Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Verktækni - 01.03.2001, Blaðsíða 10
P mjíJj1 iW KTFÍ Skipan manna í embætti A fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar skiptu stjórnarmenn með sér verkum: Oli Jón Hertervig var skipaður varafor- maður, Bjarni Bentsson ritari, Harald- ur Sigursteinsson gjaldkeri og aðrir stjórnarmenn meðstjórnendur. Mikael Jóhann Traustason var skipaður fjöl- miðlafulltrúi. Samningar við sveitafélög Góður skriður er kominn á samninga við sveitarfélög og er búist við að hægt verði að ljúka þeim í marsmánuði. Samningar við ríki Nýr kjarasamningur var undirritaður við ríki 28. febrúar s.l. Kynningarfund- ur var haldinn að Engjateigi 9 miðviku- daginn 14. mars. Á fundinn mættu u.þ.b. tuttugu og fimm manns fyrir utan samninganefnd sem kynnti samninginn. Atkvæðagreiðsla um samninga við ríki Samninganefnd félagsins við ríki áltvað að fara eftir ályktun aðalfund- ar að allsherjaratkvæðagreiðsla fari fram um samninginn samkvæmt grein 18.1 í lögum félagsins. Samninga- nefndin fól stjórn KTFÍ að skipa kjörnenfnd og voru eftirtaldir aðilar skipaðir í kjörnefnd: Bergþór Þor- móðsson formaður kjörnefndar, Ingv- ar Baldursson og Haraldur Baldurs- son. Nefndin hefur tekið til starfa og stefnir að því að ijúka störfum í mars mánuði. Fjölskyldu- og styrktarsjóður Skipað hefur verið í stjórn Fjöl- skyldu- og styrktarsjóðs sem samið var um á síðasta ári. I stjórnina hafa eftirtaldir verið skipaðir: Oli Jón Hertervig, Bjarni Bentsson og Þór Sigurþórsson. Stjórnin mun setja sér starfsreglur og semja úthlutunarregl- ur sem verða kynntar síðar í Verk- tækni. Orlofsmál hjá OBHM Á síðasta ári sóttu 46 félagar um or- lofshús og eða íbúðir á vegum OBHM en eins og allir ættu að vita þá er KTFI meðlimur í samtökunum. Aðeins fjórum var hafnað um úthlutun á síð- asta ári. Þetta er mun betri útkoma en árið á undan og hvetur stjórn KTFI þá félaga sem rétt hafa að sækja um. Uthlutunin var auglýst í frétta- hréfi OBHM. Kjarabók Stjórn félagsins hefur hafið undirbún- ing að nýrri Kjarabók. Um er að ræða handbók þar sem allir samningar fé- lagsins verða, svo og ýmsar aðrar upp- lýsingar um kjaramál. Um er að ræða viðamikið verkefni sem taka mun nokkurn tíma. Umsjónarmaður Kjara- bókar verður Haraldur Baldursson. 1 Kjarahókinni munu einnig verða margs konar hagnýtar upplýsingar um kjara- mál og málefni sem varða alla félags- menn. Ætlunin er að allir tæknifræð- ingar félagar í KTFI fái Kjarahókina senda heim. Vísinda- og starfsmenntunarsjóður Félagsmenn eru minntir á réttindi sín í Vísinda- og starfsmenntunarsjóðnum en aðild að honum eiga félagsmenn TFI sem starfa hjá ríki og Reykjavíkurborg eða fyrirtækjum sem hafa gerst aðilar að sjóðnum. Á síðasta ári var úthlutað 90 styrkjum sem skiptast í inegin atriðum í 51 styrk til námskeiða, ráðstefnu- og kynnisferða og 39 styrki til kaupa á tölvubúnaði. Afgreiðslufrestur er jafnan innan við 14 dagar en hámarksupphæð styrks er kr. 300.000,- Umsóknareyðu- blað er að finna á heimasíðu TFI og nánari upplýsingar fást á skrifstol'u fé- lagsins. Stjórn KTFÍ. Grænumýri 5, 270 Mosfellsbæ • Sími 566 6606 Fax 566 6619 • tmmos@islandia.is >terk og hagkvæm lausn. Vegna mikils styrkleika og lítillar rngdar, hentar KERTO límtré vel við krefjandi endurbætur. KERTO límtré 10

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.