Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 65

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 65
Curver opnar sýningu Listamaðurinn Curver Thoroddsen opnar sýningu í Gallerí Dvergi í dag, föstudaginn 12. apríl klukkan 20. Sýningin heitir upp á ensku „The Fine and Delicate Art of Archival Process- ing“ og er hluti af Sequences listahátíðinni þetta árið. „Sýningin inniheldur fjögurra ára gamalt verk sem ég hef ekki sýnt fyrr en nú en það saman- stendur af hljóðupptökum af öllum klósettferðum mínum í febrúar 2009. Mér hefur þótt verkið vandmeðfarið í útfærslu og uppsetningu en undirliggjandi þema Sequences í ár sem og aðstæður í Gallerí Dvergi passa fullkomlega við verkið!“ segir listamaðurinn. Verkið er í heild um þriggja klukkutíma langt og endurtekið sjálfkrafa þannig að hægt er að koma inn í það hvenær sem er. Sýningin verður einnig opin á laugardag frá klukkan 16-20 og á sunnudag frá klukkan 14-18. Curver Thoroddsen. Myndin var tekin á verkinu Fjölskyldu- skemmtun. Nýtt lag frá Sölva Blöndal Tónlistarmaðurinn Sölvi Blöndal hefur sent frá sér lagið Blue Velvet undir merkjum hljóm- sveitarinnar Halleluwah. Lagið kemur út á Gogoyoko og það er söngkonan Raketa sem syngur með sveitinni. Sölvi og Raketa semja lagið saman en Sölvi nýtur auk þess liðsinnis Nóa Steins Einarssonar við hljóðfæraleik. Blue Velvet er afrakstur sam- starfs Sölva Blöndal og söng- konunnar Raketu. Þóra Sigurbjörnsdóttir verður með leiðsögn í Hönn- unarsafni Íslands á sunnudaginn. Þóra leiðir gesti safnsins um sýningarnar Nordic Design Today og Innlit í Glit klukkan 14. Á Nordic Design Today er kynnt úrval nýrrar nor- rænnar hönnunar á tímum sem einkennast af leit að nýjum einkennum og leiðum. Hönnuðirnir eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sig- urður Gústafsson og Steinunn Sigurðardóttir. Þau hafa öll hlotið Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin, sem eru stærstu hönnunarverðlaun sinnar tegundar og veitt árlega norrænum hönnuði. Innlit í Glit sýnir valda muni frá árunum 1958 til 1973 úr sögu Leirbrennslunnar Glits. Glit var um margt langt á undan sinni samtíð og markar djúp spor í ís- lenskri leirlistarsögu, á tíma þegar íslenskur listiðnað- ur var í frumbernsku. Margir af okkar þekktustu lista- mönnum á 20. öld unnu hjá Gliti. Breytingar á áherslum og vilji til að auka framleiðslugetu og tæknivæða hana leiddi til þess að fyrirtækið breytti um gír og iðnvædd- ist og tók framleiðslan nýja stefnu úr lista- og hönnun- arsögu Íslands inn í sjálfa iðnaðarsögu Íslands. Hönnunarsafn Íslands er til húsa að Garðatorgi 1 í Garðabæ. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 12-17.  Hönnun Þóra Sigurðardóttir með leiðSögn í HönnunarSafni íSlandS Leiðsögn um tvær áhugaverðar sýningar Ýmislegt forvitnilegt er að finna á sýningunum í Hönnunarsafni Íslands. UM 250 NÁMSLEIÐIR Í FRAMHALDSNÁMI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS FRAMHALDSNÁM Í HÍ Umsóknarfrestur til 15. apríl www.hi.is PIPA R \ TBW A • SÍA • 131184 Velkomin í háskóla í fremstu röð. Styrktu stöðu þína með öflugu framhaldsnámi. dægurmál 65 Helgin 12.–14. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.