Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 18
S Skoðanakannanir fyrir alþingiskosn- ingarnar eftir rúmar tvær vikur sýna samfélag í upplausn. Stjórnmálaleg festa er ekki fyrir hendi. Bylgjuhreyfingar efnahagshrunsins árið 2008 eru fráleitt horfnar. Þær höfðu mikil áhrif þegar kosið var til þings árið 2009 og munu, miðað við þær kannanir sem birtar hafa verið að undanförnu, ekki síður hafa það nú. Hins sama gætti í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík árið 2010 þegar stór hluti borgarbúa hallaði sér að framboði Besta flokksins. Mikil endurnýjun varð á alþingi árið 2009. Það kjörtíma- bil sem nú er að renna sitt skeið hefur einkennst af hörðum átökum milli stjórnar og stjórn- arandstöðu en ekki síður innan stjórnarflokkanna sjálfra. Það veikti ríkisstjórnina verulega og undanfarin misseri hefur hún í raun ver- ið minnihlutastjórn sem átti í stöðugum erfiðleikum með að koma burðarmálum sínum í gegn. Fari svo sem horfir verður endur- nýjun á þingi ekki minni en í síðustu kosningum. Það er bæði kostur og galli en ekki er eftirsóknarvert að hefja nýtt kjörtímabil upplausnar og átaka og á alþingi. Mikil þörf er á samstæðri ríkis- stjórn að kosningum loknum, ríkisstjórn sem býr svo um hnúta að athafnalíf nái að blómstra og aukin fjárfesting leiði til meiri verðmætasköpunar og hagvaxtar. Slíku fylgir aukin atvinna og betri hagur almennings sem er undirstaða velferðar heimilanna. Allar skoðanakannanir að undanförnu sýna að miklar hreyfingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna. Athyglisverðust er fylgisaukning Framsóknarflokksins og á sama tíma fylgistap Sjálfstæðis- flokksins. Þessar sveiflur milli stjórnar- andstöðuflokkanna eru eftirtektarverð- astar nú síðustu vikur fyrir kosningar en skoðanakannanir hafa lengi sýnt fylgistap stjórnarflokkanna tveggja, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sigurvegaranna í síðustu kosningum. Þá náði Samfylkingin því að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og flokkarnir tveir, Samfylkingin og VG, gátu í fyrsta sinn myndað tveggja flokka vinstri- stjórn. Fari nú sem skoðanakannanir sýna, að Framsóknarflokkurinn verði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, eru það mikil tíðindi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið burðarflokkur íslenskra stjórnmála áratugum saman. Það væri því mikið áfall fyrir forystu hans ef hann tapaði þessari stöðu sinni annað kjörtímabilið í röð. Fylgishrun flokks- ins, miðað við kannanir, hefur orðið á skömmum tíma, en lengst af á því kjörtímabili sem nú er að ljúka mældu kannanir Sjálfstæðisflokkinn stærstan flokka. Á síðustu vikum virðist Sjálf- stæðisflokknum hins vegar hafa mis- tekist að ná til kjósenda. Framsóknar- flokkurinn hefur á sama tíma náð þeirri forystu að kosningabaráttan snýst meira og minna um stefnumál hans. Forystu- menn annarra flokka hafa, hvort sem þeim líkar betur eða verr, orðið að máta sig við stefnu Framsóknarflokksins. Vika er langur tími í pólitík, hvað þá tvær vikur. Lokasprettur kosningabar- áttunnar er eftir. Fari hins vegar eins nú mælist, að Framsóknarflokkurinn vinni stórsigur, er það um leið krafa kjósenda að formaður hans myndi ríkisstjórn. Mikil ábyrgð verður þá lögð á hans herðar. Miðað við stöðuna nú getur Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson myndað tveggja flokka stjórn hvort heldur er til hægri eða vinstri, annars vegar með Sjálfstæðisflokknum og hins vegar Sam- fylkingunni. Án aðildar Framsóknar- flokksins að ríkisstjórn, miðað við stöðuna nú, þyrfti hins vegar að minnsta kosti fjórir flokkar að mynda stjórn. Framsóknarflokkurinn hefur gert það að helsta stefnumáli sínu að afnema verðtryggingu og leiðrétta „stökk- breytt“ húsnæðislán, eins og það er orðað í slagorðum. Þar er talsverðu lofað, jafnvel svo að ýmsir hafa gagn- rýnt harkalega og bent á að þau loforð kunni að reynast dýr – og jafnvel svo að fullkomlega ábyrgðarlaust sé að sjá ekki í gegnum kosningaloforð flokksins um „almenna skuldaleiðréttingu“ húsnæðis- lána, enda taki hún ekki á vanda þeirra sem verst standa – og að tillögur Fram- sóknarflokksins muni, eins og sagði í leiðara Viðskiptablaðsins í gær, ýta undir skuldasöfnun ríkissjóðs og auka verðbólgu. Stjórnmálaleg festa er ekki fyrir hendi Samfélag í upplausn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Hann mun aldrei gleym’ henni Thatcher var einn merkasti stjór- nmálamaður 20. aldar. Ég hitti hana nokkrum sinnum, og er hún mér mjög minnisstæð. Margaret Thatcher, fyrrverandi for­ sætis ráðherra Bretlands, kvaddi þennan heim í vikunni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor og mikill aðdáandi, minntist hennar. Margskilinn Sumir virðast líta á sam- band fólks við stjór- nmálaflokka líkt og litið var á hjónaband í gamla daga, að það sé dyggð að halda tryggð við stjórnmálaflokk alveg sama hvað. Fyndið! Flokkaflakkarinn Bjarni Harðarson, sem nú er í Regnboganum, líkti flokkshollustu við hjónaband á beinni línu dv.is. Ekki er allt einelti einelti Það er hinsvegar skylda mín sem tals- maður Regnbogabarna og baráttumað- ur fyrir þessu málefni að stíga fram og reyna að stoppa það að orðið og málefnið sé skaðað með þessum hætti. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi Regnbogabarna, snupraði alþingismanninn Kristján Þór Júlíusson fyrir að barma sér undan að Bjarni Benediktsson væri lagður í einelti og gengisfella þannig orðið „einelti.“ Enda er pabbi hans penni Einhver spurði mig hvort þetta væri „ripoff“, en ég er nú ekkert á því – ég hef engan einkarétt á Óla prik. Dönsk spýtukarlamynd vann til verðlauna í Danmörku en myndin þótti minna mikið á minimalískar grínteikningar Hugleiks Dagssonar. Hann telur sig þó ekki eiga fyrirbærið. Eru verk þín verk? Í alvöru Golli, ef ekki má vinna með fréttamyndir þá er nú fokið í flest, eða líturðu á myndina sem „verk“? Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason í deilu við ljósmyndarann Golla um notkun þess síðarnefnda á frétta ljós­ mynd. Hallgrímur lifir á því að skapa verk og virðist vera með skilgreininguna á hreinu.  Vikan Sem Var Það er óþarfi að fjarlægja tappann áður en farið er með fernurnar í endur- vinnsluna. Þeir eru endur- vinnanlegir rétt eins og umbúðirnar sjálfar. Leyfum tappanum að fljóta með! Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Við Viljum Vita möguleg innganga Íslands Í eVrópusambandið snýst um hagsmuni almennings – um lÍfskjör – um framtÍð. klárum Viðræðurnar og sjáum samninginn. jaisland.is 18 viðhorf Helgin 12.-14. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.