Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR
Kærleikur
Hann er ástand fremur en athöfn.
EFTIR J. J. NORTEY
Drottinn okkar og frelsari
Jesús Kristur lýsti í tveim
stuttum boðorðum aðala-
triðum kristilegs lífernis,
ábyrgðar og þjónustu - í fyrsta lagi
kærleikur, og í öðru lagi kærleikur.
„Elskaðu Guð af öllu hjarta þínu,“
bauð hann, „og elskaðu náunga þinn
eins og sjálfan þig.“ Undir lok starfs
síns með lærisveinunum, í loftsal-
num, minnti hann þá á að elska hver
annan. „Nýtt boðorð gef ég yður, að
þér elskið hver annan. Eins og ég hef
elskað yður, skuluð þér einnig elska
hver annan. A því munu allir þekkja
að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér
berið elsku hver til annars.“ (Jh
13.34, 35).
Þótt þetta kærleiksboðorð í Jh 13
hafi verið sett aftast í atburðarásina í
loftsalnum, þannig að það kynni ekki
að virðast mikilvægt, þá er því
þveröfugt farið, samkæmt austurlen-
sku og afrísku hugsanaferli. Hér setti
Drottinn fram kærleikann sem
algjöran grunn, ekki einungis kristin-
nar reynslu, heldur einnig áran-
gursríks flutnings endurlausnar-
boðskapar hans. Með því að setja
kærleikann fram sem boðorð vildi
hann að allir kristnir menn vissu að
kærleikurinn, eins og hann er skil-
greindur af honum, er ekki einn
valkostur margra.
Lúkas skráði það sem gerðist við
dagverð hjá farísea nokkrum í
Jerúsalem. Þegar matur haíði verið
borinn fram, undraðist húsráðandi
að Drottinn Jesús og lærisveinar hans
skyldu ekki taka handlaugar, svo sem
venja var, áður en þeir settust til
borðs. Þess vegna flutti Drottinn
veiin sex um afstöðu faríseanna. Og
hið fyrsta þeirra áréttaði kenningu
Drottins um kærleik, svo sem fram
kemur hjá Lúkasi: „En vei yður, þér
farísear! Þér gjaldið tíund af myntu
og rúðu og alls kyns matjurtum, en
hirðið ekki um réttlæti og kærleika
Guðs. Þetta ber að gjöra og hitt eigi
ógjörtláta" (Lk 11.42).
Er líklegt, ef þessi dagverður hefði
verið fram borinn í dag í Accra eða
New York, heima hjá einhverjum
okkar, að saga hans hefði orðið
önnur?
Grundvöllur fagnaðarerindisins
Að greiða tíund samviskusamlega,
eða halda hvíldardaginn, eða gefa til
trúboðs? Já, allt er þetta nauðsynlegt
og ómissandi, þar á meðal j}að að
virða hvíldardaginn dyggilega, en
jafnvel enn brýnna er að gleyma ekki
sjálfum kjarna og grunni fagnaðar-
erindisins - að elska Guð og náunga
sinn.
„Grikkir áttu þrjú orð til að tjá
hugmyndirnar sem við reynum að
túlka með tveim orðum, ,kærleik‘ og
,ást‘: agapan, philein og eran.
Philein lýsir almennt hlýlegum,
næmum kærleik sem byggist á
hughrifum og tilfinningu ... Eran
táknar ástríðuþrungna, lostafulla
,ást‘, ást sem einkum lætur til sín
taka á hinu líkamlega sviði. ... Eran
er ekki notað í Nýja testamentinu. I
Nýja testamentinu lýsir agapan, þeg-
ar það er notað í mótsetningu við
philein, ást frá sjónarhóli virðingar
og tillitssemi. Það bætir staðfestu
ofan á tilfinningu á þann hátt, að
staðfestan stjórnar tilfinningunum.
Það kallar fram hin æðri völd hugans
og skynseminnar. Þar sem philein
hefur tilhneigingu til að fá okkur til
að ,elska‘ aðeins þá sem ,elska‘ okk-
ur, breiðir agapan úr kærleikanum
jafnvel til þeirra sem elska okkur
ekki. ... Nafnorðsmyndin, agapé er
næstum eingöngu bundin við
Biblíuna. Agapé Nýja testamendsins
er kærleikur í sinni æðstu og sönnus-
tu mynd, kærleikur sem er öllum
öðrum kærleik æðri og knýr mann til
að fórna sér fyrir aðra (Jh 15.13)“
(The S.D. Bible Commentary, 5. bd.
bls 340).
Lífsmáti
Drottinn bauð okkur að elska hver
annan ævinlega með kærleik sem á
uppruna sinn í guðlegri reglu
hugsana og athafna. Slíkur kærleikur
stjórnar hvötunum, hefur stjórn á
ástríðunum og göfgar elskuna.
Þessi kærleikur þekkir engar hin-
dranir. Hann er ekki haldinn fordó-
mum ættartengsla, þjóðernishroka
eða stéttarhollustu. Okkur er boðið
að gera elskuna að lífsmáta. Kær-
leikurinn á ekki að vera viðbrögð við
umhverfi okkar, heldur innsta eðli
okkar, vegna þess að við tilheyrum
honum sem er kærleikur.
Jóhannes postuli varpar ljósi á
hliðstæðurnar: „Vér elskum því að
hann elskaði oss að fyrra bragði. Ef
einhver segir: ,Eg elska Guð,‘ og
hatar bróður sinn, sá er lygari. Því að
sá sem elskar ekki bróður sinn, sem
hann hefur séð, getur ekki elskað
Guð, sem hann hefur ekki séð. Og
þetta boðorð höfum vér frá honum,
að sá sem elskar Guð á einnig að
elska bróður sinn“ (ljh 4.19-21). í
öllum þessum versum er sögnin aga-
pan notuð.
Auðvitað er miklu auðveldara að
láta í ljósi ást tíl þeirra sem eru langt
í burtu eða hafa lítíl sem engin sam-
skipti við okkur. En þá sem við erum
samvistum við daglega, hverja
klukkustund, eða reglulega, gæti
verið erfiðara að elska af ýmsum
ástæðum: Þeir gætu virst ógeðfelldir,
verið orðljótir og komið illa fram. En
það eru þessir „óelskulegu“ einstak-
lingar sem okkur er boðið að elska.
6
AðventFréttir