Prentarinn - 01.11.2005, Page 24
gríðarlegt og óhætt að segja að
það hafa tapast miklir ijármunir
vegna þessa á síðustu árum. Alls
kyns viðbætur og viðgerðir á
forritunum og stýrikerfunum hafa
verið gerðar og letrinu sjálfu
breytt - allt til þess að okkar
heittelskuðu þýð komi fram. Við
getum farið að anda léttar.
Er þetta vesen þá ekki
alveg að verða búið?
Letrið, eins og við sjáum það,
komið á pappír eða tölvuskjá, er í
öllum meginatriðum byggt á
sömu forsendum og fyrr á tímum.
Það er að segja leturformin,
stafagerðin. Tæknilega séð er allt
annað upp á teningnum. Mikill
munur er frá útskornum stöfum
eða steyptum í blý yfir í letrið
eins og við notum það í dag.
Letrið sem við setjum á tölvurnar
er tölvuforskrift, nokkurs konar
forritsbútur, sem forrit sækja til
þess að mynda leturformin.
Forskriftin segir til um lögun
letursins, staðsetningu tiltekinna
punkta í hnitateikningu, stafabil
og því um líkt. Þótt ekki sé í
grundvallaratriðum flókið að
teikna letur eru að baki býsna
margar reglur sem þarf að fylgja
til að letur standist allar kröfur
sem kunna að verða gerðar til
þess í vinnsluferli prentverka.
Svo dæmi sé tekið er útlínuteikn-
ing leturs andsælis, það er frá
hægri til vinstri og í stöfum eins
og O er þá innri hringurinn í hina
áttina til þess að mynda flöt með
gati í gegn. Þetta er samkvæmt
PostScript-staðli. Við myndum
sjá alveg eins O þótt teikningunni
væri alveg snúið við. En einstaka
útkeyrslutæki gera ekki ráð fyrir
því og gefa villuboð við þetta.
Ýmiskonar pyttir af þessum toga
hafa myndast og munu gera
áfram ef ekki er vandað til verka.
Annað dæmi eru nöfn á letri.
Við sjáum nöfnin á letrinu bæði á
tölvunni og í valseðli. En inni i
letrinu sjálfu eru fleiri uppsetning-
ar af nafhinu og strangar reglur
um hvernig þau eru framsett. Ekki
gildir það sama fyrir makka og pc.
Windows stýrikerfið leyfir til
dæmis aðeins að notað sé Regular,
Italic, Bold og Boldltalic sem
stílanöfn á letri og því getur staðið
í bæði tölvum og útkeyrslutækjum
þegar notuð eru stílanöfn eins og
Light eða þá skrifað upp á
íslensku, eins og til dæmis Feitt
sem ég hef séð. Það er því í mörg
horn að líta þegar búið er til letur.
Þegar svo við bætist að nýir
leturstaðlar bætast við eins og
OpenType, með enn fleiri staðla,
þyngist enn róðurinn hjá þeim
sem vinna við hönnun leturs. Eitt
er að teikna leturformin sjálf og
annað að gæta þess að letrið upp-
fylli alla nauðsynlega staðla. Þetta
er farið að sliga marga leturhönn-
uði verulega, hönnuði sem ætluðu
bara að búa til letur en ekki fást
um eitthvert tæknimaus. Fljá
stærstu útgefendum leturs er þetta
þannig að letur kemur ffá letur-
hönnuðum en tæknimenn hjá
þeim eiga að tryggja að stöðlum
sé fylgt. Smærri aðilar og einstak-
lingar sem gefa út letur þurfa að
verða sér úti um þessa þekkingu
sjálfir eða leita til sérífæðinga.
OpenType-sniðið, sem nú
ryður sér mjög til rúms þessa
dagana, er annars ffábær viðbót
við leturflóruna. Það býður upp á
ýmsa nýja möguleika sem aðeins
voru til í villtustu draumum fyrir
nokkrum árum. Hvert letur getur
innihaldið alls kyns aukatákn
sem áður þurfti að nálgast í auka-
útgáfúm af letrinu, til dæmis í
OldStyle-pakka eða þá Small-
Caps. Núna er hægt að setja þetta
allt inn í sama letrið og hægt að
bjóða upp á aukaútgáfur af hverj-
um staf. Þannig má gera skriftar-
letur eðlilegra ef notaðar eru mis-
munandi gerðir af stöfum sem
koma mörgum sinnum fyrir í
texta. Hefðbundið letur, TrueType
og Typel hafa aðeins leyft að 256
stafir séu í hverju letri en
OpenType getur innihaldið allt að
65.000 tákn. Það þýðir að nánast
öll ritmál heimsins komast fyrir í
einu og sama letrinu.
Af ffamansögðu er ljóst að víða
getur brugðið út af í beinum
tengslum við letrið sjálft og er hér
þó fátt eitt nefnt. Ég er þó alls
ekki að reyna að hræða neinn upp
úr skónum. Stöðugt er unnið að
því að gera okkur lífið með letr-
inu einfaldara þótt á sama tíma
virðist stundum sem bakgrunn-
urinn sé sífellt að verða flóknari.
Ýmis góð forrit eru ffamleidd til
þess að koma betra skipulagi á
leturstýringu á tölvunum og önnur
til þess að reyna að gera hönnun á
letri öruggari tæknilega.
Himinninn er því ffekar bjartur
þótt eitt og eitt ský renni sér yfir
hann og sturti regni yfir okkur.
Höfundur er hönnuður og sér um
fimmtíu og sjö tölvur á Islensku
auglýsingastofunni. Hann heldur
úti vefsetrinu www.font.is þar
sem hann fjallar um leturmál og
ýmis önnur tölvutengd mál.
ðlfusborgir 40 ára
Orlofsbyggðin í Ölfusborgum
fagnar um þessar mundir 40 ára
afmæli sínu. Byggðin sem er
fyrsta orlofshúsabyggð verka-
lýðshreyfingarinnar hefur veitt
ómældum fjölda félagsmanna í
FBM og öðrum verkalýðsfélög-
um ánægjustundir í gegnum
árin. Það var um 1960 sem
Alþýðusamband íslands undir
forystu Hannibals Valdimars-
sonar hóf undirbúning að orlofs-
húsabyggð fyrir aðildarfélögin.
Undirbúningur og bygging tók
u.þ.b. 5 ár en húsin voru tekin í
notkun vorið 1965.
Húsið okkar nr. 13 sem Bók-
bindarafélag íslands lét reisa á
sínum tíma er eitt 36 húsa sem
eru á svæðinu og hefur verið
vinsælt á flestum tímum. Eins og
gefur að skilja hefur húsið þurfi á
endurnýjun að halda og frá 1992
þegar húsið var bæði stækkað og
endumýjað hefur aðsókn verið
afar góð, sérstaklega hefur að-
sókn verið góð að vetri eftir að
bætt var heitum potti við húsið en
það var gert árið 2000.
Orlofshús FBM í Ölfusborgum.
Fyrirkomulag í Ölfusborgum
vegna leigu á húsum er með
þeim hætti að eignaraðilar geta
nýtt hús hver frá öðrum ef svo
ber undir. T.d. ef húsið okkar er
laust má leigja það félagsmönn-
um innan annarra félaga sem
aðild eiga að rekstrarfélaginu og
eins geta mögulega fleiri
bókagerðarmenn verið með hús
en við eigum sjálf, ef eitthvað er
laust af húsum hjá öðmm og
eftirspum er mikil. Þannig næst
allt að 100% nýting á húsin sem
er afar mikilvægt. Einnig er hús
sem ætlað er hreyfihömluðum
félagsmönnum og er það leigt
öllum aðildarfélögum.
24 ■ PRENTARINN