Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 4

Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 4
Er ofnæmið að trufla? Cetirizin- ratiopharm Fljótt að virka Við einkennum frá augum og nefi Við einkennum langvarandi ofsakláða Notkunarsvið: Cetirizin-ratiopharm inniheldur cetirizin tvíhýdróklóríð, ofnæmislyf fyrir fullorðna og börn frá 6 ára aldri; til að draga úr einkennum frá nefi og augum vegna árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs; til að draga úr einkennum langvarandi ofsakláða. Frábendingar: alvarlegur nýrnasjúkdómur, ofnæmi fyrir virka efninu, einhverju öðru innihaldsefni Cetirizin-ratiopharm eða fyrir hydroxyzini eða píperazín afleiðum. Varúð: Einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi, með flogaveiki eða sem eiga á hættu að fá krampa skulu láta lækninn vita áður en lyfið er notað. Hætta þarf töku lyfsins þremur dögum áður en farið er í ofnæmishúðpróf. Meðganga og brjóstagjöf: Forðast skal notkun lyfsins. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: Ráðlagður skammtur er 10 mg, ein tafla, á dag. Börn 6 til 12 ára: Ráðlagður skammtur er 5 mg, hálf tafla, tvisvar á dag. Sjá frekari upplýsingar í fylgiseðli. Algengar aukaverkanir: Þreyta, munnþurrkur, ógleði, niðurgangur, svimi, höfuðverkur, syfja, kokbólga og nefkvef. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Júlí 2012. Nú 100 töflur án lyfseðils! HB Grandi hlaut útflutningsverðlaun F jármálastofnanirnar hafa yfirtekið um 5.000 íbúðir frá því að hrunið varð haustið 2008, eða þrjár íbúðir á dag að meðaltali. Íbúðalánasjóður á þar af rúmlega 2.600 íbúðir. Sjóðurinn leigir nú út 938 íbúðir og þar af eru 812 íbúðir leigðar til þeirra sem dvöldu í eignunum þegar sjóðurinn eignaðist þær, ýmist eigendur en oftar leigjendur, samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum. Aðrar íbúðir Íbúðalánasjóðs eru ýmist á byggingarstigi eða ekki taldar í leiguhæfu ástandi en flestar þeirra voru áður í eigu verktakafyrirtækja. Leigan hjá Íbúðalánasjóði miðast við markaðsleigu á sambærilegum eignum í sama póstnúmeri. Sjóðurinn safnar skipulega upplýsingum um markaðsverð á leigumarkaði samkvæmt þinglýstum leigusamningum. 100 þúsund á mánuði fyrir 20 milljóna íbúð Fyrrverandi eigendur, sem fá að búa í íbúðum sem Íslandsbanki og Arionbanki hafa yfirtekið, greiða hins vegar leigu sem sýslumaður ákveður og miðast við 0,5% af fasteignamati á mánuði. Þarna er um það að ræða að fyrrverandi eigendur nýta rétt sinn samkvæmt lögum um nauðungarsölu til þess að fá að búa áfram í íbúð sinni í 6 -12 mánuði eftir nauðungarsölu. Viðmiðunin við fasteignamat þýðir að leiga af íbúð sem er metin á 20 milljónir er 100.000 krónur á mánuði, sem er talsvert undir markaðsleigu svipaðrar eignar á höfuðborgarsvæðinu. Ef leigan er borin saman við afborg- anir af 80% láni sem hvílir á 20 milljóna íbúð væri fyrsta afborgun af óverðtryggðu láni 106.000 krónur á mánuði en rúmlega 64.000 krónur af verðtryggðu láni, sam- kvæmt reiknivél Arionbanka. Íbúðalánasjóður leigir langmest út Íslandsbanki er með 62 íbúðir í útleigu til fyrrverandi eigenda. Um helmingur þeirra er utan höfuðborgarsvæðisins. Arionbanki leigir út 26 íbúðir með sama hætti. Frá Dróma fengust ekki nákvæm- ar tölur. Þær upplýsingar voru gefnar að í nokkrum tilfellum búi fólk áfram í takmarkaðan tíma eftir uppboð í eignum sínum og greiði þá leigu sem sýslumaður ákveður. Eins séu einstök dæmi um að fyrrverandi eigendur leigi áfram af Dróma á markaðsverði. Ekki fengust upplýsingar frá Lands- banka Íslands um hve margir fyrrverandi eigendur leigja íbúðir bankans. Lands- bankinn og Íslandsbanki hafa hvor um sig yfirtekið rúmlega 600 íbúðir frá hruni; Arionbanki hefur yfirtekið um 500 en Drómi um 280. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar yfirtekið rúmlega 2.600 íbúðir en flestar þeirra voru áður í eigu verktaka og á byggingastigi, eins og fyrr sagði. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Húsnæðismál FjármálastoFnanir HaFa yFirtekið 5.000 íbúðir eFtir Hrun Yfir 900 fjölskyldur leigja íbúðirnar sem þær áttu áður Meira en 900 einstaklingar og fjölskyldur eru nú leigjendur í íbúðum þeir bjuggu í þegar íbúðirnar voru yfirteknar af fjármálastofnunum. Leigjendur Íbúðalánasjóðs greiða markaðsleigu en hjá bönkunum ákveður sýslumaður hvað leigan á að vera há. Íbúðalánasjóður er með um 130 íbúðir á almennum leigumarkaði en 820 íbúðir sjóðsins eru leigðar þeim sem bjuggu í þeim þegar þær voru boðnar upp. Að minnsta kosti 90 fjölskyldur leigja að auki íbúðir sem bankar hafa eignast eftir uppboð. Leigan hjá Íbúðalána- sjóði miðast við markaðs- leigu á sam- bærilegum eignum í sama póst- númeri. Sjóð- urinn safnar skipulega upplýsingum um mark- aðsverð á leigumarkaði samkvæmt þinglýstum leigusamn- ingum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú. Ljósmynd/Hari Hákon Már tekur við kokkalandsliðinu „Við munum setja liðinu ákveðin markmið og líklega verður stefnan sett á þátttöku í heimsmeistaramótinu í matreiðslu 2014. Við höfum marga frábæra matreiðslu- meistara sem eiga mikla möguleika á að ná árangri í al- þjóðlegum keppnum,“ segir Hákon Már Örvarsson, nýráð- inn faglegur framkvæmda- stjóri kokka- landsliðsins. Hákon Már er einn af reyndustu matreiðslu- meisturum landsins og margverð- launaður fyrir störf sín. Hann var lengi vel yfirkokkur á veitingastaðn- um Vox og starfaði einnig á Hótel Holti og Michelin veitingastaðnum Lea Linster í Luxemborg. Þá var hann einn af leiðandi matreiðslumeist- urum Norðurlandanna sem skrifuðu undir sáttmála um hina nýju norrænu matargerð, „New Nordic Food“, og hefur undanfarin ár verið dómari í matreiðslukeppnum. Bandarískir háskólar með kynningu Fulltrúar sautján banda- rískra háskóla mæta á háskólakynninguna „College Day Scandinavia – Reykjavík“ sem fer fram í Verslunarskóla Íslands í dag, föstudag, frá klukkan 15-18. Þessir sautján full- trúar kynna háskólana og svara spurningum sem snúa að vali á erlendum háskólum, inntöku- skilyrðum og mögulegri fjáhagsaðstoð. Kynningin er bæði ætluð framhalds- skólanemum sem vilja kynna sér grunnhá- skólanám en einnig þeim sem farnir eru að huga að meistara- eða doktorsnámi. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir- fram. Skráningin fer fram á heimasíðu College Day Scandinavia 2013. Hákon Már Örvarsson. HB Grandi hlaut Útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands á miðvikudag og Jóhann Sigurðsson bókaútgefandi fékk sérstaka heið- ursviðurkenningu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins. Út- flutningsverðlaun forseta Íslands voru nú veitt í 25. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Íslands- stofa ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verð- launaveitinguna. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NA 8-15 m/s. Él, eN sNjókomA á s-lANdi og líkur á eljum sV-lANds. Frost 0-10 stig. HöFuðborgArsVæðið: NA 8-13 M/S, StÖKu éL Í KVÖLD, FRoSt 2-7 StiG. NA 10-18 m/s, og sNjókomA eN úrkomu- lítið sV-lANds. Frost 0 -10 stig. HöFuðborgArsVæði : NA 8-13 oG SKýJAð eN ÚRKoMuLÍtið. FRoSt 1 tiL 5 StiG. NA 10-18 m/s, sNjókomA eN slyddA sA- til. Hiti 0 til 4 stig eN Frost NA-til. HöFuðborgArsVæði : NA 8-13 oG SKýJAð eN ÚRKoMuLÍtið. Hiti 0-4 StiG.. Norðaustanátt, snjókoma eða él og víða frost Norðaustanátt, víða nokkuð hvöss um helgina. Snjókoma eða éljagangur í flestum landshlutum en slydda suðaust- antil á sunnudag. Bjartviðri suðvestanlands í dag, en líkur á snjókomu á Suðurlandi og jafnvel við Faxaflóa á morgun. Hlýnar í lok helgarinnar, en áfram vægt frost NA-lands. -3 -5 -4 -4 -3 -2 -4 -6 -5 -2 2 -2 -3 -5 2 Elín Björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 12.–14. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.