Prentarinn - 01.11.2005, Qupperneq 23
Er ekki nóg að kala
Times og Ariai?
Sigurður Ármannsson
Eitt sinn var ég spurðw þessarar
spurningar. Það er auðvelt að
svara þessari spurningu játandi.
Við kœmumst alveg af án þess að
hafa fleiri leturgerðir. En við
viljum auðvitað ekki sitja uppi
með þessar einu leturgerðir.
Reyndar er erfitt yfirleitt að hugsa
sér heiminn án einhvers konar
leturs. Tákna, sem raðað er saman
til þess að túlka hugsanir og fróð-
leik eða eins og í Austurlöndum
fjœr, leturs sem táknar hugmyndir.
Þessi tiltölulega einjoldu tákn
auðvelda öll samskipti milli
manna og á síðari tímum er orðið
sjálfsagt að nota leturs við sam-
skipti milli heimsálfa. Þetta þykir
svo sjálfsagt I dag að fœstum
þykir orð á því gerandi. Fœstir
hugleiða heldur að stórar starfs-
stéttir byggja tilveru sína á tilvist
leturs, blaðamenn, prentarar og
rithöfundar, svo eitthvað sé nefnt.
Ég á í það minnsta mjög eifitt
með að hugsa mér hvemig við
fœmm að án þess.
Letur hefur afar mikið að segja í
hönnun, hvort sem um er að ræða
bóka- og bæklingaútlit eða þá
útlit auglýsingaeíhis. Fyrirtæki
nota letur sem hluta af heildar-
útliti sínu og reyna oftar en ekki
að segja eitthvað aukalega með
leturgerðinni: Ég er smart, ég er
áreiðanlegur, vinalegur, traustur
eða ég er tæknifyrirtæki. Það er
ekki hægt að gefa neina ákveðna
formúlu fyrir því fyrir hvað hver
leturgerð stendur. Frekar má
segja að leturgerðin fái á sig
einhverja táknræna merkingu i
því samhengi sem hún er sett
ffam. Smátt og smátt tengist
ímynd fyrirtækisins við letrið þar
til það nægir að skrifa einfalda
setningu með letrinu og við
skynjum samstundis þessa dýpri
merkingu. Oftast alveg
ómeðvitað. Svo koma ótal
eftirhermur í kjölfarið. Fyrirtæki
sem vilja ná sama árangri og
glæsilega fyrirtækið með flotta
letrið taka að nota sama eða svip-
að letur og letrið kemst i tísku.
Einfalt er að sjá þetta til dæmis
með letur sem Apple fyrirtækið
hefur notað. Garamond réð lögum
og lofum upp úr 1990 og í dag er
Myriad sem Apple notar feikilega
vinsælt. Annað dæmi er þegar
Starbucks fór að nota letrið
Cézanne, sem hafði ekki selst
mikið af í ein átta ár. Salan á því
letri rauk upp úr öllu valdi og ég
skal fuslega viðurkenna að ég er
einmitt að nota það letur i
verkefni sem ég er að vinna að.
Breytingar í leturlandslagi
Ég geng út frá því að flestir sem
lesa þetta blað þekki eitthvað
smávegis til sögu leturs og prent-
unar. Þeir vita sem er að letur vex
ekki á trjánum. Lengi framan af
var letrið sem notað var í prent-
smiðjum útskornir stafir úr tré og
síðar úr blýi. Fyrir aðeins tuttugu
til þrjátíu árum fór letur að verða
til í ljóssetningarvélum og ruddu
þær fljótlega út öllu lausa blý-
letrinu. Þegar tölvurnar tóku að
lokum við öllu umbroti og letur-
meðferð urðu miklar breytingar í
prentiðnaðinum. Heilu starfs-
greinamar svo sem setjarar,
skeytingamenn og offsetljósmynd-
arar, nánast þurrkuðust út, en á
sama tíma jókst öll prentun um
allan helming. Þekking margra
þeirra sem störfuðu í áðumefhd-
um prentiðnaðargreinum hefur
nýst á öðmm starfsvettvangi, t.d. á
auglýsingastofum og margir hafa
fært sig yfir í umbrot.
Letur hefur sjaldan gegnt jafn
þýðingarmiklu hlutverki í sögunni
og einmitt á þessum gósentímum
prentunar. Miklu fleiri koma við
sögu við þessa notkun og aukin
eftirspum eftir fleiri leturgerðum
hefur verið gífurleg. Framboðið
hefur fylgt eftirspurninni eftir.
Verð fyrir leturgerðir hefúr líka
lækkað gríðarlega, enda sala á því
gerbreyst. I stað þess að prent-
smiðja ætti blýletrið eða setning-
arþjónustan sæti ein að takmörk-
uðu safni fokdýrs leturs, er letur
orðið almenningseign. Hverri
tölvu fylgir mikill fjöldi leturgerða
sem dugir flestum sem heima sitja
með tölvu, en auglýsingastofúr og
prentsmiðjur þurfa að eiga marg-
falt það magn til þess að velja úr á
hverjum degi. Áætlað er að til
sölu séu vel á annað hundrað þús-
und leturgerðir og er þá ótalið allt
það letur sem aldrei hefúr komist í
umferð.
I dag getur nánast enginn sem
starfar við meðhöndlun leturs,
hönnuðir og prentsmiðjur, hugsað
sér annað en að vera með gott
safn leturs. Eins þægilegt og
þetta er orðið skapar þessi mikli
fjöldi ný vandamál. Ekki það að
vandamál hafi ekki verið líka til
á tímum ljóssetningarvélanna.
Það vissu bara færri af þeim
vanda. Sem dæmi var fokdýrt að
fá íslenska stafi í forrit Ijóssetn-
ingarvélanna og takmarkaði það
mjög það úrval sem var úr að
spila. Önnur og tæknilegri vanda-
mál voru stillingar á ljósmagni
við setningu, framköllun og
ýmislegt í þeim dúr.
Á tölvuöld er það hins vegar
leturQöldinn sem truflar, utanum-
hald og stýring á honum. Og enn
eru það íslensku stafimir sem
valda vanda. Á tímum ljóssetn-
ingarvéla voru það bara þ og ð
sem voru til trafala, en í þá daga
þurfti að panta og láta teikna
sérstaklega þessa stafi í letur-
settin. I tölvunum eru það þ, ý og
ð sem hafa verið að gera usla.
Hér er ég að miða við Macin-
tosh-tölvurnar sem ráða ferðinni í
prent- og hönnunargeiranum. Á
sínum tíma var ákveðin svo-
kölluð stafatafla fyrir makkana
og gekk bara vel til að byrja með.
Þegar tímar liðu kom í ljós að
þessi stafatafla gekk ekki saman
við stafatöflur pc-tölva, auk
annarra vankanta. Ákvörðun sem
í sjálfú sér var ekki röng þegar
hún var tekin reyndist arfavitlaus
þegar fram liðu stundir. Sem
betur fer sjáum við nú loksins
fyrir endann á þessum leiðinda
kvilla og eftir eru aðeins örfá
forrit sem ekki geta nýtt sér
svokallaða Unicode-stafatöflu
sem er lykilatriði í að tryggja
okkur hnökralausa íslensku í því
efni sem við búum til. Bröltið við
að fá þessa stafi fram hefur verið
PRENTARINN ■ 23