Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 29
Föstudagur
„Ávöxtur
andans
er...
sjálfsstjórn."
Minnisvers
1M 39.9: „Hvernig skyldi ég þá
adhafast þessa miklu óhæfu og syndga á
móti Guði?“
Biblíusaga - Strákurinn í
marglitu íötunum
Heimilið hans var ekki ákjósanleg-
asti staðurinn að eiga heima á. Ef þú
átt heimili sem er í upplausn vegna
hjónaskilnaðar, geturðu skilið við
hvað Jósef átti að stríða.
Hugsanlegt hefði verið að heyra
Leu segja við Jakob: „Krakkarnir
þínir með Bílu eru að slást við krakk-
ana þína með Silpu, og krakkarnir
þínir með Rakel eru að fljúgast á við
mín börn, og mér fínnst mín börn
eiga heimtingu á meiri vasapening-
um af því að ég er betri eiginkona...“
Samkomulagið var ekki til fyrir-
myndar á því heimili!
Jósef átti nokkuð góða daga.
Hann naut ástar og fékk nóg að
borða. Þetta var auðug fjölskylda og
skorti ekkert.
Tvennt skyggði á líf Jósefs: móðir
hans dó þegar hann var á barnsaldri,
og hann var uppáhaldssonur föður
síns.
Það kann að hafa verið skemmti-
legt að vera dekurbarn, en dekrið
vakti öfund eldri bræðra hans.
Og svo var það þetta með alla
þessa drauma! Draumarnir ollu
verulegum vandræðum.
Fyrst dreymdi hann að hann og
bræður hans væru úti á akri að skera
upp hveitið og binda það í knippi.
Skyndilega réttist hans knippi upp,
en knippi bræðra lians beygðu sig
fyrir því.
Síðan dreymdi hann að hver
bræðra hans væri stjarna á himn-
inum, pabbi hans var sólin og Lea
stjúpmóðir hans var tunglið. Oll lutu
þau honum.
Kannski hefði Jósef átt að þegja
yfir þessum draumum. En eins og
flestir táningar sem skilja ekki svona
hluti spurði hann bræður sína og
foreldra hvað þessir draumar
táknuðu.
Þau urðu öll bálreið og spurðu
eitthvað á þessa leið: „Dettur þér í
hug, Jósef, að við hneigjum okkur
fyrir þér?“
Auðvitað bjóst Jósef ekki við að
þau tilbæðu hann; hann vildi bara
vita hvað draumarnir táknuðu.
Bræðurnir urðu enn öfundsjúkari
þegar Jakob gaf Jósef falleg litklæði.
Þeir fóru að stinga saman nefjum um
að koma honum fyrir kattarnef, þes-
sum strákling í marglitu fötunum!
Jakob sendi eldri synina langt í
burtu til að halda fénaðinum til
beitar. Síðar sendi hann Jósef til að
grennslast fyrir um þá. Þeir þekktu
marglitan kyrtilinn langt að! Pabbi
þeirra var hvergi nálægur til að vern-
da Jósef, svo þeir vörpuðu honum í
gryfju. Morguninn eftir bundu þeir
hann og seldu hann sem þræl hópi
kaupmanna sem voru á leiðinni til
Egyptalands.
Jósef hefði getað gefist strax upp.
Hann hefði getað sagt: ,Jæja þá Guð,
þú gættir mín ekki þegar ég þarfn-
aðist þín. Hér eftir treysti ég bara á
sjálfan mig.“ En hann gerði það ekki.
Hann fól líf sitt Guði og bað hann að
vernda sig og leiða sig í Egyptalandi.
Pótífar, höfuðsmaður í varðliði
Faraós, keypti Jósef og gerði hann að
þræli sínum. Blessun Drottins varð
augljós, því Jósef vann verk sín af
samviskusemi.
Pótífar fól honum sífellt fleiri trú-
naðarstörf, uns hann gerði hann að
ráðsmanni yfír öllu sem hann átti. Að
vísu var honum ekki frjálst að koma
og fara eins og honum sjálfum þókn-
aðist eða heimsækja fjölskyldu sína.
En það fór vel um hann, hann naut
hlýju og virðingar.
Jósef kunni að búa sig undir að
mæta erfíðleikum og freistingum og
bregðast við hættulegum ævintýrum
lífsins. Hann vissi að hann þyrfti
daglega að fela sig Guði á vald. Guð
einn gæti gefið honum þá sjálfsstjórn
sem hann þurfti til að mæta aðsteðj-
andi freistingu.
Fjölskyldu Pótífars gekk allt í hag-
inn, og nú fannst Satan kominn tími
til að leggja til atlögu. Arás óvinarins
var fólgin í kynferðislegri freistingu.
Eiginkona Pótífars, sem augsýnilega
trúði ekki á Guð, leit Jósef girndar-
auga.
Hún bað Jósef að leggjast með sér.
Jósef brást hárrétt við. Svar hans kom
frá hjarta sem helgað var Guði.
„Hann (Pótífar) fyrirmunar mér
ekkert nema þig, með því að þú ert
kona hans. Hvernig skyldi ég þá að
hafast þessa miklu óhæfu og syndga
á móti Guði?“ (1M39.9).
Syndga gegn hverjum? Tókstu
eftir því? Jósef var ekki fyrst og
fremst að hugsa um synd gegn
Pótífar. Heldur ekki um að svala
eigin girndum. Hann hugsaði fyrst
og fremst um að spilla ekki sambandi
sínu við Guð.
Hann hefði getað sagt við Guð:
„Heyrðu, mér gengur allt í haginn
hérna. Það fer vel um mig, ég hef
góð laun, mér er treyst. Ef ég læt
undan henni get ég haldið stöðu
minni. Það verður bara einu sinni.
Er það svo slæmt?“
Jósef lét sér ekki til hugar koma að
láta draga sig á tálar. Hann hugsaði
fyrst og fremst um Guð og kaus held-
ur fangelsi en að syndga gegn Guði.
Síðar launaði Guð Jósef sjálfs-
stjórn hans. Faðir hans og bræður
lutu honum, eins og komið hafði
fram í draumunum.
Við getum ástundað réttlæti eins
og Jósef. Við getum borið Guði vitni
bæði fýrir rétti og í fangelsi. Þó er
ekki víst að við sjáum sannleikann
sigra á okkar æviskeiði, eins og Jósef
auðnaðist að sjá hann sigra.
Sá dagur kemur að Guð sigrar.
Faðir okkar býður okkur að þjóna við
konungshirð sína, sem er miklu dýr-
legri en hallir Egyptalands.
Það sem gerir konungshöll Guðs
dýrlegri er ekki gullið og gim-
steinarnir. Við munum fínna dýrð
hallar himinsins í persónujesú
Krists sem þar ríkir.
Uppfærsla
Hvíldardagurinn er tilvalinn til
þess að læra Biblíusögur. Semdu
leikþátt úr lífí Jósefs til að sýna fjöl-
skyldu þinni eða félögunum í hvíld-
ardagsskólanum. Gleymdu ekki að
taka til nokkra baðsloppa og lök sem
búninga.
Helgun í verki
Fáðu æskulýðshóp þinn eða fjöl-
skyldu til að búa til máltíð handa ein-
hverjum sem er einmana eða fær
kannski ekki nóg að borða.
Utbúðu og undirritaðu bindindis-
heit og loforð um að neyta ekki skað-
legra efna.
AðventFréttir
29
Fyrir börnin