Verktækni - 01.03.2001, Síða 13

Verktækni - 01.03.2001, Síða 13
árangurinn; arkitekt í'innst höfundarverki sínu spillt og brunahönnuður hefði kosið aðrar og betri lausnir; bæði öruggari og hagkvæmari. Stór rými hafa fylgt nýjum straumum í arkitektúr. Opið skrifstofulandslag, þ.e. stór, opin rými með aðstöðu fyrir fjölda starfsmanna, gerir allt starfsumhverfi opnara og meira lifandi. Heyrnin er hins vegar kröfuhart skynfæri. Pað þarf eltki lengi að leita í hiifuðborginni til þess að finna nýtt skrifstofuhúsnæði þar sem erfið hljóðvist hefur snúið fyrrnefndum ávinn- ingi upp í andstöðu sína. I íbúðabygging- um eru áður óþekkt vandamál að hrúgast upp. Hér stefnir hka flest að stærri rým- um en áður. Enn eykur á vandann að hljóðfræðifega hörð byggingarefni eru í tísku. Niðurstaðan er stór, björt og falleg rými með takmarkað notagildi vegna óþol- andi glymjanda. Það er ekki hægt að tala saman í þeim. Ekki nóg með það. Sökum ónógrar ]>ekkingar á eiginleikum hljóðs Ijölgar stöðugt málaferlum vegna ófull- na;gjandi hljóðeinangrunar milli fljúða í fjölbýli. Sárgra^tUegt er að fólk er í góðri trú að brjóta ákvæði Byggingarreglugerð- ar með því að standa ekki rétt að verki við niðurlögn nýrra gólfefna. Hvorki við- komandi ráðgjafar, sölumenn gólfefnis né iðnaðarmenn virðast vita betur. Ekki þarf að fara inörgum orðum um íslenskt veðurfar; um tíða storma, slag- veður, skafrenning, langa birtudaga hluta úr ári og ör skipti miUi frosts og þíðu. Araun á mannvirki er um margt óvenju- mikil hér á landi. Mikfll hluti veður- tengdra vandamála í mannvirkjum stafar af ófullnægjandi frágangi og lausnum; röngu efnisvali og rangri uppsetningu byggingarhluta. Stöðugt koma fram ný efni og aðferðir í hyggingariðnaði. Það þarf sérfræðikunnáltu til að leysa þau eðl- is- og efnisfræðilegu vandamál sem upp koma þegar glíml er við íslenskt veðurfar. Yið verðum að læra af reynslunni. Oþai fi er að endurtaka mistök eða villur sem gerðar hafa verið vegna vanþekkingar eða skorts á upplýsingum. Odýrast er að leysa vandamálin á hönnunarstigi og því brýnt að kalla til sérfræðinga þegar kemur að frágangi þaka, glugga, hurða og útveggja svo dæmi séu nefnd. Ekki má heldur gleyma því að sýna göndu handverki, uppruna og sögu mannvirkja sjálfsagða virðingu. Þar þurfa sérfræðingar einnig að koma til skjalanna. Hér verður okkur, ágætu arkitektar, verk- og tæknifræðingar, að renna blóðið til skyldunnar: Komum málum í betra horf og ræðum stöðuna í alvöru við við- skiptavini okkar og verkkaupa. Við getum ekki aðgerðalaus látið almannaheill lönd og leið. I sainfélagi sem okkar, þar sem liver og einn verður að eignast sína eigin íbúð, eru þeir fjölmargir sem tapa stórum hluta eigna sinna vegna þess að við höfum ekki komið réttri þekkingu nægilega vel á framfæri. Hagsmunir fyrirtækja og opin- berra aðila eru þeir sömu. / marsmánuði 2001 Ólafur Hjálmarsson Hjalti Sigmundsson Arni Arnason Arinbjörn Friðriksson AUir ráðgjafar á verkfrœðistofunni Línuhönnun hf ÍSBERG ER ÖRT VAXANDI FYRIRTÆKI SEM ÞJÓNAR FYRIRTÆKJUM Á HÓTEL OG VEITINGAHÚSAMARKAÐI pt ti —•MM ' T ÍSBERG selur allar vörurfyrir eldhús, veitingasali, mötuneyti og hráefnisgeymslur. ÍSBERG veitir viðskiptavinum sínum ráðgjöf við val á tækjum og fyrirkomulag á eldhúsum. ISBERG býður einnig uppá húsgögn fyrir ráðstefnusali, veitingasali, mötuneyti, skóla, leikskóla og hótelherbergi. ÍSBERG selur tauþvottvélar, þurrkara, þeytivindur og strauvélarfyrir stór iðnaðarþvottahús. * ÍSBERG HÓTEL- & VEITINGAVÖRUR Sundaborg 1-104 Reykjavík • sími 5 200 850 Fax 5 200 855 • Netfang: isberg@isberg.is 13

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.