Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 6
Dagný Hulda
Erlendsdóttir
dagnyhulda@
frettatiminn.is
Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þæginda búnaði sem
ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs upplifun. Má þar nefna hraðastilli með
fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense.
HANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUROutlander kostar frá
6.190.000 kr.
Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur
Nýr Mitsubishi Outlander
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
mitsubishi.is
Kynntu þér f
rábært
verð á nýjum
Outlander
sem eyðir að
eins frá
5,5 l/100 km.
V erð á fatnaði hér á landi gæti lækkað verulega í kjölfar nýs
fríverslunarsamnings Íslands
og Kína sem undirritaður
verður á mánudaginn. Þegar
samningurinn tekur gildi
verður í fyrsta skipti hægt að
flytja inn fatnað og aðrar vörur
tollfrjálst beint frá Kína. Um
75% af öllum fatnaði sem seld-
ur er hérlendis er framleiddur
í Asíu og um 50% er talinn eiga
sér uppruna í Kína.
„Þetta yrði stórsigur,“ segir
Björn Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri NTC, sem er
meðal stærstu aðila í fataversl-
un á Íslandi.
Björn segir að nú verði farið
í að skoða möguleika á að
flytja inn tollfrjálst beint frá
Kína.
Það ætti að geta lækkað
verð til neytenda um á að
giska 15%, jafnvel meira ef
góðir samningar nást líka um
að lækka flutningskostnað.
Gunnar Ingi Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Hagkaups,
tekur í sama streng. „Við
munum klárlega skoða allar
okkar leiðir," segir hann. "Það
munar um 15%. Gunnar Ingi
segir að það geti hins vegar
orðið flókið að panta beint frá
Kína fyrir íslenskan markað
því gera þurfi stærri pantanir í
viðskiptum við Kína heldur en
við milliliði í Evrópu.
Tvítollun í Evrópu
Björn og Gunnar Ingi eru
ósáttir við tvítollun á vörum
sem framleiddar eru í Asíu og
fluttar inn í gegnum Evrópu.
Fella ætti niður tollinn, sem
lagður er á í Evrópu, þegar
varan er seld áfram til Íslands.
Það hefur ekki gengið eftir í
framkvæmd. Viðmælendur
segja að það kalli á svo mikla
skriffinnsku að heildsalar í
ESB fáist ekki til að leggja
á sig alla þá fyrirhöfn og
kostnað.
Þessi tvöfaldi tollur er hins
vegar stór hluti af skýringunni
á því að það er miklu dýrara
að kaupa föt, skó og flesta aðra
vöru hér á landi heldur en í
nágrannalöndunum.
NeyteNdur Samið um fríVerSluN Við KíNa Sem framleiðir um helmiNg af fatNaði íSleNdiNga
Stór hluti af fatnaði sem seldur er hérlendis er fram-
leiddur í Asíu en fluttur inn í gegnum heildsala í Evrópu.
15 prósent tollur er lagður á vöruna þegar hún kemur
til Evrópu og síðan leggja íslensk stjórnvöld aftur á 15
prósent toll þegar fötin koma hingað til lands.
Verðið gæti lækkað um 15 prósent
Þetta yrði stórsigur, við gætum
farið að keppa á réttum grundvelli
við verslun í Evrópu og Bandaríkj-
unum, segir Björn Sveinbjörnsson
um fríverslun við Kína og afnám
tvítollunar á innflutningi í gegnum
Evrópu. Ljósmynd/ Hari
Munar mestu á
barnafötum
„Þetta fer út í verðlagið
og lendir beint á neytand-
anum,“ segir Björn.
Gunnar Ingi bendir
á að erfiðast sé fyrir ís-
lenska verslun að keppa
um verð á barnafötum,
sem eru undanþegin
tollum og virðisaukaskatti
víða í löndum þar sem Ís-
lendingum þykir gott að
versla. Með því að létta af
þeim gjöldum væri hægt
að lækka verð á barna-
fatnaði um þriðjung á Ís-
landi.
Pétur Gunnarsson
petur@frettatiminn.is
Þó leikhúsgestum hafi fækkað í fyrra var hefur aðsóknin að Mary Poppins
verið góð í ár.
meNNiNg leiKhúSgeStum fæKKaði um SextáN próSeNt milli ára
Hver Íslendingur að meðaltali einu sinni á ári í leikhús
Leikhúsgestum á Íslandi fækkaði um sextán
prósent leikárið 2011-2012 miðað við leikárið
áður, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á síðasta
leikári var samanlagður fjöldi gesta á leiksýn-
ingar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhuga-
leikfélaga 349.000 sem jafngildir því að hver
landsmaður hafi séð eina leiksýningu. Á síðasta
leikári voru sett upp 224 verk á vegum leikhúsa,
leikhópa og leikfélaga og voru sýningarnar
2.176.
Atvinnuleikhópum sem settu upp eina eða
fleiri leiksýningu hefur fækkað um átján á
milli ára en þeir voru sextíu og einn í fyrra en
sjötíu og níu leikárið á undan. Sýningargestum
atvinnuleikahópa fækkaði um ríflega fimmtíu
þúsund frá fyrra leikári.
Leikárið 2011-2012 voru fimm atvinnuleikhús
starfrækt og voru á þeirra vegum tíu leiksvið
sem tóku 3.596 gesti í sæti. Atvinnuleikhúsin
settu upp 36 verk eftir íslenska höfunda en 26
verk eftir erlenda. Uppfærslur sem samanstóðu
af verkum innlendra og erlendra höfunda voru
átta. Sýningargestum atvinnuleikhúsanna fjölg-
aði um 26 þúsund frá fyrra leikári og voru þeir
102.753 talsins.
Áhugaleikhús víðs vegar um landið settu
upp samtals 80 leiksýningar og voru þrjár af
hverjum fjórum leikverk eftir innlenda höfunda.
Sýningargestum hjá áhugaleikfélögunum fækk-
aði um átta prósent á milli leikára.
6 fréttir Helgin 12.–14. apríl 2013