafnar.
Við erum að bæta við sex nýjum
áfangastöðum á næsta vori og
það er mjög gaman að fá að taka
þátt í því. Hér er mikið af ungu,
góðu og skemmtilegu fólki og
mikill kraftur i öllum málum hér,
afkoman er góð og við búin að ná
að snúa fyrirtækinu alveg við og
ég sit hér sem fastast þangað til
mér verður skipt út af eins og
hverjum öðmm leikmanni.
Hefur prentmenntunin nýst þér
á einhvern hátt?
Já, burtséð frá gráðunni sem ég
tók í London þá hefur grunnurinn
sem prentari oft hjálpað mér
mikið. Ég hef alltaf verið i sölu
og markaðsstjórn og það snýst
mikið um alls konar markaðsefni
og stór þáttur í því hefur
verið samskipti við
prentsmiðjur og
þá hefúr það
hjálpað
mjög
mikið að
þekkja
ferlið og
um
hvað
málið
snýst.
Hvernig
horfir prent-
iðnaðurinn við
þér eða
hugsar þú kannski ekkert
um hann?
Jú, jú. Mér finnst prentiðnað-
urinn eiga í mikilli tilvistar-
kreppu.
Maður finnur mikinn mun á
því þegar maður er að eiga sam-
skipti við hin og þessi fyrirtæki.
Þegar maður talar við prentsmiðj-
umar þá er eins og það sé bara
einhver annar veruleiki hjá þeim.
Hvernig þá og hvernig lýsir
það sér?
Þetta eru lítil þjónustufyrir-
tæki. Menn halda að prentgæði
séu einhver sölupunktur. En það
12 ■ PRENTARINN