Verktækni - 01.03.2001, Síða 21
Hugbónaáur
Hugbúnaðarverkfræði kennd við HÍ
Skortur á tölvunarfræðingum veldur
því að rnargir nemendur fara að
vinna í stað þess að ljúka námi. Onn-
ur aíleiðing, ekki síður alvarleg, er að
sárafáir fara í framhaldsnám. Til
dæmis hafa örfáir Islendingar lokið
doktorsprófi í tölvunarfræði síðasthð-
in tíu ár. Þetta kemur fram í viðtali
við Helga Þorbergsson, dósent í tölv-
unarfræði en hann er einn þeirra sem
hafa unnið að undirbúningi náms í
hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Is-
lands.
Síðastliðið haust íluttist tölvunarfræðin
úr raunvísindadeild Háskóla Islands yfir
í verkfræðideild. Astæðan var sú að tölv-
unarfræðin þótti eiga meiri samleið með
verkfræðinni og þá skapaðist tækifæri til
að koma á fót hugbúnaðarverkfræði í Há-
skóla íslands.
En hvað er hugbúnaðarverkfræði?
- Hugbúnaðarverkfræði sem slík er
ekki ný af nálinni. Þessi grein hefur verið
til og skilgreind í rúmlega 30 ár. Nýjasta
skilgreiningin úr IEEE staðli 612.12
hljóðar eitthvað á þessa leið: „Notkun
kerfisbundinna, agaðra og mælanlegra
aðferða til að þróa, nota og viðhalda liug-
búnaði, Jt.e. notkun verkfræðilegrar að-
íerðafræði við hugbúnaðargerð,...“.
Það er ]>ví verið að beita verkfra;ðileg-
um aðferðum við allt hugbúnaðarferlið,
allt frá þarfagreiningu kerfa til viðhalds
þeirra. Þetta er nokkuð sem hefur vantað
hér á landi, sérstaklega varðandi gæða-
þáttinn. Til þess þarf verkfræðilega und-
trstöðu að viðbættum nýjum námskeiðum
sem tekin verða upp í tölvunarfræðiskor
og sérstaklega sniðin að þessari nýju
námsgrein.
Hafa margir sótt þetta nám erlendis?
-Nei, mér er ekki kunnugt um það. Nem-
endur, bæði hér heima og eins þeir sem
hafa lokið námi í erlendum skólum, hafa
lokið framhaldsnámi í tölvuverkfræði þar
sem meiri áhersla er á vélbúnaðarþátt-
inn. Nemendur sem ætla í þetta nám
niunu taka grunn sem er sameiginlegur
öllum verkfræðigreinum á fyrsta ári. A
öðru misseri færist námið nær hugbúnað-
arverkfræðinni sem slíkri og síðan að öllu
leyti á öðru og þriðja námsári.
Það er algengt að verkfræðinemar taki
valgreinar innan tölvunarfræðinnar og
markaðurinn liefur áhuga á að við
menntum nemendur á þessu sviði. Þeir
sem ljúka námi í hugbúnaðarverkfræði
eiga að geta þróað áreiðanlegan gæðahug-
búnað en á það hefur skort hér á landi
sem og annars staðar.
Nú er skortur á fólki sem er menntað í
verkfræði og tölvunarfræði. Hefur Há-
skólinn einhver tök á því að laða til
sín fólk í þessar greinar?
Það er erfitt að feta sig á þeirri leið.
Iláskóli lslands verður að sinna skyld-
um sínuin og þær samrýmast ekki alltaf
stundarhagsmunum markaðarins. Við
viljum tryggja gæði námsins og útskrifa
hæft fólk og við teljum okkur gera það
enda er eftirspurn eftir okkar nemend-
uin mjög mikil. Það er hins vegar stað-
reynd að það er einungis ákveðinn
fjöldi stúdenta sem getur tekist á við
þetta nám. Nýneinar í verkfræði- og
raunvísindadeildum Háskóla íslands
eru rúmlega 400 á ári hverju, sem er
um 10% af árganginum. Miðað við önn-
ur lönd er þetta ekki svo slæmt. Ný-
nemar í tölvunarfræði eru u.þ.b. 150-
160 og af hverjum árgangi eru um það
bil 60 sem ljúka námi. Þetta samsvarar
]>ví að vera 1,5% af árganginum sem er
ekki nóg miðað við Jiarfir markaðarins.
Til að anna eftirspurn þurfum við að
útskrifa 80-100 tölvunarfræðinga á ári.
Verðið þið vör við að þessi mikla
eftirspurn valdi því að fólk hætti í
námi?
- Já, og það er afskaplega slæmt. Það
er allt of algengt að nemendur snúi ekki
til baka úr sumarvinnunni eftir fyrsta
árið. Þeir meta stöðuna þannig að þeir
fái ekkert fjárhagslega út úr ]>ví að
Ijúka námi. Það er reyndar enn meira
áhyggjuefni að nemendur fara ekki í
framhaldsnám. Til dæmis hafa örfáir
lokið doktorsprófi í tölvunarfræði síð-
astliðin tíu ár. Það vekur upp þá
spurningu liver eigi að kenna ]>essar
greinar í Háskóla Islands eftir 15-20
ár?
Þegar fólk hefur lokið B.S. náminu
er freistandi að hugsa fyrst og fremst
um budduna. Staðan er þannig að það
er verið að bjóða fólki allt of há laun á
þessum markaði, hvort sein það eru ný-
skrifaðir tölvunarfræðingar eða þeir
sem ekki ljúka námi. Það er vanhugsað
hjá fólki að ljúka ekki meistaraprófi
því það gefur möguleika á hærri laun-
um og áhugaverðari störfum. Við von-
um að þeir sem fara í hugbúnaðarverk-
fræðina séu líklegir til að fara í fram-
haldsnám. Það kemur m.a. til af því að
þeir fá þar með rétt til að kalla sig
verkfræðinga og starfa sem slíkir að
loknu framhaldsnámi.
HÁÞRYSTI
DÆLUR
- fyrir heimilið
RAFVER
SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215
rafver@simnet.is
21