Aðventfréttir - 01.04.1995, Síða 14
„ Ver eigi brábur vegna illvirkjanna,
öfunda eigi þá er ranglœti fremja. “
(vers 1).
Síðar, eftir að Davíð söng: „Lát af
reiði og slepp heiftinni," heldur
hann áfram og syngur um það
hvernig losna megi við neikvæðar
kenndir, og segir:
„ Ver eigi of brádur, þab leibir til ills
eins“ (8. vers).
Davíð losnaði við reiðina úr huga
sínum með því að segja Drottni frá
henni. Það er heillaráð!
Olía og vatn blandast ekki, og
heldur ekki jákvæðar og neikvæðar
kenndir. Fylltu líf þitt með jákvæðum
atriðum, og þá kemur þolinmæðin á
eftir. Ef þú íyllir líf þitt neikvæðum
kenndum, þá máttu eiga von á
bræðisköstum!
Hin fullkomna stundaskrá Guðs
Kannski er stærsta sönnunin fyrir
hinni fullkomnu tímasetningu Guðs
tengd útkomu nokkurra bóka
minna. Atvikin höguðu því svo ein-
staklega heppilega að ég fann
umboðsmann sem hafði áhuga á að
selja útgefanda handrit mitt,
Teaching Your Own Preschool
Children (Að kenna sínum eigin
börnum á forskólaaldri). Þegar ég
spurði hversu langan tíma það
mundi taka, sagðist hún aldrei taka
við handriti án þess að vera viss um
að geta selt það innan tveggja ára.
Tveggja ára? I mínum eyrum hljóm-
aði það eins og eilífð, enda fannst
mér ég hafa samið bók sem ætti eftir
að breyta heiminum. Tvö ár?
Hvernig gæti ég beðið svo lengi?
Eitt ár leið, síðan tvö. Eg byrjaði á
öðrum verkefnum, og bækur sem ég
hafði skrifað fyrir lesendur úr hópi
aðventista voru gefnar út hver á
fætur annarri. Fimm árum síðar
hringdi umboðsmaðurinn í mig. „Eg
seldi Doubleday, stóru forlagi í New
York, handritið þitt! “
Þegar bókin birtist í öllum meiri
háttar bókaverslunum landsins var á
saurblaðinu skrá um allar bækur sem
ég hafði samið og fáanlegar voru í
bókamiðstöðvum aðvendsta. Ef þessi
bók hefði verið gefin út þegar ég
vildi, þá hefðu hinar bækurnar ekki
fengið svona frábæra auglýsingu.
Tímasetning Guðs var fullkomin!
Hvemig Guð byggir upp
hugarfarið
Þó er stundum svo erfitt að bíða,
að við reynum að hjálpa Guði.
Abraham gerði það, og hugsið ykkur
bara þau vandræði sem hann bakaði
sér og Söru með því að taka sér
Hagar fyrir konu og eignast Ismael!
Og svo gat Jakob, sem vissi að frum-
burðarrétturinn átti að falla sér í
skaut, ekki beðið eftir Guði, og
blekkti föður sinn til að gefa sér
hann. Hann varð að flýja að heiman
svo bróðir hans dræpi hann ekki.
Við reynum svo oft að reka á eftir
hlutunum. Við hagræðum gjarnan
hlutum - og fólki. I öllum asanum
gerumst við „reddarar“ og tökumst á
hendur ábyrgð sem tilheyrir öðrum
og hnekkjum Jrar með eðlilegum
þroskaferli þeirra. Chrisdne Wyrtzen
lýsti Jrví svo fallega í þessari ljóðsögu:
„ Gamli gráhærbi bóndinn leit út um eld-
húsdymar
og sá þá fibrildi ab kyrrlátu starfi.
Púþuhýbib hélt þvíföstu, og þab var ab
reyna ab losna.
Baráttan harbnabi, og maburinn tók ab
hugleiba,
hvemig hann gœti frelsab fibrildib svo
þab gœti flogib burt.
Meb hníf í hendi risti hann hýbib varlega
sundur
og losabi litla fibrildib, sem féll tiljarbar
og dó.
Þab þuifti tíma til ab styrkjast og þola
álagib,
til ab öblast mýkt og leikni, svo þab
stœbist hib stranga þróf lífsins. “
Christine lýkur ljóði sínu með
þessum boðskap:
„ Og þótt mig skorti sýn til ab sjá út fyrir
kvöl mína,
get ég hvílst í náb sem dugar í hita
örvœntingar minnar.
Hann vill skaþa þolgœbi meb þrautunum
sem stebja ab,
og móta mig í manneskju sem vill hugga
og leibbeina.
Jakob segir það svona: „AHtið það,
bræður mínir, eintómt gleðiefni er
þér ratið í ýmis konar raunir. Þér
vitið að trúarstaðfesta yðar vekur þol-
gæði, en þolgæðið á að birtast í full-
komnu verki, til þess að þér séuð
fullkomnir og algjörir“Jk 1.2-4.
Eg vil hafa sterka skapgerð, full-
komna og algjöra. En þú? Við getum
það ef við opum hjörtu okkar þegar
Jesús ber þolinmóður að dyrum og
segir: „Verði þinn vilji.“ Eg get ekki
lofað góðum byr, en ég veit að hans
vegur er bestur og tímasetning hans
er fullkomin. Og að lokum munum
við geta sungið með Davíð:
„Eg hef sett alla von mína á Drottin,
og hann laut nibur ab mér og heyrbi
kvein mitt.
Hann dró mig uþþ úr glötunargröfinni,
uþþ úr hinni botnlausu lébju,
og veitti mérfótfestu á kletti,
gjörbi mig slyrkan í gangi.
Hann lagbi mér ný Ijób í munn,
lofsöng um Gub vom.
Margir sjá þab og óttast
og treysta Drottni. “
S1 40.2-4.
Það er ekki auðvelt að vera þolin-
móður, en það er fýrsti og mikilvæg-
asti eiginleiki kærleikans!
Spurningar
tilumræðu
1. Er þolinmæði gagnverkandi eða
framverkandi? Ertu sammála
staðhæfmgu höfundarins ,Að vera
þolinmóður er að gera ekkert“?
2. Attu mótefni við kvíða? Ef ekki,
hver af ábendingum höfundarins
finnst þér líklegust til árangurs?
3. Er langlundargeð auðveldara ein-
hverri sérstakri manngerð en
öðrum? Ættu kristnir menn fýlltir
andanum að vera þolinmóðir í
heild sinni?
* Ur Christine Wyrtzen: For Those Who
Hurt. Notað með leyfi Loveland
Communications, 1982, CWM Inc.
Kay Kuzma er forseti
„Family Matters“ sem er
stofnun um Jjölskyldu-
málefni ogfjölskyldu-
rábgjöf méb abalstöbvar í
Cleoeland, Tennessee.
14
AðventFréttir