Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 60
 Símon BirgiSSon Skrifaði leikrit upp úr englum alheimSinS Ljóðin gefa Pálma rödd á sviðinu Félagarnir Símon Birgisson og Þorleifur Örn Arnarsson unnu leikgerð upp úr hinni vinsælu skáldsögu Einars Más Guðmundssonar Englar alheimsins en verkið verður frumsýnt síðar í mán- uðinum. Eins og flestir vita tileinkaði Einar bókina minningu bróður síns, Pálma Arnar, sem varð geðsjúkdómi að bráð. Símon og Þorleifur leituðu víða fanga og sóttu sér meðal annars efnivið í skáldskap Pálma sem fær þannig dýpri rödd á sviðinu. l eikrit byggt á Englum alheimsins, eftir Einar Má Guðmundsson, verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu 20. apríl. Atli Rafn Sigurðarson fer þar með hlut- verk Páls Ólafssonar, sem Einar Már byggði á bróður sínum Pálma Erni Guðmundssyni. Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir en hann skrifaði leikgerðina ásamt Símoni Birgissyni. „Einar Már tileinkar Engla alheimsins Pálma, bróður sínum, og það var því skemmtilegt fyrir okkur að geta líka gert skáldskap bróður hans hátt undir höfði í þess- ari leiksýningu,“ segir Símon. „Það var stefna okkar frá upp- hafi að skoða líf Pálma Arnar enda ekkert launungarmál að þessi bók Einars er mjög persónuleg og hann hefur sagt frá því hvernig þessi sjúkdómssaga bróður hans verður grunnurinn að Englum alheims- ins.“ Símon segir vinnuna við leik- gerðina ekki síst hafa verið gefandi vegna þess að þeir fengu mikið frelsi til þess að leita fanga og nálg- ast söguna, sem einnig hefur verið kvikmynduð, frá öllum hliðum. „Einar Már hefur verið okkur ómetanlegur. Hann skilur lögmál leikhússins og hefur sjálfur bent okkur á kafla í öðrum bókum eftir hann sem gætu átt við í Englunum. Til dæmis eru nokkrir kaflar úr Kannski er pósturinn svangur sem við notum í leikritinu. Það eru þá sögur sem hann þurfti sjálfur að sleppa úr Englum alheimsins út af plássleysi sem við höfum þá getað fundið stað í leikritinu,“ segir Símon. „Svo var það óvænt uppgötvun að komast í tæri við allan þennan skáldskap sem Pálmi Örn skildi eftir sig. Hann gaf út nokkuð margar ljóðabækur og var ekki bara ljóðskáld heldur líka listmálari og „sonur sólarinnar og endur- holdgaður indíani,“ eins og hann orðar það sjálfur. Það voru nú bara núna fyrir nokkrum vikum myndir eftir hann á Kjarvalsstöðum á sér- stakri Salon sýningu, og hanga þar kannski enn. Og svo spilaði hann á trommur eins og fólk þekkir úr bíómyndinni og bókinni. Pálmi var eitt af þessum neðanjarðarskáldum sem seldi bækur sínar á götuhorn- um og var ekki viðurkenndur af samtíma sínum. Símon segir bækur Pálma ansi villtar. „Þær bera titla eins og Kaldur tyrkinn og Á öðru plani úr höndum blóma. Þarna eru klippi- myndir úr Playboy-blöðum, Tahíti- stúlkurnar hans Paul Gauguin – en stundum kallar Pálmi sig lista- mannanafninu Paul Cocain og einnig listaverk eftir hann sjálfan. Í þessum bókum er mikið af þeim texta, sem Einar Már setur í skáldlegt samhengi skáldsögunnar Englar alheimsins, að finna. Og þó nokkrar þýðingar á dægurlagatext- um eins og My Way, sem var Pálma mjög hugleikið.“ Símon segir rannsókn þeirra Þor- leifs á verkum Pálma hafa hjálpað þeim að finna leikpersónunni Páli rödd á sviðinu. „Okkur langaði að gera listamanninum hærra undir höfði. Leikgerðin mun því efalaust koma einhverjum á óvart enda eru textar Pálma oft ansi óheflaðir og við vonum þessi leit okkar gefi leik- gerðinni skemmtilega dýpt.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Símon Birgisson kafaði ofan í skáldskap Pálma Arnar Guðmundssonar ásamt leikstjóranum Þorleifi Arnarssyni og þannig tekst þeim að gera Pálma hátt undir höfði í leikgerð Engla alheimsins en aðalpersóna verksins, Páll Ólafsson, er byggður á Pálma. Lj ós m yn d/ H ar i. Úr ljóðabók eftir Pálma Örn en kveðskapur hans setur mark sitt á leiksýninguna og þannig vann hljómsveitin Hjaltalín lag upp úr textum Pálma fyrir sýninguna. 60 menning Helgin 12.–14. apríl 2013 Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Lau 11/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Sun 12/5 kl. 13:00 Fös 7/6 kl. 19:00 Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Lau 8/6 kl. 19:00 Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fim 16/5 kl. 19:00 Sun 9/6 kl. 13:00 Mið 24/4 kl. 19:00 Fös 17/5 kl. 19:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Lau 18/5 kl. 19:00 Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 27/4 kl. 19:00 Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 28/4 kl. 13:00 Fim 23/5 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 3/5 kl. 19:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 4/5 kl. 19:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 5/5 kl. 13:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 9/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp! Gullregn (Stóra sviðið) Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Ormstunga (Nýja sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Lau 13/4 kl. 20:00 Sun 14/4 kl. 20:00 lokas Íslendingasagan sem er ekki eins leiðinleg og þú heldur. Aðeins þessar sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 24/4 kl. 20:00 19.k Þri 30/4 kl. 20:00 Sun 5/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 20.k Fös 3/5 kl. 20:00 Lau 27/4 kl. 20:00 Lau 4/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Örfáar aukasýningar í apríl og maí. Núna! (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 frums Mið 17/4 kl. 20:00 3.k Sun 28/4 kl. 20:00 5.k Þri 16/4 kl. 20:00 2.k Þri 23/4 kl. 20:00 4.k Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu Tengdó (Litla sviðið) Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Fös 3/5 kl. 20:00 24.k Fim 23/5 kl. 20:00 Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k Lau 25/5 kl. 20:00 Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Sun 5/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Fös 10/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Lau 11/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Fim 16/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Lau 27/4 kl. 20:00 23.k Fös 17/5 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00 aukas. Lau 18/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur! Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 frums Sun 28/4 kl. 20:00 4.k Sun 12/5 kl. 20:00 Fim 18/4 kl. 20:00 2.k Sun 5/5 kl. 20:00 5.k Mán 20/5 kl. 20:00 Fim 25/4 kl. 20:00 3.k Fim 9/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki NÚNA! Frumsýnt í kvöld. Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 18/4 kl. 19:30 Fors. Fös 3/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 19/4 kl. 19:30 Fors. Lau 4/5 kl. 19:30 5.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Lau 20/4 kl. 19:30 Frums. Mið 8/5 kl. 19:30 6.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Mið 24/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 2.sýn Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Lau 27/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 8/6 kl. 19:30 Sun 28/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 14/6 kl. 19:30 Fim 2/5 kl. 19:30 Aukas. Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 21/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 14:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi Kvennafræðarinn (Kassinn) Mið 17/4 kl. 19:30 Fors. Mið 24/4 kl. 19:30 4.sýn Lau 4/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 18/4 kl. 19:30 Frums. Fös 26/4 kl. 19:30 5.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/4 kl. 19:30 2.sýn Lau 27/4 kl. 19:30 6.sýn Lau 20/4 kl. 19:30 3.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 7.sýn Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum? Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið ) Sun 14/4 kl. 19:30 Síð.s. Ný aukasýning 14.apríl! Fyrirheitna landið (Stóra sviðið) Fös 12/4 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Lokas. Hilmir Snær sýnir stjörnuleik í heillandi mannlýsingu Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 13/4 kl. 13:30 Lau 20/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 13:30 Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 27/4 kl. 13:30 Sun 28/4 kl. 15:00 Lau 20/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka Karma fyrir fugla (Kassinn) Lau 8/6 kl. 19:30 aukas. Sun 9/6 kl. 19:30 aukas. Síðasta sýning 7.apríl Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 14/4 kl. 20:00 Fös 19/4 kl. 20:00 Síðasta sýn. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 13/4 kl. 13:30 Frums. Lau 20/4 kl. 13:30 Lau 27/4 kl. 13:30 Lau 13/4 kl. 17:00 Lau 20/4 kl. 15:30 Lau 27/4 kl. 15:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.