Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 2
www.skyr.is Þú finnur fleiri boostuppskriftir á Léttboost 1 lítið Vanilluskyr.is ½ banani sneið af melónu ½ pera dass hreinn appel- sínusafi 6-8 ísmolar SVO LJÚFT OG LÉTT F angi á Litla Hrauni reyndi fyrir skömmu skera sig á háls. Við það notaði hann rakvélarblað sem hann tók úr einnota rakvél. „Ég vildi bara deyja,“ segir fanginn, karlmaður á þrítugsaldri, í samtali við Fréttatímann. Skurðurinn var ekki það djúpur að hann væri í lífshættu en hann var fluttur á sjúkrahús þar sem sárið var saumað. Fanginn hefur um árabil átt við alvarleg geðræn vandamál að etja, verið inn og út af geðdeildum og var þar síðast skömmu áður en hann hóf afplánun. Fanginn treysti sér ekki til að koma fram undir nafni en þetta er fyrsta afplánun hans. „Ég var að koma úr mikilli neyslu þegar ég var handtekinn. Ég var búinn að vera á amfetamíni, rítalíni, alls konar örvandi efn- um,“ segir hann. Fyrst var hann vistaður í fangaklefa á lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. „Þar skar ég mig um allan líkamann með rifnu plastglasi,“ segir hann. Hann gagnrýnir að hann hafi ekki fengið þunglyndis- og kvíðastillandi lyf eftir að hann var handtekinn, lyf sem hann þarf á að halda, en viðurkennir að hann hafi sjálfur ekki tekið þau þegar hann gekk laus og neytti fíkniefna. Skaðinn af því að skera sig með plastglasinu var ekki það mikill að ástæða væri til að færa fangann á sjúkrahús. Þegar hann átti loks að fá aðhlynn- ingu og fór til læknis í fylgd lögreglumanna reyndi hann áfram að skaða sjálfan sig. Fanginn segir að geðlæknir hans hafi haldið því fram að hann væri að skaða sig því hann væri ósáttur við að vera læstur inni og væri í raun ekki að reyna að drepa sig. Fanginn fullyrðir að hann hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og gagnrýnir að hann þurfi að bíða jafnvel í meira en viku eftir hverju viðtali við geðlækni. „Hvar liggja mörkin, hvað þarf að ganga á til að maður fái almennilega geðræna aðstoð í fangelsi?“ spyr hann. Sjá nánari umfjöllun á síðu 12 Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Við hitakrampa missa börn meðvitund, stífna upp, augun renna upp á við og taktfastir kippir fara um líkamann. Í byrjun krampans gerist oft að börn bláni í kringum munninn. Yfirleitt standa hitakrampar aðeins í nokkrar mínútur en geta verið sem heil eilífð fyrir þá sem sinna barninu. Ljósmynd/Getty  Heilbrigðismál Um 6 prósent barna Fá Hitakrampa Langflestir þiggja áfallahjálp Langflestir, um 80 prósent, nýta sér áfallahjálp sem Barnaspítalinn býður foreldrum barna sem fengið hafa hitakrampa enda telja margir að barnið sitt sé að deyja. Um 6 prósent barna fá hitakrampa, að sögn Péturs Lúðvígssonar, barna- læknis á Barnaspítala Hringsins. Hann er ekki lífshættulegur en foreldrum er samt sem áður ráð- lagt að hringja á sjúkrabíl. Þegar líkamshiti barna hækkar snögglega geta þau fengið hita- krampa og missa þá meðvitund og kippir fara um líkamann. Ógn- vekjandi er fyrir aðstandendur að horfa á og upplifa margir þá til- finningu að vera að missa barnið. Foreldrum er boðið upp á viðtal til að vinna úr tilfinningum sínum eftir krampann. Algengast er að börn á aldr- inum eins til þriggja ára fái hita- krampa. Orsakir krampans eru enn ekki þekktar en vitað er að tilhneiging til hans erfist. Rann- sóknir hafa sýnt að hitalækkandi lyf draga lítið sem ekkert úr hætt- unni á að barn fái hitakrampa jafnvel þó að hitinn haldist í skefjum. „Fólk fyllist oft hræðslu og hleypur með börnin út undir bert loft en réttu viðbrögðin eru að bíða og hagræða barninu á hlið eins og hægt er,“ segir Pétur. „Við lengri hitakrampa eru réttu við- brögðin í sjálfu sér þau sömu. Við ráðleggjum fólki að hringja alltaf á sjúkrabíl,“ segir Pétur. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Hlutabréfamarkaður í örum vexti Velta íslenska hlutabréfamarkaðarins var að markaðsvirði 123 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og tæplega 40% meiri en hún var allt síðasta ár. Velta hlutafjármarkaðar hefur aukist nokkuð samfellt frá ársbyrjun 2009, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Á sama tíma hefur gengi Úrvalsvísitöl- unnar hækkað jafnt og þétt frá því að ný vísitala leit dagsins ljós. Við lok fyrsta ársfjórðungs 2013 nam heildar hækkun vísitölunnar frá ársbyrjun 2009 um 20%. Bróðurpartur þessara hækkunar er þó frá fyrsta fjórðungi þessa árs en á því tímabili hækkað vísitalan um 13%. Velta íslenska hlutabréfamarkaðarins er þó enn lítill í sögulegu tilliti. Velta í fyrra var svipuð og velta ársins 1998 ef leiðrétt er fyrir verðlagsáhrifum og nemur aðeins um 3% af veltu ársins 2007, leiðrétt fyrir fyrr- nefndum verðlagsáhrifum. - jh Uppbygging í þjóðgörðum Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 147 milljónum til framkvæmda í þjóðgörðum. Um- hverfisstofnun færi hæstu upphæðina, 75 milljónir til byggingar þjónustumiðstöðvar á Hellissandi og Vatnajökulsþjóðgarður fær næstmest, 38 milljónir til byggingar þjónustumiðstöðvar við Dettifoss. Þá er gert ráð fyrir minniháttar framkvæmdum á Þingvöllum. -sda Hamingjusöm en forðast ávexti Færri íslensk börn neyta ávaxta daglega en börn í löndunum sem við berum okkur saman við samkvæmt skýrslu UNICEF um velferð barna í efnameiri ríkjum. Börn í einungis átta ríkjum neyta sjaldnar ávaxta en íslensk börn, sjaldnast í Finnlandi. Ávaxtaneyslan er mest í Danmörku. Íslensk börn eru jafnframt feitari en börn í flestum samanburðarlöndunum og hreyfa sig sjaldnar. Þau reykja hins vegar minnst allra og einungis börn í Bandaríkjunum eru ólíklegri til að hafa neytt áfengis. Þau eiga í einna bestu sambandi við foreldra sína og einungis börn í Hollandi segjast hamingjusamari. -sda Ég vildi bara deyja.  geðHeilbrigðismál Fangi gagnrýnir geðHeilbrigðisþjónUstU í FangelsinU Fangi skar sig á háls Ungur fangi sem nýlega hóf afplánun á Litla Hrauni er ósáttur við hversu litla geðlæknaþjónustu hann fær, þrátt fyrir að hafa gert tilraun til að svipta sig lífi. Hann er ekki undir sérstöku eftirliti. Ungur fangi með langvinn og alvarleg geðræn vandamál segist ekki fá þá aðstoð í fangelsinu sem hann þarf. Tölugerð mynd Tímamót í tannlækninum Framvegis munu öll börn hafa sinn eigin heimilistannlækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlækna- félags Íslands um tannlækningar fyrir börn og unglinga sem undirritaður var á fimmtudag. Hlutverk heimilistannlæknis er meðal annars að boða börn í reglulegt eftirlit, sjá um forvarnir og aðrar nauðsyn- legar tannlækningar þeirra. Markmið samningsins er að börn yngri en 18 ára fái nauðsynlega tannlæknaþjón- ustu, óháð efnahag foreldra. 2 fréttir Helgin 12.–14. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.