Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 13

Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 13
anegarði þegar hann vissi að hann stóð frammi fyrir sínum eigin kvalafulla dauða?“ Nú fannst mér í fyrsta skipti ég hafa verið í garðinum með Jesú. Og ég fann Guð þar. Svo þegar mánuðirnir liðu eftir dauða hennar fór ég að sjá að kanns- ki var það lán að mamma skyldi ekki lifa áfram við örkuml. Og ég er ekki viss um að hún hefði umborið að horfa upp á systur mína berjast við banvænt krabbamein eða sjá líf yngsta barnabarns síns á bláþræði eftir mikla hjartaaðgerð. Það er erfitt, en ég ætla ekki að efast um Guð framar. Of önnum kafin til að vera þolinmóð Eg veit ekki hvort ég hefði öðlast þessa reynslu „í garðinum" ef ég hefði getað gengið. Eg er ævinlega svo önnum kafin. En þar sem ég lá á bakinu í spítalarúminu hafði ég nógan tíma. Þessar tvær klukku- stundir sem ég beið hans, fann ég hann. Orð Davíðs hafa fengið nýja merkingu. „Þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér þab sem hjarta þitt gimist. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.... Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. “ (S1 37.4-7) Mamma lifði 22 daga eftir slysið, síðan sofnaði hún hljóðlega til að bíða komu Jesú. Þennan biðtíma uppgötvaði ég Harmaljóðin. Og hvílík uppörvun: „Þetta vil ég hug- festa, þess vegna vil ég vona: Náð Drottins er ekki þrotin, miskunn hans ekki á enda“ (H1 3.21, 22). Kraftaverkið, að ég skyldi vera á lífi, hreif mig að nýju inn í veruleikann! Jeremía heldur áfram: „Hún er ný á hverjum morgni, mikil er trúfesti þín! Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín, þess vegna vil ég vona á hann“ (vers 23, 24). Og svo voru enn þau orð um að bíða Drottins þolin- móður: „Góður er Drottinn þeim er á hann vona, og þeirri sál er til hans leitar. Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins“ (vers 25, 26). Neikvæðar tilfinningar og þolinmæði Erfitt er að vera þolinmóður þegar við þjáumst af óleystum persónu- legum vandamálum og neikvæðum tilfinningum. Eftir fráfall mömmu var ég í tilfinningalegu uppnámi. Venjulega var ég tiltölulega málefna- leg í samskiptum við systkini mín. Sem hið elsta þeirra hafði ég fundið til nokkurrar ábyrgðar á velferð þeirra. Eg var venjulega friðflytjandi. Nú var blaðinu snúið við. Mér fannst ég bera ábyrgð á dauða mömmu. Enginn ásakaði mig, en ef hún hefði ekki verið í heimsókn hjá mér og í bílnum mínum ... Samviskubitið tróð sér inn ásamt sorginni, sviðanum og reiðinni sem við öll vorum haldin. Tilefnislausar ásakanir, afbrýði og vanhugsaðar átyllur sent hefði verið auðvelt að útkljá, urðu að stórmálum. Eg stökk upp á nef mér. Kevin sonur minn varð hneykslaður; hann hafði aldrei vitað mig uppstökka fyrr. Það hafði ég heldur ekki gert sjálf. Eg skildi ekki vanstillingu mína. Af hverju varð þetta svona? Oútkljáð misklíðarefni úr bernsku okkar. Eg hafði verið dekurbarn. Hin börnin höfðu að ósekju fallið í skuggann fyrir mér. Þeim fannst að þar sem ég væri elst, hefði ég fengið bróðurpartinn af ást, athygli, hrósi og aðdáun. Það var ekki fyrr en mamma var horfin að þetta skaust allt upp á yfirborðið. Eg varð sár vegna þessara óréttmætu ásakana, og sárindin urðu að bræðisköstum. Eg hef árum saman flutt erindi um „tilfinningageyma" okkar, sem geta rúmað svo eða svo mikið, þang- að til út af flóir. Ef þeir eru fýlltir með jákvæðum tilfinningum, er lítið rúm fyrir þær neikvæðu. En lítil neikvæð tilfinning getur bólgnað upp eins og bökunarger, spillt öllu í geyminum þangað til sprenging verður. Og það gerðist hjá mér. Eftir þetta sneri ég mér aftur að Sálmunum til að sjá hvernig Davíð brást við sinni reiði. Lítum aftur á 37. sálm. Hann hefst svona: AðventFréttir 13

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.