Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 32
tímar framundan hjá okkur enda er þetta okkar fyrsta barn.“ Fyrir tæpum þremur árum fóru Kristín og Katrín í gegnum matsferli og fengu í kjölfarið for- samþykki fyrir ættleiðingu barns erlendis. Þá horfðu þær helst til Suður-Afríku þar sem ættleið- ingar samkynhneigðra eru leyfðar innanlands. „En þar sem að Ísland er ekki með samning við neitt ríki sem leyfir ættleiðingar til samkyn- hneigðra þá hefur okkar mál ekki þokast áfram og er í raun enn þá stopp,“ segir Kristín en árið 2011 sögðust þær vilja ryðja leiðina fyrir önnur samkynhneigð pör varðandi ættleiðingar og þá ekki aðeins á Ís- landi heldur í heiminum. „Ísland hefur hingað til verið töffaraland í mannréttindamálum þannig það væri ekki úr vegi ef við yrðum þær fyrstu,“ sagði Katrín í samtali við Vísi.is í mars 2011. Þær fóru síðan þá leið að Kristín fór í glasafrjóvgun og biðin eftir þeirra fyrsta barni er nú ekki nema þrír mánuðir eða svo. Samtíminn tæklaður núna En aftur að því sem Kristín er að fást við akkúrat núna. Sýningin sem hún frumsýnir á föstudags- kvöld samanstendur af þremur stuttum leikverkum sem hún rammar inn á sviði Borgarleik- hússins. „Þessi verk eru eftir þrjá unga höfunda og öll frekar í styttri kantinum. Borgarleikhúsið efndi til lokaðrar samkeppni meðal ungra höfunda síðastliðinn vetur þar sem sex höfundar tóku þátt en þessir þrír voru valdir til áfram- haldandi vinnu.“ Leikritin sem um ræðir eru Skúrinn á sléttunni, eftir Tyrfing Tyrfingsson, Skríddu, eftir Krist- ínu Eiríksdóttur og Svona er það að vera þögnin í kórnum eftir Sölku Guðmundsdóttur. „Þessi verk eru í sjálfu sér mjög ólík á skemmtilegan hátt,“ segir Kristín en höfundarnir voru beðnir um að hafa ekki fleiri en fjóra leik- ara í verkunum „og helst áttu þau að fjalla um eitthvað sem brennur á ungum höfundum á Íslandi í dag. Málefni sem þeim liggja á hjarta eða taka á einhvern hátt á íslensk- um samtíma eða því sem þeim finnst mikilvægt að fjalla um.“ Kristín segir æfingatíma- bilið hafa verið mjög sérstakt enda verkin ólík bæði í formi og innihaldi auk þess sem það sé sjaldgæft að stuttum verkum sé slengt saman í eina sýningu. „Sem leikstjóri í leikhúsi fær maður ekki oft að takast á við svona stutt form eins og kvikmyndaleikstjórar gera oft með stuttmyndum eða rithöf- undar með smásögum. Maður er eiginlega alltaf að takast á við leik- rit í fullri lengd. Ég hef aldrei gert svona stutt leikrit áður en þetta er mjög frelsandi, ekki síst vegna þess að maður getur leyft sér að vera meira afgerandi í stíl og formi. Þetta eru hlutir sem þola kannski ekki tvo tíma en geta verið mjög skemmtilegir í hálftíma sýningu. Þannig að maður fær meira frelsi á ákveðinn hátt sem er mjög hvetj- andi. Ég held það væri bara gaman að sjá fleiri tilraunir með þetta. Að við séum ekki alltaf að festa okkur svona í þessari heils kvölds sýningu. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt æfingatímabil og þetta er það sem mér finnst mest gefandi, að vinna með svona nýtt íslenskt efni, nýtt form og nýjan texta sem maður er að koma að í fyrsta sinn og hefur aldrei verið sviðsettur áður. Þannig að maður þarf að finna aðferðina og leiðina að þessu með leikhópnum og það er þessi nýsköpun sem höfðar afar sterkt til mín og það sem heillar mig mest þegar kemur að leikhúsinu.“ Þrjár í einni Kristín segir að í raun sé hér um þrjár sjálfstæðar sýningar að ræða. „Þær eru samt rammaðar inn með sömu leikmynd sem breytist þó alltaf á milli sýninga en það eru Góðir atvinnumöguleikar í flugvirkjun PI PA R \T BW A • SÍ A • 13 11 73 Nám við Keili á Ásbrú verður sífellt vinsælla og fjöldinn allur hefur nýtt sér þessa nýju og spennandi leið í menntakerfinu. Nú er þar einnig boðið upp á nám í flugvirkjun við Flugakademíuna, en AST (Air Service Training ltd.) hefur sett upp útibú frá skóla sínum við Keili. Þegar fólk veltir því fyrir sér hvað það ætti helst að leggja fyrir sig er gott að huga að atvinnumöguleikum í framtíðinni – en það er talið að allt að 600.000 flugvirkja muni vanta til starfa um allan heim á næstu árum. Nám í flugvirkjun er fyrir konur og karla sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumögu- leikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar. Ef þú hefur áhuga á alþjóðlegu starfsumhverfi og sækist eftir starfsöryggi ættirðu að kynna þér flugvirkjanám. ERU FRAMTÍÐAR- DRAUMARNIR KOMNIR Á FLUG? KYNNTU ÞÉR NÝTT OG SPENNANDI FLUGVIRKJANÁM Í KEILI! AST (Air Service Training ltd.) í Skotlandi hefur sett upp útibú frá skóla sínum hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nám í flugvirkjun er fyrir konur og karla sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í …ölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar. Um er að ræða tveggja ára samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja. Nánari upplýsingar á www.flugvirkjun.is KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net En þar sem að Ísland er ekki með samning við neitt ríki sem leyfir ættleiðingar til samkyn- hneigðra þá hefur okkar mál ekki þokast áfram og er í raun ennþá stopp. Hugsjónakonurnar horfa fram á bjarta og spennandi tíma. Helgin 12.–14. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.