Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 22
Í byrjun þessa árs voru liðin 60 ár frá upphafi reglubundins áætlunarflugs milli Íslands og Bandaríkjanna og síðar á árinu verða 65 ár liðin frá fyrsta áætl­ unarfluginu vestur um haf. Hinn 26. ágúst 1948 námu Loft­ leiðir land í Vesturheimi, þegar Geysir, Skymastervél félagsins, lenti í New York – og á nýársdag 1953 kynntu Loftleiðir ný og lág flugfargjöld á flugleiðinni yfir Atlantshaf. Þetta var upphafið að miklu ævintýri. Á fáum árum urðu Loftleiðir undir stjórn Alfreðs Elíassonar og félaga eitt þekktasta flugfélagið á flugleiðinni yfir Atlantshaf. „We are slower but lower,“ auglýstu Loftleiðir og buðu upp á ódýrari far­ gjöld en áður höfðu þekkst á þessari flugleið með eldri og hæggengari flugvélakosti en stærri flugfélög notuðu. Óhætt er að segja að þessi valkostur hafi slegið í gegn. Næstu tvo áratugi jókst hlut­ deild Loftleiða í Atlantshafsfluginu jafnt og þétt uns hún var orðin 3,8% og Loftleiðir voru orðnar stærsta fyrirtæki landsins með 1.300 manns í vinnu, þar af um 600 víða um heim. Saga Loftleiða er stóra ævintýrið í íslenskri flugsögu – og hún vekur jafnan mikinn áhuga og aðdáun útlendinga. Ef allt væri með felldu ætti Loftleiðaævintýrið að vera djásnið í sögu Icelandair. Ekkert í sögu fyrirtækisins er betur fallið til að auka hróður þess á alþjóða­ vettvangi en ævintýrið um Loftleiðir. Eftir sameiningu íslensku flugfélaganna 1973 hefur af hálfu Icelandair (áður Flug­ leiða) hins vegar markvisst verið reynt að gera sem minnst úr afreki Loftleiðamanna, svo sem glöggt má sjá í þeim bókum og sjón­ varpsmyndum sem Icelandair hefur fjár­ magnað. Í Fréttatímanum á liðnu hausti (28.–30. september 2012) var dregin fram í dagsljósið skýrsla, sem stjórn­ endur Icelandair höfðu látið vinna um Atlantshafsflugið, eftir Ólaf Rastrick sagnfræðing. Í skýrslunni er því haldið fram að breytingar á leiðakerfi Icelandair í Atlantshafsfluginu eftir 1987 hafi ekki aðeins markað þáttaskil í ferðaþjónustu á Íslandi heldur breytt „sjálfsmynd“ þjóðarinnar, hvorki meira né minna. „Viðskiptahugmynd breytti sjálfsmynd Íslendinga“ er yfir­ skrift greinarinnar. Síðan segir: „Leiðakerfið með tengiflugi um Keflavíkurflugvöll er ekki náttúrufyrir­ brigði heldur viðskiptahugmynd sem hrint var í framkvæmd með verulegum tilkostnaði og tók langan tíma að koma á legg. Þessi viðskiptahugmynd er hins vegar merkileg fyrir þær sakir að hún breytti Íslandi. Hún lagði grunn að langtum meira flugi til og frá Íslandi en heimamarkaðurinn stóð undir. Þetta mikla flug og markaðsstarfið fyrir það er undirstaða þeirrar ferðaþjónustu sem við þekkjum í dag. Áður en það kom til komu til landsins undir 100 þúsund ferðamenn, nú eru þeir um 700 þúsund. Það er mikil breyting á 20 árum.“ Ekki er hlaupið að því að skilgreina „sjálfs­ mynd“ þjóða. Hún hlýtur þó að byggja á ein­ hverjum grunni, sem víðtæk eining er um, en laga sig svo að breyttum aðstæðum í tímans rás. Í vissum skilningi er sjálfsmynd þjóða því sífelldum breytingum undirorpin. Fáu sýnist hins vegar hægt að slá föstu um slíkar breytingar án viðamikilla viðhorfskannana yfir langt tímabil. Nú er ég ekki heima í „ímyndar“­fræðum nútímans en ætli að séu ekki fádæmi að því sé haldið fram að leiðakerfi í áætlunarflugi hafi breytt sjálfsmynd heillar þjóðar?!! En sé það svo að leiðakerfi í áætlunar­ flugi hafi í raun og veru leitt til breytinga á skilningi íslensku þjóðarinnar á sjálfri sér þá er það leiðakerfi Loftleiða, en ekki Icelandair, sem á heiðurinn af því. Leiðakerfi Icelandair árið 1987 var nefni­ lega ekki nýtt af nálinni. Það var í eðli sínu nákvæmlega sama leiðakerfi og Loftleiðir kynntu til sögunnar fyrir 60 árum og byggir á þeirri hugmynd að fljúga með farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Ís­ landi. Þótt Loftleiðir hafi neyðst til að beina flest­ um farþegum sínum til Lúxemborgar vegna þvingunaraðgerða IATA­einokunarhringsins bauð félagið einnig upp á flug til helstu borga Evrópu, svo sem höfuðborga Norðurlanda, Lundúna, Glasgow, Parísar og Hamborgar. Árið 1970 flutti Loftleiðir nærri 300.000 far­ þega yfir Atlantshaf, en þá hafði félagið sem fyrr segir um 3,8% hlutdeild í Atlantshafsflug­ inu. Hlutdeild Icelandair í Atlantshafsfluginu nær hins vegar ekki 1%, þrátt fyrir aukningu í fjölda farþega. Loftleiðir lögðu grunn að uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu með hinni rómuðu Stopover­áætlun sinni þar sem farþegum í Atlantshafsfluginu gafst kostur á að verja nokkrum dögum á Íslandi á leið sinni yfir hafið. Til að þjóna miklum straumi ferða­ manna byggðu Loftleiðamenn stórt hótel og settu á fót bílaleigu, svo að fátt eitt sé nefnt. Jafnframt opnaði hin víðtæka starfsemi Loftleiða Íslendingum nýja sýn út í hinn stóra heim. Þá er ekki ótrúlegt að land­ nám Loftleiðamanna í Lúxemborg hafi haft nokkur áhrif á þjóðarsálina. Í kjölfar Lúxemborgarflugsins, stofnunar Cargolux, flugs Air Bahama til Lúxemborgar og þátt­ töku Loftleiðamanna í byggingu glæsihótels við Findel­flugvöll varð til fjölmenn Íslend­ inganýlenda í Lúxemborg þar sem þúsundir Íslendinga gátu sér gott orð við nám og störf. Það sýnist í meira lagi langsótt að halda því fram að leiðakerfi Icelandair árið 1987 hafi breytt „sjálfsmynd“ Íslendinga. Óhætt er hins vegar að fullyrða að Loftleiðaævintýrið hafi haft djúpstæð áhrif á landsmenn. Um það vitna blaðaskrif á velgengnisárum Loftleiða. Jökull Jakobsson rithöfundur orðaði það svo á sínum tíma að Loftleiðir væru fyrirtæki sem „þjóðin hefur jafnan fylgst með og allir þóst eiga nokkur ítök í – ef til vill vegna þess að þeir sem að því standa hafa breytt í veruleika draumsýn sem blundar í brjóstum okkar allra“. Það sæmir engum að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Hvernig sem á það er litið er Atlantshafsflug Icelandair og framlag fyrirtækisins til uppbyggingar ferðaþjónustu á Íslandi framhald af hinu víðfeðma frum­ kvöðlastarfi Loftleiðamanna. Vonandi rennur upp sá dagur að stjórnend­ ur Icelandair hefji sig upp úr skotgröfum liðins tíma og sýni Loftleiðamönnum þann sóma sem þeim ber. Einstakt tækifæri er til þess einmitt núna – með því að minnast með verðugum hætti 65 ára afmælis Atlantshafs­ flugs Loftleiða og 60 ára afmælis reglubund­ ins áætlunarflugs vestur um haf, upphafs Loftleiðaævintýrisins. Meðal bóka höfundar er Alfreðs saga og Loft- leiða (1984, 2. útg. 1985 og 3. útg. 2009). Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur og ritstjóri Þjóðmála. Kauptu betri sumardekk hjá Max1 Nokian er leiðandi í framleiðslu dekkja sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða. Nokian er þekkt fyrir nýjungar og framþróun á dekkjum sem veita öryggi, stuðla að auknum eldsneytis- sparnaði vegna lítils vegviðnáms og veita mýkt og þægindi í akstri. Nokian dekk eru margverðlaunuð gæðadekk. Nokian býður gott úrval sumar- og heilsársdekkja. Þar á meðal er nýtt sumardekk, Nokian eLine, sem hefur fengið toppeinkunn helstu prófunaraðila heims svo sem Auto bild, ADAC og NAF. Reykjavík: Bíldshöfði 5a og 8 , Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190 Hafnarfjörður: Dalshraun 5, sími 515 7190 Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Allar stöðvar opnar virka daga milli kl. 8:00-17:00 Laugardaga opið á Bíldshöfða 5a milli kl. 9:00-13:00 Nokian i3 heldur góðu gripi bæði við lágt hitastig og í rigningu, reynist frábærlega við flot í bleytu og veitir framúrskarandi aksturs- eiginleika fyrir litla og meðalstóra fólksbíla. Nokian Line sumardekkið er framúrskarandi. Það gefur besta mögulega gripið ,frábæra akstursupplifun og er sérstaklega gott í bleytu. Nokian WR er margverð- launað heilsársdekk, sem hefur sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Valið besta dekkið af Automotor 2012 með 99 stig af 100 mögulegum. Jeppadekk sem tryggir rásfestu, mýkt í akstri og mjög gott grip. Nokian i3 Nokian Rotiiva ATNokian LineNokian WR A3 Nokian eLine Nýja Nokian eLine sumardekkið hefur fengið toppeinkunn helstu prófunaraðila. Það er hannað með nútímatækni og grænum áherslu sem stuðla að betri eldsneytisnýtingu og minni mengun. Mjúkir og öryggir akstureiginleikar þess færa þér hugarró. Eldsneytisnýting og veggrip í bleytu er afdráttarlaust það besta sem þekkist. Nokian eLine fær hæstu einkunn samræmdu Evrópustaðlanna og skorar A bæði fyrir eldsneytisnýtingu og veggrip við blautar aðstæður. Nýttu þér vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði frá Visa eða Mastercard Max1 bílavaktin og Nokian uppfylla ESB reglur um hjólbarðamerkingar. Fáðu ráðgjöf. Mundu að grip dekkjana er aðeins fjórir lófastórir fletir. Ekki fórna örygginu í sumar. Veldu gæðadekk frá Nokian. Renndu v ið! Fáðu ráð gjöf frá s érfræðing um. Komdu á Max1 Bíla vaktina. Margverðlaunuð Nokian gæðadekk sem veita öryggi Mundu: nagladekkin af fyrir 15. apríl Max1_sumardekk_255x200_05.04.2013_END.indd 1 10.04.2013 14:39:10 Um leiðakerfi Icelandair og sjálfsmynd Íslendinga Loftleiðir eiga heiðurinn Sé það svo að leiðakerfi í áætlunarflugi hafi í raun og veru leitt til breytinga á skilningi íslensku þjóðarinnar á sjálfri sér þá er það leiðakerfi Loftleiða, en ekki Icelandair, sem á heiðurinn af því. 22 viðhorf Helgin 12.-14. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.