Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 38
Í Dorritarstellingu (og Ólafs) S Sennilega var það Díana heitin prinsessa sem kom kórónu halla heims, Taj Mahal í grennd við borgina Agra í Indlandi, endanlega á heimskortið þar sem hún sat ein á bekk fyrir framan marmarahöllina glæsilegu en Karl Bretaprins var víðs fjarri. Hvað okkur á landinu bláa varðar var það hins vegar Dorrit Moussaieff, þáverandi heitkona og síðar eiginkona Ólafs Ragnars, forseta Íslands, sem gerði slíkt hið sama í opinberri heimsókn til Indlands aldamótaárið. Þá festist þessi bygging, sem með réttu er talin ein sú fegursta í heimi, í hugskoti Íslendinga. Taj Mahal er í raun grafhýsi frá miðri 17. öld, minnisvarði um eilífa ást. Keisarinn Sah Jahan byggði þennan varða í minn- ingu drottningar sinnar, Mumtaz Mahal sem lést af barnsförum árið 1631. Það tók 22 þúsund smiði 22 ár að byggja marm- arahöllina en hún var fullbyggð árið 1653. Ekkert var til sparað við gerð grafhýsisins og eins gott að keisarinn hafði aðgang að skattfé þegnanna við gerð þess. Þessa minnismerkis um ást hafa menn notið síðan og vinsælt er að láta mynda sig framan við marmaramusterið, líkt og heitbundin Ólafur Ragnar og Dorrit gerðu um árið. Íslendingar voru forvitnir um þá konu sem komið hafði óvænt inn í líf for- setans og blaðamaður Morgunblaðsins, sem var með í heimsókninni, lýsti því svo að ekki hefði farið á milli mála að þar færi ástfangið fólk. Hann greindi jafnframt frá því að annar blaðamaður hefði spurt hvort von væri á yfirlýsingu frá þeim á staðnum. Forsetinn hefði hins vegar áttað sig á því að fréttamaðurinn væri að bíða eftir hugsanlegri yfirlýsingu um hjónaband og svarað spurningunni neitandi. Eins og alþjóð veit var þess hins vegar ekki langt að bíða að Ólafur Ragnar og Dorrit stað- festu heit sín með hjónabandi. Hvort setan á bekknum fyrir framan Taj Mahal hefur haft sitt að segja í þeim efnum skal ósagt látið en varla hefur hún skaðað. Minn betri helmingur hefur lengi haft það á stefnuskránni að heimsækja Ind- land, ekki síst Taj Mahal. Hún ávítaði mig nett á þessum tíma fyrir að fylgja ekki for- setanum í reisuna og taka sig með, svo af þessu gæti orðið. Málið var hins vegar það að þáverandi vinnustaður minn, DV, sendi blaðamann ekki með í Indlandsferðina. Þegar þarna var komið sögu hafði þrengt nokkuð að fjárhag blaðsins og að vonum var horft í hverja krónu. Indlandsheimsóknin hefur því beðið – þar til núna um páskana að við hjóna- kornin við skelltum okkur til fyrirheitna landsins. Sunnuferðir, með þann merka ferðafrömuð Guðna Þórðarson í farar- broddi, auglýstu ferð til Indlands um páskana – og til himalajaríkisins Nepal í bónus. Nú lét mín góða kona ekkert stöðva sig. Hún ætlaði með bónda sinn á bekkinn fyrir framan marmaraslotið Taj Mahal – og hana nú, fyrir utan að njóta alls annars í reisunni, auðvitað. Það var því eftirvænting í fimmtán manna hópi góðs fólks sem lagði árla af stað áleiðis til Indlands, með viðkomu í Noregi og Katar á langri leið til Delí. Fyrir hópnum fór Ólafur Baldursson landfræðingur sem jafnframt naut aðstoðar frábærra indverskra fararstjóra – og hið sama gilti í Nepal, þegar þangað kom. Við vorum að sönnu nokkuð teygð á leiðarenda en létum það ekki á okkur fá og fórum strax eftir innritun á hótel í skoðunarferð um gömlu Delí. Okkur var snarlega kippt inn í annan heim þar sem öllu ægði saman. Fararskjótar okkar voru hjólatíkur, „rickshaw“, ekki beinlínis kádiljákar en menga minna, aðeins svita þess sem hjólar með farþegana. Það var eins gott, nóg var mengunin samt af bíl- um, vélhjólum, skellinöðrum og vespum, auk gangandi vegfarenda, nautgripa og annarra kvikinda sem þvældust hvert innan um annað. Bensínfnykurinn sam- einaðist með undarlegum hætti angan framandi kryddtegunda svo úr var torræð blanda. Hvernig umferðin gekk upp og allir lifðu af er mér óskiljanlegt. Við bætt- ist að heimamenn tóku forskot gleði- og hátíðardaginn Holi, sem boðar komu vors- ins. Það gera þeir með mikilli litadýrð og kasta alls konar litum hver á aðra. Lengi vonuðumst við til þess að sleppa undan þeim ósköpum, enda í bærilega vönd- uðum fötum, en varð ekki að ósk okkar. Bleik gusa náði okkur á lokametrunum í hjólatíkinni. Þar með fóru fínu fötin, ljósu buxur frúarinnar og dýra peysan, skyrtan mín og gallabuxurnar sömuleiðis. Okkur var nær að vera ekki í strigapokum. Nýja Delí, sem við skoðuðum daginn eftir, var öðruvísi enda breiðstrætin hönn- uð á nýlendutíma Breta. Andstæðurnar voru ótrúlegar, annars vegar hallir og stórhýsi auðmanna, hins vegar hreysi fá- tæklinganna og sóðaskapurinn í kringum þau – ef fólkið var ekki beinlínis á götunni innan um sorpið – og kýrnar heilögu á sömu strætum og gangstéttum. Indland á víða langt í land, mengun og sóðaskapur hrópar beinlínis á mann en í annan stað er sagan og menningin merk hjá þess- ari annari fjölmennustu þjóð veraldar. Indland og hitt asíska stórveldið, Kína, eru á fullri ferð, millistéttin fer stækk- andi og hagvöxtur er mikill. Hlutfallsleg heimsframleiðsla eykst þar um leið og hún dregst saman í gömlu iðnríkjunum, Evrópu og Bandaríkjunum. Eftir dvöl í Delí heimsóttum við Jaipur, höfuðborg Rajasthan, myndræna borg með bleikum byggingum, ævintýralegum höllum og stórum virkjum. Frægust er borgin fyrir gull og gersemar, enn eitt dæmið um öfgar hins fjölmenna ríkis. Við Ambervirkið, rétt utan Jaipur, riðum við fílum. Það verður að segja eins og það er, fílar eru engir töltarar. Þótt þeir færu aðeins fetið eru þessar risaskepnur meinhastar. Borgin Agra og fyrrnefnd kóróna hall- anna, Taj Mahal, var þó hápunktur Ind- landsferðarinnar. Fyrir framan mar- mamaramusterið, og loksins komin á þann merka stað, létum við eftir okkur sannkallaða Dorritarstellingu (og Ólafs) á bekknum fræga. Gott ef við gengum ekki enn lengra, ýmist í set- eða legu- stellingum með indverskan ljósmyndara á fleygiferð. Það má leyfa sér ýmislegt eftir fjörutíu ára hjónaband – ekki síður en í trúlof- unarstandi. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 38 viðhorf Helgin 12.–14. apríl 2013 Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.