Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 4
Er ofnæmið að trufla? Cetirizin- ratiopharm Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga á hættu að fá krampa skulu láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012. Nú 100 töflur án lyfseðils! HB Grandi hlaut útflutningsverðlaun F jármálastofnanirnar hafa yfirtekið um 5.000 íbúðir frá því að hrunið varð haustið 2008, eða þrjár íbúðir á dag að meðaltali. Íbúðalánasjóður á þar af rúmlega 2.600 íbúðir. Sjóðurinn leigir nú út 938 íbúðir og þar af eru 812 íbúðir leigðar til þeirra sem dvöldu í eignunum þegar sjóðurinn eignaðist þær, ýmist eigendur en oftar leigjendur, samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum. Aðrar íbúðir Íbúðalánasjóðs eru ýmist á byggingarstigi eða ekki taldar í leiguhæfu ástandi en flestar þeirra voru áður í eigu verktakafyrirtækja. Leigan hjá Íbúðalánasjóði miðast við markaðsleigu á sambærilegum eignum í sama póstnúmeri. Sjóðurinn safnar skipulega upplýsingum um markaðsverð á leigumarkaði samkvæmt þinglýstum leigusamningum. 100 þúsund á mánuði fyrir 20 milljóna íbúð Fyrrverandi eigendur, sem fá að búa í íbúðum sem Íslandsbanki og Arionbanki hafa yfirtekið, greiða hins vegar leigu sem sýslumaður ákveður og miðast við 0,5% af fasteignamati á mánuði. Þarna er um það að ræða að fyrrverandi eigendur nýta rétt sinn samkvæmt lögum um nauðungarsölu til þess að fá að búa áfram í íbúð sinni í 6 -12 mánuði eftir nauðungarsölu. Viðmiðunin við fasteignamat þýðir að leiga af íbúð sem er metin á 20 milljónir er 100.000 krónur á mánuði, sem er talsvert undir markaðsleigu svipaðrar eignar á höfuðborgarsvæðinu. Ef leigan er borin saman við afborg- anir af 80% láni sem hvílir á 20 milljóna íbúð væri fyrsta afborgun af óverðtryggðu láni 106.000 krónur á mánuði en rúmlega 64.000 krónur af verðtryggðu láni, sam- kvæmt reiknivél Arionbanka. Íbúðalánasjóður leigir langmest út Íslandsbanki er með 62 íbúðir í útleigu til fyrrverandi eigenda. Um helmingur þeirra er utan höfuðborgarsvæðisins. Arionbanki leigir út 26 íbúðir með sama hætti. Frá Dróma fengust ekki nákvæm- ar tölur. Þær upplýsingar voru gefnar að í nokkrum tilfellum búi fólk áfram í takmarkaðan tíma eftir uppboð í eignum sínum og greiði þá leigu sem sýslumaður ákveður. Eins séu einstök dæmi um að fyrrverandi eigendur leigi áfram af Dróma á markaðsverði. Ekki fengust upplýsingar frá Lands- banka Íslands um hve margir fyrrverandi eigendur leigja íbúðir bankans. Lands- bankinn og Íslandsbanki hafa hvor um sig yfirtekið rúmlega 600 íbúðir frá hruni; Arionbanki hefur yfirtekið um 500 en Drómi um 280. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar yfirtekið rúmlega 2.600 íbúðir en flestar þeirra voru áður í eigu verktaka og á byggingastigi, eins og fyrr sagði. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Húsnæðismál FjármálastoFnanir HaFa yFirtekið 5.000 íbúðir eFtir Hrun Yfir 900 fjölskyldur leigja íbúðirnar sem þær áttu áður Meira en 900 einstaklingar og fjölskyldur eru nú leigjendur í íbúðum þeir bjuggu í þegar íbúðirnar voru yfirteknar af fjármálastofnunum. Leigjendur Íbúðalánasjóðs greiða markaðsleigu en hjá bönkunum ákveður sýslumaður hvað leigan á að vera há. Íbúðalánasjóður er með um 130 íbúðir á almennum leigumarkaði en 820 íbúðir sjóðsins eru leigðar þeim sem bjuggu í þeim þegar þær voru boðnar upp. Að minnsta kosti 90 fjölskyldur leigja að auki íbúðir sem bankar hafa eignast eftir uppboð. Leigan hjá Íbúðalána- sjóði miðast við markaðs- leigu á sam- bærilegum eignum í sama póst- númeri. Sjóð- urinn safnar skipulega upplýsingum um mark- aðsverð á leigumarkaði samkvæmt þinglýstum leigusamn- ingum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú. Ljósmynd/Hari Hákon Már tekur við kokkalandsliðinu „Við munum setja liðinu ákveðin markmið og líklega verður stefnan sett á þátttöku í heimsmeistaramótinu í matreiðslu 2014. Við höfum marga frábæra matreiðslu- meistara sem eiga mikla möguleika á að ná árangri í al- þjóðlegum keppnum,“ segir Hákon Már Örvarsson, nýráð- inn faglegur framkvæmda- stjóri kokka- landsliðsins. Hákon Már er einn af reyndustu matreiðslu- meisturum landsins og margverð- launaður fyrir störf sín. Hann var lengi vel yfirkokkur á veitingastaðn- um Vox og starfaði einnig á Hótel Holti og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg. Þá var hann einn af leiðandi matreiðslumeist- urum Norðurlandanna sem skrifuðu undir sáttmála um hina nýju norrænu matargerð, „New Nordic Food“, og hefur undanfarin ár verið dómari í matreiðslukeppnum. Bandarískir háskólar með kynningu Fulltrúar sautján banda- rískra háskóla mæta á háskólakynninguna „College Day Scandinavia – Reykjavík“ sem fer fram í Verslunarskóla Íslands í dag, föstudag, frá klukkan 15-18. Þessir sautján full- trúar kynna háskólana og svara spurningum sem snúa að vali á erlendum háskólum, inntöku- skilyrðum og mögulegri fjáhagsaðstoð. Kynningin er bæði ætluð framhalds- skólanemum sem vilja kynna sér grunnhá- skólanám en einnig þeim sem farnir eru að huga að meistara- eða doktorsnámi. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir- fram. Skráningin fer fram á heimasíðu College Day Scandinavia 2013. Hákon Már Örvarsson. HB Grandi hlaut Útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands á miðvikudag og Jóhann Sigurðsson bókaútgefandi fékk sérstaka heið- ursviðurkenningu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Út- flutningsverðlaun forseta Íslands voru nú veitt í 25. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Íslands- stofa ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verð- launaveitinguna. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NA 8-15 m/s. Él, eN sNjókomA á s-lANdi og líkur á eljum sV-lANds. Frost 0-10 stig. HöFuðborgArsVæðið: NA 8-13 M/S, StÖKu éL Í KVÖLD, FRoSt 2-7 StiG. NA 10-18 m/s, og sNjókomA eN úrkomu- lítið sV-lANds. Frost 0 -10 stig. HöFuðborgArsVæði : NA 8-13 oG SKýJAð eN ÚRKoMuLÍtið. FRoSt 1 tiL 5 StiG. NA 10-18 m/s, sNjókomA eN slyddA sA- til. Hiti 0 til 4 stig eN Frost NA-til. HöFuðborgArsVæði : NA 8-13 oG SKýJAð eN ÚRKoMuLÍtið. Hiti 0-4 StiG.. Norðaustanátt, snjókoma eða él og víða frost Norðaustanátt, víða nokkuð hvöss um helgina. Snjókoma eða éljagangur í flestum landshlutum en slydda suðaust- antil á sunnudag. Bjartviðri suðvestanlands í dag, en líkur á snjókomu á Suðurlandi og jafnvel við Faxaflóa á morgun. Hlýnar í lok helgarinnar, en áfram vægt frost NA-lands. -3 -5 -4 -4 -3 -2 -4 -6 -5 -2 2 -2 -3 -5 2 Elín Björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 12.–14. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.