Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 11

Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 11
friðarins gefi yður friðinn.“ Fyrst friðurinn er gjöf, þá getum við ekki annað en þegið hann með þakkargjörð og fögnuði. Peter P. Bilhorn var á ferð í lest með vini sínum, þegar hún stansaði snögglega hjá Wheaton, Illinois. Þegar þeir. stigu úr lestinni sáu þeir limlest lík gamallar konu liggja í skurði hjá símastaur. Sjálfboðaliðar báru líkið að nálægum kofa og skildu eftir blóðpoll jrar sem hún hafði legið. Vinur Peters lagði höndina á öxl hans og sagði: „Vissirðu að það var allt sem Jesús Kristur skildi eftir á þessari jörð? Líkami hans steig upp til himna, en blóð hans varð eftir til að friðþægja fyrir syndir okkar.“ ,Já, það er það sem veitir mér ljúf- an frið,“ svaraði Peter, „bara að vita fyrir víst að blóð hans friðþægir fyrir syndir mínar.“ Vinirnir tveir sneru aftur til lestarinnar, þar sem Peter skrifaði textann að sálminum: „Sweet Peace, the Gift of Gods Love.“ (Sæti friður, kærleiksgjöf Guðs.)1101 Friðarstaðurinn Frið er að finna í návist Jesú. Þegar hann lifði ájörðinni öðluðust jieir sem komust í snertingu við hann fyllingu og vellíðan. Líf í rúst vegna sjúkleika öðluðust nýtt heil- brigði, brostin hjörtu voru grædd, múgurinn þagnaði, illir andar voru reknir út, víxlarar voru reknir út úr musterinu og úfin vötn stilltust. A kvöldi upprisusunnudagsins birtist Jesús skyndilega meðal lærisveinana og sagði: „Friður sé með yður.“ Og í óteljandi skipti í aldanna rás hefur hann komið til fylgjenda sinna færandi frið inn í róstusamt líf þeirra. Jill Briscoe vaknaði morgun einn áhyggjufullur vegna vandamála sem biðu úrlausnar. Hún teygði sig eftir Biblíunni sinni, Jrví hún vissi af reynslu að í návist Guðs mundu áhyggjurnar ekki verða langvinnar. Guð vísaði henni á að lesa Mt 6.34: „Hafið því ekki áhyggjur af morgun- deginum." Hann talaði til hjarta hen- nar. „Ahyggjur þínar tilheyra morgundeginum, og þú tilheyrir deginum í dag. Leggðu vandamál jDÍn í mínar hendur.“ Eftir það fór hún að bregðast við áhyggjum sínum eins og tveggja ára barn. I hvert skipti sem „vandamál morgundagsins" tóku að valda óróleika í hjarta hennar, sagði hún við þær: „Þið tilheyrið morgun- deginum. Farið í biðröðina. Það er ekki komið að ykkur. Guð afgreiðir ykkur þegar tími er til.“ini Jill hafði uppgötvað leynistað friðarins, helgidóm sálarinnar, kyrrláta stund í návist Guðs þar sem vonsvikið, brostið hjarta verður heilt að nýju. Það var hvíldardagur, og maður- inn minn og ég vorum við guðs- þjónustu ásamt öðrum trúuðum á Krím. Við höfðurn orðið eftir í kirkjunni til að heilsa upp á meðlimi safnaðar okkar áður en við færum heim til prestsins til að njóta hvíldar- dagsmáltíðar. Eftir að hafa notið margra ljúf- fengra rétta stóðum við upp frá borðinu til að jafna okkur. Eg hafði tekið eftir brunni fyrir framan húsið, þangað sem fjölskyldan sótti vatn til neyslu, í böð og til þvotta. Eg minnt- ist hins holótta moldarvegar sem við höfðum farið eftir heim að húsinu. Nú sá ég elsta son hjónanna sitja hljóðan út af fyrir sig. Hann var heima í helgarleyfi frá heilsuhælinu. Hann var með berkla. Eg sat þögul og reyndi að gera mér grein fyrir umhverfi mínu. Stofan var lifandi af örlætis anda þessarar fjölskyldu, en skuggar óblíðrar lífsbaráttu þeirra leyndu sér ekki, þar með taldar jyjáningarnar vegna örkumlasjúkdóms gáfaðs ungs sonar. Nei, lífið var enginn „dans á rósum,“ hvernig sem á allt var litið. A hvorurn enda hins krásum hlaðna borðs bærðust rósalitaðar slæður fyrir andvaranum. „Hvaða ilmur er þetta sem ég finn?“ spurði ég- „Lavendill," svaraði húsráðandi. „Hann er indæll," svaraði ég um hæl. Samstundis var dóttir prestsins staðin á fætur og komin út um bakdyrnar. Andartaki síðar kom hún aftur inn með fangið fullt af jieim ilmsætasta lavendil sem ég hef nokkurntíma fundið. Hvað eftir annað færði ég blómin að andlitinu til að draga að mér angan náttúrunn- ar, meðan prestskonan sat andspænis mér og ljómaði í framan. Það gladdi hana sýnilega að þau höfðu ræktað eitthvað sem hreif mig svo sterklega. ,Já,“ sagði hún og brosti innilega, „við erum svo lánsöm að eiga heima í lavendilbreiðu.“ Hversu djúpt orð hennar hrærðu hjarta mitt. Ég mundi minnast hins einlæga bross hennar löngu eftir að ég hefði yfirgefið hlýju heimilis hennar. Ég hét því að í framtíðinni, jafnvel þegar kringumstæðurnar væru ekki jafn fullkomnar, mundi einnig ég kjósa að eiga heima í lavendilbreiðu í friði við Drottin minn. Spurningar til umræðu: 1. Hvaða breytingar jjurfum við að gera á lífsmáta okkar ef við viljum kynnast þýðingu friðarins? 2. Rifjaðu upp dæmi um fólk sem höfundurinn getur um að fundið hafi frið þrátt fyrir erfiðleika og vonbrigði. Hvaða dæmi finnst þér mest uppörvandi fyrir þitt eigið líf? 3. Hvaða von gefur fagnaðarerindið þeim sem nú eiga við vandamál að stríða? Ætti kristnum mönnum að vera auðveldara að ráða fram úr þeim en öðrum? [1] Baker's Dictionary of Theology (Grand Rapids: Baker Book House, 1960), bls 399 [2] Theological Dictionary of the New Testament (Grand Rapids: William B. Eerdmans, 1964) bls 412. [3] Sama rit bls 405. [4] A Dictionary of the Bible (Peabody, Mass.: Henrickson Publishers, 1988) 3. bd., bls 733. [5] Gordon McDonald: Ordering Your Private World, (Nashville, Thomas Neson Publishers, 1985). [6] Ellen G. White: Steps in Christ, bls 100. [7] Sama rit. [8] William Backus: „How to (Almost) Stop Worrying,“ Virtue, maí/júní 1992, bls 59. [9] Mary Lou Carney: Spiritual Harvest (Nashville: Abingdon Press, 1987) bls 47-50. (Sjá sálm nr. 299 í S.L.) [10] Kenneth W. Osbeck: 101 More Hymn Stories Grand Rapids: Kegel Publishers, 1985), bls 262. [11] Jill Briscoe: „When Tomorrow's Troubles Throw Tantrums" Virtue, maí/júní 1992, bls 72. Rose Otis er deildarsljóri Kvennastarfsins hjá Aðalsamtökum sjöunda dags aðvenlista í Silver Spring, Maryland. AðventFréttir 11

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.