Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 34
Var sendur með Ritzkex og rækju- salat í nesti á fyrsta giggið „Ég held að ég hafi verið settur á þessa kúlu til að skemmta fólki, það er ástæðan fyrir því að maður nennir þessu,“ segir Sigurður Helgi Hlöð- versson, Siggi Hlö. Siggi stjórnar sem kunnugt er hinum vinsæla út- varpsþætti Veistu hver ég var? á laugardögum á Bylgjunni. Með- fram þættinum er hann vinsæll plötu- snúður, svo vinsæll reyndar að hann er meira og minna bókaður fram í miðjan október og á dögunum fékk hann bókun fyrir laugar- dagskvöldið 7. júní 2014. Ferillinn hófst upp úr 1980 þegar Siggi var sóttur, 12 ára gamall, og látinn koma fram sem plötusnúður fyrir unglinga- deildina í Seljaskóla. Faðir hans stundaði fraktsiglingar hjá Eimskip og var duglegur að kaupa plötur handa stráknum svo Siggi þótti augljós kandítat í starfið. „Og fyrsta giggið var í skúringageymslu í unglinga- deildinni. Ég fékk útivistarleyfi og nesti með, Ritzkexpakka og rækjusalat,“ segir Siggi og hlær. Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% Drottna yfir dansgólfinu Með nýrri tækni getur næstum því hver sem er mætt í partí með tölvuna sína og kallað sig plötusnúð. Það er þó ekki öllum gefið að endast í starfinu og ná fullum tökum á því. Fréttatíminn ræddi við fjórar goðsagnir sem samanlagt eiga að baki um hundrað ára starfsaldur sem plötusnúðar. Ljósmyndir/Hari öfgar á tímabili hjá mér, árin 2008 og 2009. Það eru 52 helgar á ári, 104 föstudags- og laugardagskvöld. Um miðjan september það ár taldi ég þetta saman og þá var ég búinn með 110 gigg það árið og átti eftir þrjá og hálfan mánuð,“ segir Kristján sem þekktur er sem Fiskikóngurinn. Eða bara Kóngurinn. Aðspurður segist hann ekki hafa enst í plötusnúðastarfinu pen- inganna vegna, það sé „rushið“ að gleðja áhorfendur sem dragi hann áfram. „Það er svona svipað með mig og Madonnu, ég held að hún sé ekki að þessu peninganna vegna. Hún hefur svipaða ástríðu og ég,“ segir hann og skellir upp úr. „Maður fær svolítið „kikk“ þegar það eru 2-400 manns fyrir framan mann öskrandi. Adrenalínið hvetur mann áfram.“ Kristján kveðst spila dansmúsík, músík sem fær fólk til að hreyfa sig. Hann spilar mikið á skemmtistöðum en líka í veislum þó minna sé um það en áður. Kristján segir að brúðkaup séu erfiðustu giggin, enda erfitt að gera öllum til geðs þegar gestir eru á öllum aldri. „Ég spila mikið ný lög en líka gömul lög í nýjum búningi. Annars spila ég bara það sem fólk vill hlusta á. Mér finnst ekkert gaman að spila Boney M en ef fólk vill heyra það verður svo að vera.“ Hvað heldurðu að þú endist lengi í þessu? „Ég veit ekki, hvenær ætlar Madonna að hætta? Mörgum finnst ég vera ruglaður að vera tólf tíma í fiskbúðinni og fara svo að spila. Á föstudögum er þetta sólarhringsvakt hjá mér. Þá vakna ég sex og er kominn í vinnu klukkan sjö. Eftir tólf tíma fer ég heim og klappa konunni og börnum en fer út fyrir miðnætti. Svo er ég kominn heim klukkan fimm og sofnaður klukkan sex. En ég er nota bene ekki í golfi. Ég lifi fyrir tónlistina.“ Ekki mikið á unglingaböllunum „Ég er eins og hefðarfrúr og segi helst ekki frá því hvað ég er búinn að vera lengi í bransanum. En ætli ég verði ekki að gera undantekningu á núna? Núna í mars voru akkúrat 35 ár síðan ég byrjaði,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, stofnandi og eigandi diskóteks- ins Dollý. Jóhannes er 52 ára og kveðst vera á endasprettinum í þessum bransa. „Þetta er orðið hobbí hjá mér enda myndi maður ekki lifa á þessu. En maður hefur hangið í þessu, þetta er della. Og tækjadella líka. Maður er svona að rembast við að vera með allt það flottasta og besta,“ segir plötusnúðurinn sem undanfarið hefur lagt stund á nám í lögfræði við Há- skóla Íslands. Jóhannes kveðst skemmta við ýmis til- efni; í brúðkaupum, afmælum og veislum hjá fyrirtækjum og íþróttafélögum svo fátt eitt sé nefnt. „Ég spila mikið svona millitón- list, tónlist fyrir bland- aða hópa. Ný lög fá að fylgja með en ég er ekki mikið á unglingaböllunum.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Siggi var yfirplötusnúður Seljaskóla öll þrjú ár sín í unglingadeild- inni og átján ára fékk hann tækifæri til að láta draum sinn um að verða útvarpsmaður rætast. Í stuttu máli sagt var hann svo viðriðinn Bylgj- una og fleiri miðla allt fram til aldamóta meðfram því að koma fram plötusnúður á skemmtistöðum. „Ég var hins vegar ekki plötusnúður í Klúbbnum eða Hollywood. Það hafa margir komið upp að mér og staðhæft að þeir muni eftir mér í Hollywood sem er alveg ótrúlegt því ég komst aldrei þangað inn,“ segir Siggi og hlær. Hann veit sem er að hann er orðinn einskonar tákngervingur tónlistar frá níunda áratugn- um vegna vinsælda útvarpsþáttar síns og því tengja hann margir við þetta tímabil í lífi sínu. Siggi, sem er nýorðinn 45 ára, segir að hann sé ekki í þessu starfi peninganna vegna, þó hann viðurkenni að það sé hægt að hafa ágætlega upp úr þessu. Hann spilar í alls kyns veislum („brúðkaupin eru skemmtilegust því þá eru allir svo einbeittir að skemmta sér og brúðhjónunum“) en segist helst ekki spila á skemmtistöðum lengur, hann nenni ekki að vera að til fjögur eða fimm á morgn- ana. Siggi reynir auk þess að bóka sig bara á laugardaga, en eiga föstudagskvöldin með eiginkonunni. „Ég get þetta því ég er með uppkomna krakka. Ég þarf ekki að vera í Ikea og Húsdýragarðinum um helgar.“ Ætla ekki að stjórna Júlladiskói fimmtugur „Júlladiskó er orðið smá frægt en alveg hæfilega. Ég þarf ekki að labba í Kringlunni og gefa krökkum „fæv“. Það er ágætt að vera laus við það,“ segir Júlíus Sigurjónsson sem getið hefur sér gott orð sem stuðboltinni á bakvið Júlladiskó. Júlíus er Hafn- firðingur og þar í bæ hefur hann mest spilað, sérstaklega á skemmtistaðnum Engl- ish Pub. Júlli byrjaði að prófa sig áfram sem plötusnúður þegar hann var í grunnskóla en hélt sig svo til hlés fram til aldamóta. „Ég var beðinn að leysa Þór Bæring af á Sportkaffi niðri í bæ. Þá byrjaði þessi bolti óvænt að rúlla,“ segir Júlli sem verður 37 ára árinu og starfar hjá Würth á Íslandi á daginn. Júlli segist spila allskonar tónlist. „Ég spila allt; íslenskt, gamalt, eitís, næntís, Eurovision. Þetta er eiginlega allur pakkinn, öll flóran.“ Júlli er fjölskyldumaður og segist ekki sjá fyrir sér að eldast í starfinu. „Ég ætla ekki að verða fimmtugur með Júlladiskó. Það fyndna er reyndar að það eru margir sem halda að maður- inn að baki Júlladiskó sé fimmtugur eða sextugur. Húmorinn var að búa til hallærislegt nafn til að nota í nokkrar vikur en þetta festist bara.“ Júlli hefur troðið upp tvisvar í Lond- on, í Svíþjóð, í Bratislava í Slóvakíu og í Amsterdam en heimavöllurinn er samt English Pub í Hafnarfirði. „Það er eini skemmtistaðurinn sem ég spila á. Ég get ekkert labbað inn á hvaða skemmtistað sem er og troðfyllt hann. Ég er ekki Páll Óskar.“ Sólarhringsvakt á föstudögum „Þetta er bara svo rosalega gaman að maður getur ekki hætt,“ segir Kristján Berg sem hefur starfað sem plötu- snúður meðfram öðrum störfum síðan 1983. „Maður hefur aldrei hætt alveg en þetta hefur stundum minnkað og byrjað svo aftur á fullu. Þetta fór út í 34 úttekt Helgin 12.–14. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.