Aðventfréttir - 01.12.2007, Side 12

Aðventfréttir - 01.12.2007, Side 12
Gleðin við að gefa reglulega Frá ráðsmennskudeild. Höf. Gordon Botting, DrPH, CFC Nútíma Skröggur (Ebenezer Scrooge) Framkvæmdarstjóri einn sem sá um líknarfélag í litlum bæ, var að skoða lista yfir mögulega styrkaraðila og tók þá eftir að ríkasti maður bæjarins hafði aldrei nokkurn tímann gefið til líknar- félagsins. Hann ákvað því að fara og hitta manninn persónulega. Eftir að þeir höfðu heilsað hver öðrum eins og vani er, þá hóf hann umræðuefnið um styrki til líknarfélagsins með því að segja: „Kæri herra, könnun okkar sýnir að tekjur þínar séu vel yfir hálfa milljón dollara á ári, en samt sem áður hefurðu aldrei gefið krónu til þessa mikilvæga líknarfélags bæjarins. Værir þú til í að gefa á þýðingarmikinn hátt til sam- félagsins sem þú býrð í?“ Ríki maðurinn svaraði þessu: „Sýndi þessi könnun þín einnig að öldruð móðir min liggur fyrir dauðanum eftir langvarandi veikindi og að sjúkrahús-reikningarnir eru margfalt hærri en árslaunin hennar? Eða að eiginmaður systur minnar lést í bílslysi án þess að vera tryggður og skildi hana eftir auralausa til að ala upp börnin þeirra þrjú?“ Framkvæmda- stjórinn varð vandræðalegur á svip og sagði: „Kæri herra, mér þykir afar leitt að heyra þetta. Ég vissi ekki um þessar fjölskylduaðstæður þínar." Svarið sem framkvæmdarstjórinn fékk tilbaka frá manninum kom honum í opna skjöldu: „Svo að þú sérð það, að fyrst að ég gef þeim engan pening, því ætti ég þá að gefa nokkuð í líknar- félagið þitt?" Ross Perot og Víetnam Eftirfarandi jólasaga um Ross Perot, milljónamæring frá Texas, er á önd- verðum meiði við þá sönnu sögu sem við lásum hér á undan um Skrögg nútímans. Þegar Víetnam stríðiö geysaði ákvað hann að gefa öllum bandarískum stríðsföngum sérstaka jólagjöf. Perot fékk mörg þúsund ein- staklinga til að pakka inn gjöfunum í gjafapappír og síðan í umbúðir til flutnings. Hann leigði meira að segja Boeing 707 ásamt áhöfn, til að flytja gjafirnartil Hanoi. „Þegarvið hættum að gefa, þá hættum við að eiga. Það er lögmál kærleikans.“ Richard Trench Því miður var þetta á þeim tíma sem stríðið stóð sem hæst og stjórnvöld í Hanoi neituðu allri samvinnu með Perot. Yfirmenn stjórnvaldanna létu hann vita af því að það væri algjörlega ómögulegt að vera með svona líknarstarfsemi á sama tima og Bandaríkjamenn væru að sprengja upp þorpin þeirra. Jafnvel þótt Perot byðist til þess að aðstoða þá við að byggja upp það sem Bandaríkjamenn höfðu eyðilagt í árásunum, þá neituðu þeirsamt. Þrátt fyrir þetta mótlæti hélt Perot samt ótrauður áfram, og flaug flugvélum sínum til Rússlands þar sem starfsfólkið hans sá um að senda hvern einasta pakka, einn í einu, frá aðalpósthúsinu í Moskvu. Hver einasti pakki komst óskemmdurtil skila. Jimmy Dunne og 11. september Gagnstætt við báðar sögurnar hér á undan heyrum við sögu af endur- uppbyggingu lítils tjárfestingarbanka að nafni Sandler O'Nelll, eftir hryðjuverka- árásina 11. september. í nýlegu viðtali sem birtist í Newsweek, greinir Jimmy Dunne, forstöðumaður fyrirtækisins, frá áframhaldandi sögu fyrirtækisins. Hann segir frá því að á þessum örlagaþrungna degi hafi hann verið í burtu að spila golf. Þegar hann kom tilbaka I golfskálann reyndi hann að hringja á skrifstofuna en náði engu sambandi og hringdi því heim til sín. Þar sem konan hans var í svo miklu uppnámi, svaraði náinn vinur þeirra símanum og sagði: „Jimmy, þú skalt undirþúa þig undir þá staðreynd að allir í fjárfestingarfyrirtækinu þínu séu látnir.“ Sem betur fer var þessi yfirlýsing ekki með öllu rétt, en það höfðu 66 starf- smenn látist af 171, þar á meðal tveir af þremur framkvæmdarstjórum fyrir- tækisins. Þegar Ijóst var orðið að þetta væri hryðjuverkaárás af hópi hryðju- verkamanna Osama bin Ladens, man Dunne eftir þvi að hafa hugsað með sér: „Allt I lagi, hann reyndi að drepa mig, hann drap flesta vini mína, svo að hvað sem þessi maður vill, þá ætla ég að gera hið gagnstæða. Ef hann vill hræða okkur, þá ætla ég ekki að verða hræddur. Ef hann vill að við gefumst upp: Þá skulum við ekki gefast upp.“ En það sem er ennþá mikilvægara, er að þegar fjölskyldur starfsmannanna sem höfðu látist í árásinni byrjuðu að hringja, fann hann fyrir mikilli ábyrgðatilfinningu gangvart þeim. Hann Orðiö „ráðsmennska” mætti skýra á einfaldan hátt sem „að gera Guð að miðdepli lífs okkar”. AÐVENTFRÉTTIR • Desember 2007

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.