Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 31

Aðventfréttir - 01.04.1995, Qupperneq 31
ham verður hryggur. Lot bróðurson- ur hans og fjölskylda hans eiga þar heima. Abraham biður Guð að þyrma borgunum þótt ekki finnist þar nema tíu réttlátir. Guð fellst á að þyrma þeim ef þar finnist tíu rétt- látir. Eg býst við að segja mætti að Abraham hafi með því að biðja borg- unum miskunnar sýnt að hann trúði. Fyrir það á hann skilið stig. Illu heilli reyndist óhjákvæmilegt að tortíma borgunum, því þar fundust ekki tíu réttlátar manneskjur. STIG TRÚFESTI 4 SKORTUR Á TRÚ 5 Því miður verður Abraham aftur á þegar hann flyst til Gerar. Aftur segir hann mönnum að Sara sé systir hans. Abímelek konungur tekur hana í höllina til sín og heldur henni þar sem konu sinni. En Guð birtist honum í draumi og hræðir næstum því úr honum líftóruna. Sara fer heim með Abraham daginn eftir. Abímelek reynir jafnvel að bæta úr mistökunum með því að gefa þeim fénað og silfur. En skaðinn er skeður. Abraham hefur enn verið ótrúr Guði. STIG TRÚFESTI 4 SKORTUR Á TRÚ 6 Það er farið að hallast ískyggilega á trúfestina hjá Abraham. Hann er tvö stig undir eftir síðustu lotu. En Guð á eftir að leggja alvarlega prófraun á trúfesti Abrahams. Þetta próf gætí jafnað metin og þurrkað út tveggja stiga muninn vantrúnni í hag. Hinn fyrirheitni sonur, Isak, fæðist um síðir. Hann er allt það sem hjónin höfðu óskað sér. Undursam- legt að hann skyldi fæðast svo aldur- hnignum foreldrum, og hann verður augasteinninn þeirra. Snemma morgun einn vekur Guð Abraham og segir: „Tak þú einkason þinn sem þú elskar, hann Isak, og far þú til Móríalands og fórna honum þar að brennifórn á einu af fjöll- unum sem ég mun segja þér til“ (1M 22.2). ,Af og frá, Guð.“ ,JÚ, Abraham." „Ekki syni mínum sem ég hef beðið svo lengi eftir. Hvað verður þá um þessa miklu þjóð sem þú hefur heitið mér?“ En Abraham hlýðir. Hann vekur Isak og nokkra af sveinum sínum. Þeir taka með sér klyfjar af fórnarviði og hníf. Abraham forðast að vekja Söru. Sem góð móðir mundi hún reyna að koma í veg fyrir svona grimmilega fórnfæringu. Eftir þrjá daga koma Abraham og Isak til Móríafjalls, þar sem átti að færa fórnina. Abraham lætur sam- ferðamennina bíða við fjallsræturnar með asnann, en fer sjálfur ásamt Isak með brennið og hnífmn upp á fjall- ið. Eftir stundarkorn spyr Isak: „Pabbi, við erum með brennifórnar- viðinn, en hvar er fórnin?“ Abraham svarar: „Guð mun sjá mér fyrir sauð til fórnarinnar." Hjarta Abrahams er að bresta. Hvernig á hann að geta sagt syni sínum að það eigi að fórna honum? Meðan þeir eru að hlaða steinum í altari segir Abraham syni sínum frá voðaverkinu sem hann er knúinn til að fremja. Og nú skuluð þið giska! ísak leggst sjálfviljugur ofan á viðinn á altarinu. Abraham verður að beita öllu viljaþreki sínu til að bregða hnífnum og sanna þannig Guði trúfestí sína og traust á honum. Þegar hnífurinn fer að nálgast fórnina, stöðvar Guð aftökuna. „Þá kallar engill Drottins til hans af himni: ,Abraham! Abraham!” Hann svarar: ,Hér er ég.‘ Engillinn segir: ,Legg þú ekki hönd á sveininn og gjör þú honum ekkert, því að nú veit ég að þú óttast Guð þar sem þú synj- aðir mér ekki um einkason þinn.' Þá varð Abraham litið upp og hann sá hrút bak við sig sem var fastur á hornunum í hrísrunni. Og Abraham fór og tók hrútinn og bar hann fram að brennifórn í stað sonar síns“ (1M 22.11-13). STIG TRÚFESTI yfirfljótanleg SKORTUR Á TRÚ fyrirgefin Uppfærsla Skrifaðu og búðu til flutnings frásögn um eldri bróður og yngri bróður (eða systur) sem eru í útivist á einhverjum skemmtilegum stað. Eldri bróðirinn hittir þar einhverja kunningja. Kunningjarnir reyna að fá hann til að skilja yngra systkini sitt eftir og koma með þeim. Hvernig bregst hann við? Helgun í verki Leitaðu uppi yngri bróður eða systur eða einhvern úr söfnuði þín- um sem þarf á vini að halda, og taktu hann eða hana með þér til einhverra sérstakra starfa. Hugleiðing og umræða Hugsaðu um tryggustu manneskju sem þú hefur nokkurn tíma hitt. Hvað gerði þessi persóna til að sanna tryggð sína? Ræðið þá biblíupersónu sem mesta trúfesti hefur sýnt. Hvað gerði þessi maður (eða kona) sem sannaði trúfestí hans (hennar)? Ljúkið þessari setningu: Hjóna- skilnaðir eru svona algengir í heim- inum vegna þess að......... Ávaxtarpróf Er ég TRÚFASTUR/TRÚFÖST í skólastarfinu, skyldustörfum á heim- ilinu og einkum í tilbeiðslunni á Krist? (merktu við eitt) ......aldrei ...sjaldan...stundum.....oft. AðventFréttir 31 Fyrír börnin

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.