Aðventfréttir - 01.04.1995, Page 32
Sígildur sannleikur
Sem sjöunda dags aðventistar
trúum við því að við búum yfir
„nútímasannleiks“ - boðskap
sem er að finna í yfirlýsingu engl-
anna þriggja í Opb. 14. Við beinum
athyglinni sérstaklega að boðskap
þriðja engilsins með varnaðarorðum
hans um þá sem tilbiðja „dýrið“ and-
stætt þeim sem „varðveita boð Guðs
og trúna ájesú“ (Opb 14.12). Þetta
eru skýr skilaboð ætluð ákveðnum
tíma - raunar okkar tíma, og þess-
vegna skilgreinum við þau sem „nú-
tímasannleik."
Þó trúi ég líka að til sé sannleikur
með ævarandi gildi, sannleikur sem á
við allar aldir. Fyrir næstum 2.000
árum greip Jóhannes kjarna þess
sannleika í eftirfarandi fjórum vers-
um: „Hann var í heiminum og heim-
urinn var orðinn til fyrir hann, en
heimurinn þekkti hann ekki. Hann
kom til eignar sinnar, en hans eigin
menn tóku ekki við honum. En
öllum þeim sem tóku við honum gaf
hann rétt til að verða Guðs börn,
þeim er trúa á nafn hans. Þeir eru
ekki af blóði bornir, ekki að holds
vild né manns vilja, heldur af Guði
fæddir“ (Jh 1.10-13).
Þessi ævarandi sannleikur er
auðvitað fagnaðarerindi Jesú Krists,
hin ótrúlega gleðifrétt að hann sem
heimurinn var skapaður fyrir, kom í
raun og veru til jarðarinnar, jafnvel
þótt heimurinn - jafnvel hans eigið
fólk - „þekkti hann ekki.“ En þó gaf
hann „öllum þeim sem tóku við
honum“ í trú „rétt til að verða Guðs
börn.“ Þessi „endurfæðing“ sem barn
Guðs er ekki mannleg athöfn, heldur
árangur af áhrifum Heilags anda í
lífi okkar.
Hérna er kjarninn í boðskap
sjöunda dags aðventista. Hversu mik-
ilvæg sem þau eru, sannindin um
merki dýrsins, hvíldardaginn, ástand
hinna dauðu og síðari komu Krists,
þá verða þau öll að hvíla á grundvelli
krossins. Menn geta orðið hólpnir án
þess að vita um ástand dauðra eða
merki dýrsins, en engin frelsun er
hugsanleg án krossins, sama hversu
mikið menn kunna af öðrum kenn-
ingum Ritningarinnar. Ef við leiðum
ekki sálir að krossinum og hjálp-
ræðinu, erum við að sóa tíma þeirra
og okkar tíma líka, því j)á mistekst
okkur að inna af hendi verkið sem
Drottinn fól okkur.
Þess vegna verðum við ævinlega að
hafa krossinn sem þungamiðju
tilveru okkar sem boðenda trúarinn-
ar. Ef á okkur er litið sem fólk
krossins, menn sem í sannleika eru
„ekki af blóði bornir, ekki að holds
vild né manns vilja, heldur af Guði
fæddir“ (vers 13), mundu hin skýru
sannindi í boðskap englanna þriggja
vinna með afli og áhrifum miklu
meiri en þeim sem við þekkjum nú.
Adventist Review, safnaðarrit
okkar um heim allan, leitast við að
leggja áherslu á þetta viku eftir viku.
Færð þú það? Eg get aldrei lagt of
mikla áherslu á mikilvægi þessa mál-
gagns okkar fyrir einingu kirkjunnar.
Sem söfnuði ber okkur að flytja
hinn máttuga boðskap um endur-
komu Krists. En áður en við getum
upplýst fólk um síðari komu hans,
verður það að þekkja hina dýrlegu
sögu fyrri komu hans. Það er fyrst
þegar fólk er gjörkunnugt því sem
Kristur afrekaði við fyrri komu sína
hér, að það er viðbúið þ\4 sem hann
mun gera við síðari komu sína.
Svo mjög sem við þörfnumst nú-
tíma-sannleikans, þá er þörf okkar
jró enn brýnni fyrir hinn ævarandi
sannleik. Og þann sannleik er að
finna þar sem hann hefur ætíð verið
- í krossinum.
Ykkar einlægur bróðir,
Robert S. Folkenberg.
Robert S. Folkenberg er formadur
Aðalsamtaka sjöunda dags adventista.
32
AðventFréttir