Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 43
f!ill!il!iiiii!Í)!UlliítíU
SPURnmcAR
06 • SUtiR
Ef t>ér liggur eitthvað á hjarta og þú þarft
að ráðfæra t>ig við vin þinn um áhyggjur jjínar
eða eitthvað slíkt, skaltu skrifa Evu Adams,
Heimilisritið, Garðastræti 17, Reykjavík. Engin
nema hún sjálf fær að sjá bréf þitt.
AÐ LOSNA VIÐ UNNUSTANN.
Sp.: Eva mín. Nýlega gafstu stúlku ráð
til að losna við mann, sem hún liafði
þekkt um tíma, en var ekki trúlofuð. En
nú er svo ástatt með mig, að*ég er iiring-
trúlofuð manni, og það stendur til að við
giftum okkur bráðlega. Við höfum þekkzt
lengi, og það er fyrst nýlega, sem mér er
það ljóst, að ég get ekki hugsað mér að
giftast honum. Ráð þau, sem þú gafst
,.Döllu“, fiimst mér ekki eiga við um mig.
Ur þessu get ég varla náð verulegum ár-
angri, með því að láta lionum leiðast í
nærveru minni. En þar sem ég er nú eins
gerð og hún, að ég vil ekki særa mann-
inn, sem hefur verið mér svo góður, og
gera hann að óvini mínum, þá vildi ég
nú biðja þig um að gefa mér einhver ráð.
Unnusta.
S.: Ef þú ert alveg sannfærð um, að
þú viljir segja skilið við hann, þá skaltu
segja honum lireinskilnislega fra því undir
eins. Vertu einbeitt og slíttu trúlofuninni
munulega. Segðu honum iistæðuna, því el'
svona er langt komið. þá er eina ráðið að
segja sannleikann skýrt og skorinort, hvort
sem hann verður óvinur þinn 'á eftir eða
ekki. Þú mátt ekki hugsa sem svo, eins
og svo margar stúlkur, að þú sért sú eina,
sem getur gert haim hamingjusaman. Saim-
aðu til, hann finnur fljótlega aðra, sem
honum fellur engu síður við en þig, alveg
eins og þú finnur annan þér hjartfólgnari.
SVÖR TIL ÝMSRA
Til „Einnar yfirkominnar af sorg':
Þú virðist hafa ratað í mikið ólán að
hafa kynnzt þessari mannleysu. Eg sé
ckki að þú getir fyrirgefið honum brezti
hans öllu lengur. En ástar þinnar og
barnsins vegna gætirðu gefið honum eitt
tækifæri enn, og ef hann sækir í sama
farið á nýjan leik, skaltu Iosa þig alveg
við hann, hvað sem það kostar.
Til „Mjallhvítar': Fyrsta ástin er oft
svo heit og hrein. Bréfið þitt lýsir líka
brennandi ást, sem er mjög skiljanleg.
En eins og þig grunar, þá er mikil
hætta á því að hún sé ekki endurgoldin.
Konur taka gjarnan svona hluti alvar-
legar en karlmenn, einkum þegar þær
eru ungar og óreyndar eins og þú. Við
skulum samt vona, að honum standi
ekki á sama um þig, og þú ættir líka
að geta unnið ástir hans með lagi, ef
þið umgangist hvort annað eitthvað að
ráði.
Til „S. H.“: Ég á bágt með að svara
spurningu þinni beinlínis, en vil láta
það nægja að segja, að ef maður og
kona búa saman í sátt og samlyndi,
þútt þau séu ekki gift, þá blanda yfir-
völdin sér ekki í málið.
Eva Adams
HEIMILISRITIÐ
41