Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 74
6 viðhald húsa Helgin 12.–14. apríl 2013
Við hreinsum est húsgögn
s.s. sófasett, borðstofustóla,
gesta og- skrifstofustóla,
svefndýnur, veggmyndir og
margt eira úr textil.
Við notum eingöngu mild
og viðurkennd hreinsiefni
sem hafa fengið gæða
staðfestingu
Skúfur mottuhreinsun • Kleppsvegi 150 • 104 RVK • 663 0553
Húsgagnahreinsun
Áratuga reynsla í hreinsun
húsgagna
Lántaka
Hyggist húsfélagið taka lán til að fjár-
magna framkvæmdirnar verður jafnframt
að geta tillögu þar að lútandi í fundarboði.
Slík lántaka húsfélagsins getur verið með
ýmsum útfærslum og blæbrigðum þannig
að forsvarsmenn húsfélagsins ættu að
kanna það hjá lánastofnunum hvaða mögu-
leikar og útfærslur eru í boði. Húsfélagið
sem slíkt getur verið lántakandi en þá er
brýnt að vel sé að öllu staðið viðvíkjandi
ákvörðunartökuna. Rétt er að geta þess að
slík fjármögnun er talin afbrigðileg í þeim
skilningi að enginn íbúðaeigandi verður
knúinn til að taka lán ef hann vill heldur
greiða hlutdeild sína beint í peningum.
Flækjur
Þegar sameiginleg framkvæmd er fjár-
mögnuð með lántöku húsfélagsins til
margra ára geta ýmsar flækjur orðið milli
núverandi og fyrrverandi eiganda og hús-
félagsins. Húsfélagið myndi alltaf og þar
með taldir íbúðareigendur á hverjum tíma
verða ábyrgir gagnvart lánastofnuninni.
Hins vegar er það meginregla að endanleg
ábyrgð hvílir á þeim, sem voru eigendur
þegar framkvæmdin var ákveðin og gerð.
Kaupsamningar og önnur gögn um kaup
og sölu þ.á.m. gögn frá húsfélaginu geta
leitt til annarrar niðurstöðu. Almennt má
kaupandi búast við því að sé búið sé að
greiða fyrir þær framkvæmdir sem er lok-
ið nema seljandi upplýsi hann um annað og
þeir semja um annað sín á milli.
Lögveð
Húsfélög eiga lögveð í íbúð þess sem
ekki greiðir hlutdeild sína í sameigin-
legum kostnaði. Lögveðið stendur í eitt
ár. Upphafstími þess miðist við gjaldaga
greiðslna og uppgjör á verkinu í þröngum
skilningi. Lögveðið er dýrmætur réttur
sem gæta verður að og passa upp á að
glatist ekki. Það er sérstakur réttur sem
heyrir til undantekninga og skýtur öðrum
veðhöfum ref fyrir rass. Það sést ekki á
veðbókarvottorði og getur rýrt og raskað
hagsmunum bæði veðhafa og skuld-
heimtumanna. Þess vegna eru því settar
þröngar skorður.
Fjármögnun
Að fjármagna framkvæmdir
Húsvernd sérFræðingar HúsverndarstoFu
v ið veitum ráðleggingar um viðhald og viðgerðir eldri húsa. Það kostar ekki neitt
og skiptir engu máli hvar á landinu
þú ert, við erum alltaf tilbúin til að
hjálpa,“ segja arkitektarnir Magnús
Skúlason og Gunnþóra Guðmunds-
dóttur sem starfa sem sérfræðing-
ar hjá Húsverndarstofu. „Það geta
allir leitað til okkar, hvort sem
það eru iðnaðarmenn, arkitektar
eða húseigendur sem vilja ráðast
í framkvæmdir. Við veitum ráð-
gjöf um hvernig best er að bera sig
að áður en framkvæmdir hefjast,
ásamt því að ræða um tæknilegar
útfærslur, sýna litakort og bækur
og fræða um byggingarsögu. Í
Húsverndarstofunni er einnig safn
byggingarhluta sem enn eru í fram-
leiðslu og nýtast í eldri húsum. Þar
getur fólk til dæmis skoðað margar
tegundir hurðarhúna sem við leið-
beinum þeim svo um hvar sé hægt
að kaupa.“
Hlutverk Húsverndarstofu er
að hvetja til þess að rétt sé farið
að viðgerðum og fá fólk til þess
að fara eftir reglum og leiðbein-
ingum um viðhald og viðgerðir
eldri húsa. Magnús og Gunnþóra
segja það stórt vandamál hversu
margir gera við eldri hús á rangan
hátt. „Mörg dæmi eru til dæmis
um það að fólk sé að gera vitlaust
við glugga. Annars vegar er fólk að
kaupa ódýra glugga sem passa svo
ekki við húsið og hins vegar telur
fólk sig kunna til verka og gerir við
gluggana á rangan hátt. Þetta getur
verið mjög kostnaðarsamt og því
betra að ráðfæra sig við fagmenn
Ráðleggingar að
kostnaðarlausu
Best að hver eigandi fjármagni
sina hlutdeild
Best er og affarasælast að hver eigandi fjár-
magni sína hlutdeild í sameiginlegum fram-
kvæmdum af sjálfsdáðum og eftir atvikum
með fulltingi síns viðskiptabanka. Með því
verða línur einfaldar og réttarstaða eigenda
og húsfélagsins skýr og án eftirmála. Hins
vegar er það sjálfsagt og eðlilegt að hús-
félag sem slíkt fái fyrirgreiðslu banka til að
fjármagna framkvæmdina á sjálfum fram-
kvæmdatímanum með yfirdráttarheimild eða
á annan hátt. Þegar framkvæmdinni er lokið
og öll kurl til grafar komin er affararsælast að
hver eignandi geri upp við húsfélagið sem svo
gerir upp við verktakann og bankann ef því er
að skipta. Með því lyki hlutverki húsfélagsins
í fjármögnuninni og rekstur þess og fjármál
verða með því einfaldari og öruggari en ella.
Ábyrgð út á við
Fram hjá því verður ekki litið að ábyrgð eig-
enda í fjöleignarhúsi út á við, gagnvart þriðja
aðila, t.d. banka og verktaka, er einn fyrir alla
og allir fyrir einn. Þannig getur kröfuhafi að
vissum skilyrðum uppfylltum gengið að hverj-
um og einum eigenda ef vanskil verða af hálfu
húsfélags og eða einhvers eigenda. Það getur
því skiljanlega staðið skilvísum eigenda sem
ekki má vamm sitt vita fyrir svefni að vera
til margra ára spyrtur saman í fjárhagslega
skuldbindingu með meira og minna óskil-
vísum sameigendum. og dragast nauðugur
inn í deilur í kjölfar eigendaskipta. Hvort-
tveggja getur leitt til leiðinda og fjárútláta í
bráð a.m.k. -shg