Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 12.04.2013, Blaðsíða 36
Lykilatriði þegar grill- tímabilið gengur í garð Sumarið er sennilega ekki komið en hvort sem okkur líkar það betur eða verr er grilltímabilið hafið. Óþolandi góður ilmur frá grönnum mun gera þau sem gleymdu að kaupa steik kolvitlaus. En sem betur fer er það stundum á hinn veginn. Það er þó í nokkur horn að líta áður en hægt er að sparka grilltíðinni í gang fyrir alvöru. Þ að versta við að elda er að þurfa að þrífa og því miður hreinsar grillið sig ekki sjálft. Það er án efa fullt af drullu og ógeði því það var skilið eftir skítugt á síð- asta tímabili. Gasfólkið þarf að byrja á að aftengja gaskútinn. Það vill jú enginn springa í loft upp við það að þrífa grill. Fjarlægja grillgrindina og brennarana úr grillinu. Svo er best að taka einhverskonar sköfu eða spartlspaða og skrapa burtu alla fitu og sót innan úr belgnum. Af nægu ógeði ætti að vera að taka. Nudda svo restina af viðbjóðn- um af með svampi eða uppþvottabursta. Gott er að nota heitt vatn með smá uppþvottalegi. Skoða brennarana og athuga hvort þeir séu ekki í lagi. Smúla burtu köngulóm, þeirra híbýlum og öðru jukki. Þurrka þá vel og tengja aftur við grillið. Þrífa grillgrindurnar sjálfar með að hita þær í drasl og skrapa með vírbursta. Smá skol í heitu vatni með uppþvottalegi reddar svo restinni burtu. Hægt er að leggja álpappír yfir grindurnar til að beina hitanum enn frekar að þeim. Einnig er hægt að búa til álpappírsbolta til að nota sem tusku. Passa bara að brenna ekki puttana á heitum grindunum. Þegar þrifunum er lokið er gott að olíubera grindurnar og jafnvel innviði grillsins, ekki brennarana þó. Hita svo grillið í botn til að brenna burtu allar leifar af hreinsivökva og olíu. Laukur er svo eitt af töfratólum grillarans. Gott er að nudda lauk á grindurnar þegar búið er að skrapa þær með vírbursta. Bæði fyrir og eftir að búið er að grilla. Passa skal að nota þó ekki lauk á grillið rétt áður en grilla á ávexti í eftirréttinn. Það væri ekki gott mót. Gömul kynni gleymast ei Sama hvað grænmet- isætur segjast elska grillaðan kúrbít þá er það kjötið sem færir fólkið að grillunum. Og hver er það sem selur kjöt? Jú, það er kjöt- kaupmaðurinn. Það verða allir að hafa sinn eigin. Þetta er maðurinn sem, ef haldið er rétt á spöðunum, flakar puruna af svínabógn- um sem á að heitreykja og reddar alltaf rétta bit- anum við hvaða tilefni sem er. Hann er vinur þinn og grillsins þíns og vinir láta ekki vini fá vondan kjötbita. Það verða bara allir að eiga sinn eigin og núna er tíminn til að endurnýja kynnin. Fyrir þá sem vantar sinn mann og búa í höfuðborginni er hægt að benda á Kjötbúðina, Kjöthöllina og jafn vel Melabúðina sem ákjósanlega staði. Margir bixa líka við að grilla fisk og þá er gott að hafa fiskimann en það er önnur saga. Grilla hvað! Fyrstu skiptin við grillið eftir vetrarfrí eru misvel heppnuð. Þannig að sennilega er ekki málið að strika beint í dýrustu bitana. Hamborgarar eru alltaf klassískir til þess að koma sér aftur á bak hestsins, ef svo má segja. En hamborgari er ekki það sama og hamborgari. Ef borgarinn kemur ekki beint frá kjötsalanum og hann sagði þér ekki sjálfur að það er ekkert sojaprótein, kartöflutrefjar eða aðrir aðskota- hlutar í plattanum, þá er málið að kaupa hakk og móta borgarann heima. Það er ekki flókið. Klippa niður vax- eða bökunarpappír í stærðir sem eru rúmlega plattastærð. Setja 100 - 200 grömm af hakki á pappírinn. Allt undir hundrað er of lítið og allt yfir tvö- hundruð er rugl. Þrýsta svo annað hvort með flötum lófanum eða nota undirhliðina á litlum diski til að þrýsta. Það þarf ekkert að beita alefli við þetta. Þéttingsfast er feyki nóg. Pipar og salt eða uppáhalds hamborgarakryddið er brúkað. Muna svo það sem margir vilja gleyma: Hamborgari er ekki nautasteik! Það á að elda hann í gegn án þess þó að gera úr honum hokkípökk. Finna svo gott brauð, sinn- ep, smá mæjó, lauk og kannski hálfan tómat. Kál er val en vel valin góð súr gúrka er það ekki. Hún er nauðsyn. 36 úttekt Helgin 12.–14. apríl 2013 Láttu hjartað ráða „Ítalska ólífuolían mín er heilnæm og gerir líkamanum einstaklega gott, jafnt útvortis sem innvortis.“ Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.