Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 18
FOSTUDAGUR
Bindindi
Handan sjálfselsku og eiginhagsmuna
EFTIR ROBERTO BADENAS
Heilagur andi útdeilir ýmis
konar gjöfum til kristinna
manna, en andinn vill
rækta öll hin mismun-
andi afbrigði ávaxta hjá hverjum
manni, ekki einungis hjá sumum.
Þegar andinn kemur tíl okkar birt-
ast áhrif hans ekki einungis í sam-
bandinu við Guð og nágranna okkar,
þau koma einnig fram í afstöðunni
gagnvart okkur sjálfum. Páll kallar
þessi áhrif engkrateia, en bókstafleg
merking þess orðs er „að vera sterkur
hið innra“ og mætti þýða það sem
„sjálfstjórn“ eða „persónulegt bind-
indi“.
Ef við könnum gaumgæfilega níu
ávexti andans sem upp eru taldir í G1
5.22, 23, sjáum við að fjórir þeirra
eru mikilvægustu grundvallareigin-
leikar hins trúaða - kærleikur, gleði,
friður, og trúmennska; aðrir fjórir
eru þær dyggðir sem þörf er á í
kristilegum samskiptum - langlund-
argeð, góðvild, gæska og hógværð;
og síðasti ávöxturinn - bindindi -
varðar samskipti hinna trúuðu við
sjálfa sig: getuna til að hafa hemil á
löngunum okkar og girndum, stjórn-
ina sem við þurfum að hafa á sjálfum
okkur.
Bindindi tilheyrir andlegu lífi
Engkrateia-dyggbin (sjálfstjórnin)
var hafin til vegs í heimspekilegum
siðareglum hins klassíska Grikklands
og hellenismans. Með hliðsjón af því
er athyglisvert að sjá hversu lítíð rúm
henni er gefið í Biblíunni: hún er
hvergi nefnd í Gamla testamentinu,
og einungis á fjórum stöðum í Nýja
testamentinu - G1 5.23, P 24.25 og
tvisvar sinnum í 2Pt 1.6.
A þrem stöðum öðrum notar Páll
orð af sömu rót til samanburðar á
persónulegri baráttu hins trúaða
gegn synd og tekur ntið af stjórn
íþróttakappans á líkanta sínum
(lKor 7.9; 9.25; TT 1.8). En hvers
konar hömlur í meinlætaskilningi
eru honum framandi hugtak.
Það að orðið „sjálfstjórn“ skipar
svo lítinn sess í Nýja testamentinu er
vegna þess að líf kristins manns lýtur
stjórn Heilags anda. Sjálfstjórn hins
trúaða á eigin girndum og hvötum
byggist ekki á eigin styrkleika hans,
heldur á krafti Guðs. Frelsunargjöfm
í Kristi gerir ekki ráð fyrir neinni
sjálfgerðri aðferð til að öðlast frels-
un. Sjálfstjórn er aðeins ávöxtur and-
ans, ekki leið til frelsunar.
Bindindi kemur að innan
Notkun orðsins ávöxtur fremur en
starf sýnir greinilega að hér er ekki
um jjað að ræða hvað við jiurfum að
gera. Störf gefa í skyn mannlega
áreynslu, spennu og sársauka. Avöxt-
ur er hin fagra afurð leyndardóms
lífsins. Avöxt er ekki liægt að „búa
til“ eða „gera.“ Svo sem þrúgan
kemur á vínviðinn, kemur bindindi
upp af lífinu, lífi andans, lífi sem
fram kemur vegna persónulegrar
undirgefni undir stjórn Kiásts. Jesús
sagði: „Eg er vínviðurinn, þér eruð
greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem
er í mér og ég í honum, en án mín
getið þér alls ekkert gjört.“ (Jh 15.5).
Samlíkingin við ávöxt hjálpar okkur
því að sjá muninn á „verkum“ og
„árangri." Engin gerviátök geta fram-
leitt eða gert ávöxt! Avöxtur andans
sprettur eölilega, með því að lifa „í
andanum“ (G1 5.25).
Vert er að gefa því gaum að
bindindi er síðasti ávöxturinn sem
nefndur er í þessum texta. Það ætti
að vera gagnleg viðvörun þeim sem
freistast til að setja hann fremst í
kristnu líferni. Bindindi er trúuðum
ávöxtur andans frentur en skilyrði
fyrir viðtöku Guðs.
Þótt verk andans sem fram kemur
í bindindi hafi áhrif á hinar augljós-
ustu hliðar lífsins, þá hefst það ekki
hið ytra, heldur hið innra, í hjartanu.
Andinn gerir venjur okkar og lífs-
máta réttan með því að gera hjartað
rétt.
Þetta er meginmunurinn á okkar
vegum og Guðs vegum. Við byrjum
oft að utan, reynum að vinna okkur
inn að miðju. Guð byrjar strax við
miðjuna, og með því að breyta hjart-
anu breytir hann lífi okkar.
Avöxtur andans er því ekki ein-
ungis framferði og venjur, heldur
kraftur til að breyta viðhorfi manns
og tilhneigingum, umbreyta venju-
legu lífi í líf sem „samboðið er fagn-
aðarerindinu um Krist“ (F1 1.27).
Það er Guð einn sent gerir venjulegt
líf okkar óvenjulegt.
Vöxtur til fulls þroska
I samhengi texta bréfsins er
„ávexti andans“ (þar með töldu
bindindi) stillt upp sem andstæðu
ffillulífis, reiði, ofdrykkju og annars
af því tagi sem áður var talið upp
sem „holdsins verk“ (G1 5.19-27).
Bindindi er fyrst og fremst stjórn á
öllum venjum okkar og girndum og
hefur áhrif á allar liliðar lífsmáta
okkar, allt frá löngunum okkar og
ástríðum til neyslu matar og
hugsana. Sú staðreynd að bindindi
skuli talið ávöxtur, vekur upp
hugmynd um vöxt, um áframhald-
andi þroskun. Og einnig þá hug-
mynd að það niegi rækta og annast!
I hinum náttúrlega heimi akra
okkar og garða, hjálpar tími, árstími
og veður til að veita þroskaða
uppskeru. Til að jjroskast þarf
sérhver ávöxtur tíma, þolinmæði og
sérstaka umönnun, einkum á hinu
andlega sviði, hvar sem ávöxtur
18
AðventFréttir