Prentarinn - 01.11.2005, Page 15

Prentarinn - 01.11.2005, Page 15
F.v. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Helga Jónsdóttir, Stefania Magnúsdóttir, Anna Karen Hauksdóttir, Sœmundur Árnason og Georg Páll Skúlason. A myndina vantar Þór Ottesen. efnahagslega, félagslega og al- menna heilsuvernd launafólks. Ein alþjóðasamtök Núverandi skipulag alþjóðavæð- ingarinnar þarf að breytast til að tryggja rétt verkafólks. Þetta kom fram í ræðu Guy Ryder, sem talaði f.h. ICFTU, sem eru sam- tök alþjóðaverkalýðssamtaka. Hann skýrði frá því að unnið væri að því að koma saman ein- um heimssamtökum alþjóðasam- taka en þau eru tvenn í dag ICFTU og WCL. Verkalýðsfélög gegna lykilstöðu í að hjálpa konum á vinnumarkaði Hillary Clinton þingmaður ávarpaði þingið á myndbands- upptöku og sagði að verkalýðs- félög gegndu lykilstöðu við að auka hlutverk kvenna á vinnu- markaði. „Við getum ekki van- metið mikilvægi verkalýðsfélaga í að vekja athygli á málefiium sem skipta konur og fjölskyldur þeirra mestu máli; aðgengi að menntun, heilsugæslu, vinnu og viðurkenningu." 2. Heimsráðstefna kvenna í UNI sem haldin var skömmu íyrir þing- ið kallaði eftir nýjum leiðum til að vinna gegn launamun kynjanna og jafna möguleika þeirra og enda alla mismunum milli þeirra á vinnumarkaði. Mannsæmandi vinna er aðalatriði til að draga úr fátækt og byggja upp félagslega sanngimi. Þetta var niðurstaða þeirra 528 þátttakenda sem komu frá 217 verkalýðsfélögum í 77 löndum. Ungt fólk þarf líka mannsæmandi vinnu A ungliðaráðstefnunni sem haldin var í Chicago á undan UNI þinginu var ákveðið að styðja fundarskrána um mann- sæmandi vinnu (Decent Work Agenda). 40 ungir menn og kon- ur frá 23 löndum kröfðust mann- sæmandi vinnu og lögðu áherslu á það hve mikið atvinnuleysi er hjá ungu fólki um allan heim. Á ráðstefhunni var biðlað til ungs fólks að taka þátt i að marka stefnu og koma henni í fram- kvæmd um allan heim og hafa frumkvæði að því að grunnfor- senda fyrir viðunandi vinnu yrði háð hæfni einstaklinga. UNI viðurkenndi Ungliða- hreyfinguna sem miðdepil ung- liðabaráttunnar á ráðstefhunni. „Við heyrum oft að unga fólkið sé framtíðin en við erum einnig nútíðin," sagði Silvio Woolands, forseti ungliða UNI. Hann minnti þingið á að ungu verkafólki væri stöðugt mismunað á vinnumarkað- inum, látið eftir ótrygg störf eða atvinnuleysi. Dimitra Makri forseti ungliða UNI í Evrópu krafðist þess að UNI og aðildarfélög þess nýti þann auð sem felst í ungu fólki í félögunum til að bæta líf þess og vinnuaðstæður og láta heyrast í ungu fólki. Betri heimur Auk þess að taka upp ffam- kvæmdaáætlun um mannsæm- andi vinnu var komið af stað áætlun um það að vinna með ýmsum alheimssamtökum að því að styrkja alþjóðafrið, lýðræði og öryggi. Þátttakendur á ráðstefn- unni höfnuðu öllum formum kynþáttafordóma og UNI ætlar að tryggja það að innflutt vinnuafl verði ekki misnotað. Á ráðstefnunni var áhersla lögð á það að stéttarfélög hafa mikil- vægu hlutverki að gegna við það að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV/AIDS og krafa var gerð um að samningar yrðu gerðir við vinnuveitendur og ríkisstjómir gagnvart HIV/AIDS og einnig betri atvinnu-, heilbrigðis- og öryggisáætlanir til þess að upp- lýsa og vemda vinnuafl. Mynda- sýningin Inside AIDS var til sýnis, styrkt af alheimssamtökum UNI, UNI-SATU, SETCa-FGTB og stuðningssamtökum. Tsunami: Viðbrögð heimsins við svæðis- bundnum vandræðum Nauðsyn fyrir hröð viðbrögð og hjálp eftir hörmungarnar sem gengu yfir Asíu í lok síðasta árs var mætt með góðum viðbrögð- um ffá aðildarfélögum UNI. 377.000 svissneskir ffankar söfn- uðust eða andvirði 17,5 milljóna íslenskra króna í alþjóðlegan samstöðusjóð UNI vegna flóð- anna. FBM veitti 500.000 kr. styrk í söfhunina. Joe De Bmyn forseti SDA í Ástralíu notaði tækifærið á heimsþinginu og þakkaði fyrir hönd allra á svæðinu. Framlög eru nú notuð í fjölda verkefna og þátttakendur heyrðu ffá tveim fulltrúum af svæðinu. ASPEK (Indónesíu) hefur sett upp verkalýðs-hjálparmiðstöð í Aceh héraði sem varð illa úti og Koswara, fulltrúi þeirra, skýrði hvernig þessi miðstöð hefði að- stoðað félaga við að byggja upp að nýju. Kannaka Hewage Sunil frá UPTO hefur stýrt sambæri- legri starfsemi á Sri Lanka, einu landanna sem einnig urðu fyrir hörmungunum. Þátttakendur krefjast aðgerða gegn fátækt I einu hádegishléinu tóku þátttak- endur sig til, komu saman og kröfðust þess að fátækt um allan heim yrði útrýmt. Þeir báru hvít bönd gegn fátækt og sungu, fögn- uðu og studdu kröfur um það að ríkisstjórnir gerðu meira til þess að útrýma fátækt. Kumi Naidoo, baráttumaður gegn fátækt og tals- maður Global Call for Action Against Poverty, sagði þátttak- endum það að sl. sumar „hefði fólkið öskrað og G8 hvíslað“ því engar sérstakar breytingar urðu á efnahagslíkaninu sem kom út af fundi G8 í Gleneagles i Skot- landi. Á samkomunni í hádegishléinu söfnuðu þátttakendur á þinginu meira en 5,000 dölum eða rúm- lega 300.000 íslenskra króna fyrir Heartland Alliance for Human Needs and Human Rights. Þú munt aldrei vinna einn (You will never work alone) - Vöxtur verkalýðs- hreyfingarinnar á alþjóða- vísu Alþjóðasamtökin UNI eru að skipuleggja sig til að takast á við fjölþjóðafyrirtæki í kjölfar sam- þykktar þingsins á „Aðgerðaáætl- un fyrir vöxt verkalýðshreyfing- arinnar á alþjóðavísu". Lykilatriði er að byggja upp bandalag milli verkalýðsfélaga, mynda nefndir og gera alþjóðasamninga. UNI mun stýra alheimsverkefnum i skipulagningu. Á fréttamannafundi i Chicago kynnti UNI áætlun gagnvart fyrirtækjum í umsjón fasteigna til að hjálpa ræstingarfólki í Hollandi og öryggisvörðum sem ráðnir eru af fjölþjóðafyrirtækj- um í Indlandi, Þýskalandi, Suður- Afriku og Póllandi. „Fjölþjóða- fyrirtæki þýðir að krafa er um fjölþjóða skipulagningu og fjöl- þjóðaverkalýðsfélög". Þingið vakti athygli á hinni alræmdu stefhu fjölþjóðafyrir- tækisins Wal-Mart gegn verka- lýðsfélögum. UNI er að hefja við- ræður við fyrirtækið. Alla vikuna sem þingið stóð var stöðug fjöl- miðlaumfjöllun um aðgerðir UNI gegn fjölþjóðafyrirtækjum sem ekki vilja gera heildarsamninga sem virða rétt verkafólks. I lok vikunnar skýrði Wal-Mart ffá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hygðist taka upp viðræður við UNI. Philip Jennings aðalritari UNI sagðist hlakka til viðræðna við PRENTARINN ■ 15 I

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.