Prentarinn - 01.11.2005, Page 20

Prentarinn - 01.11.2005, Page 20
Arsfundur Nordísk Grafisk Union Sæmundur Árnason Ársfundur NGU 2005 var haldinn á Marstand við Gautaborg dagana 13. - 15. júní. Fulltrúar FBM voru þeir Sæmundur Ámason og Pétur Ágústsson. Túlkur var Magnús Einar Sigurðsson. Ársfúndurinn var settur skömmu eftir hádegi 13. júní af Jan Österlind, formanni sænska félagsins, er bauð þingfulltrúa velkomna til fúndarins. Pertti Raitoharju, formaður NGU, tók síðan við fúndarstjórn og fór nokkrum orðum um þær breyt- ingar sem hefðu orðið og væru fyrirsjáanlegar meðal aðildar- félaga NGU. Norska félagið væri gengið til samstarfs við Fælles- forbundet, Finnland og Svíþjóð stæðu frammi fyrir miklum breytingum og Danir hefðu kosið sér framtíð innan HK og SID. Þá hefur finnska félagið ákveðið að hefla viðræður við Industri um samstarf eða samruna í nýtt félag. Þá ræddi hann nokkuð kosningarnar um stjómarskrá Evrópusambandsins og taldi að það sem hefði vegið þyngst í Neiinu hefði verið spurningin um félagsleg réttindi. Taldi að fólkið vildi félagsleg réttindi. Því næst bauð hann velkomna tvo gesti fúndarins, þá Bo Rönngren frá Sænska LO og Michel Muller formann UNI - Grafiska. Pertti fór því næst yfir dagskrá þingsins. Þá var tekið til við dagskrá fundarins. Tvær breytingar urðu á hópi þátttakenda, þ.e. tveir fulltrúar Dana forfölluðust og því voru þingfúlltrúar 21 í stað 23. • Kosin var uppstillingarnefnd og var Pétur fúlltrúi FBM í henni. • Ársskýrsla stjórnar fyrir árið 2004 var samþykkt. • Reikningar samþykktir með halla upp á 412.533 sænskar krónur. • Tvær ráðstefnur voru sam- þykktar fyrir næsta starfsár, þ.e framtíð NGU og ráðstefna um vinnuumhverfi. • Félagsgjaldið ákveðið óbreytt, 16 kr. sænskar á hvern starf- andi félagsmann. Kosið í stjórn og nefndir: • Stjórn NGU til 2008: Formaður Pertti Raitoharju, varamaður Irene Hamalainen (Finnland). Varaformaður Bjarne Nielsen, varamaður Peter Andersen (Danmörk). Meðstjómandi Anders Skatt- kjær, varamaður Björn Harald Kristiansen (Noregur). Meðstjórnandi Jan Österlind, varamaður Tommy Anderson (Svíþjóð). • Fulltrúar NGU í UNI: Bjarne Nielsen og Jan Österlind. Varamenn Peter Andersen, Tommy Andersen, Anders Skattkjær og Sæmundur Áma- son. • Fulltrúar NGU í UNI - Grap- hical: Jan Österlind, varamaður Anders Skattkjær. ■ Fulltrúar NGU í UNI - Grap- hical Europa: Pertti Raitoharju, varamaður Irene Hamelanien. • Fulltrúar NGU í fastanefnd UNI: Bjarni Nielsen aðalmaður, Anders Skattkjær og Peter Andersen varamenn. Jan Österlind aðalmaður, Pertti Raitoharju og Sæmundur Árnason varamenn. Erindi: Bo Rönngren frá sænska LO ræddi um innrás verkamanna ffá Austur-Evrópu inn á sænskan vinnumarkað sem er orðin stórt vandamál, bæði vegna undirboða í launum og á félagslegum rétt- indum. Þarna er um ágreining að ræða, þ.e. innri markað, frjálsa for fjármagns, vinnuafls, vöru og þjónustu. Eiga starfsmenn að hafa þau kjör sem tíðkast í gistilandinu eða eru það kjör heimalandsins sem gilda? Þá gat hann þess að verkefni sem Lettar tóku að sér í byggingariðnaði í Svíþjóð hefði verið stöðvað af verkalýðshreyf- ingunni, en atvinnurekendur hefðu kært það til Evrópudóm- stólsins. Það er ljóst að atvinnurekendur margbrjóta lögin um fijálst flæði vinnuafls, þvi það er réttur vinnu- landsins sem gildir, ekki réttur heimalandsins. Ef Svíar tapa mál- inu er allt í uppnámi vegna undir- boða frá Austur-Evrópu. Því er brýn nauðsyn að standa vörð um félagsleg réttindi. Michael Muller, formaður UNI - Graphical Europa, og formaður franska félagsins, hóf mál sitt á því að þakka norrænu félögunum fyrir þeirra framlag til alþjóða- samstarfsins. Ræddi um stofnun alþjóðlegs verkalýðssambands sem áformað er að stofna eftir alþjóðaráðstefnu UNI í Chicago i ágúst. Taldi orsökina fyrir því að stjórnarskrá Evrópusambandsins var felld vera of mikið bil á milli stjórnvalda og fólksins, það vantaði félagsleg grundvallarrétt- indi og tryggingar inn í pakkann. Þá taldi hann að það þyrfti meira samstarf á milli grafísks iðnaðar og upplýsingaiðnaðar. Ljóst er að atvinnurekendur víðs vegar um heim og ekki síst í Evrópu hafa tekið sig saman og keyra mark- visst á félagsleg réttindi og krefj- ast í auknum mæli aukins og sveigjanlegs vinnutíma. Skýrslur landanna Danmörk - mikill samdráttur vegna samkeppni frá Austur- Evrópu, en mikil samstaða um að verjast láglaunafólki og halda uppi launum samkvæmt kjara- samningum. Krafa frá atvinnu- rekendum um aukinn sveigjan- leika og aukinn vinnutíma. Eru að setja upp námskeið fyrir prentara og bókbindara, vice versa, til að auka breidd í starfi. Þá er mikill samdráttur í fram- leiðslu á bylgjupappa vegna sam- keppni frá erlendum auðhringum (smurfitt) sem þýðir fækkun starfa og fýrirtæki flytja úr landi. Finnland: Þar er verkfall í papp- írsiðnaði og hefúr staðið í fjórar vikur, krafa atvinnurekenda er að unnið sé á jólum og Jónsmessu án launahækkunar. Vilja hætta að greiða tvo fyrstu veikindadaga. Sögðu einnig frá áætlun um sam- runa við Industri. Noregur: Þar er hætt að greiða fyrsta dag í veikindum. Mikið um uppsagnir vegna samruna fyrir- tækja og prentverk fer úr landi. Sviþjóð: Þar eru miklar deilur vegna innrásar erlendra verka- manna og hvaða samningar eiga að gilda. Þá voru sett lög þar sem skipt var á öðrum í hvítasunnu fyrir frí á þjóðhátíðardegi. Eru í viðræðum við Metal, matvæla- iðnaðinn og SIF. Stefna að því að leggja tillögur fyrir ársþing 2006. Einnig flutti ég skýrslu um stöðuna á Islandi og sagði meðal annars frá launakönnuninni og launamun kynjanna. Næsti ársfundur NGU verður í Færeyjum i júní 2006. 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.